Fókus býður í bíó 26. nóvember 2004 00:01 Fókus fylgir DV í dag og býður á eðalgrínið Without a Paddle. Einnig segist Hreimur í Landi og sonum hafa fengið nóg af poppstjörnunni, vill ekki selja á sér rassgatið. Freysi, Brynjar Már og Kristján í Ópinu spiluðu jólaspilin yfir bjór. Ruslana fór í hungurverkfall, þrátt fyrir að segja Fókus að hún tæki ekki pólitíska afstöðu ... og margt fleira.Aðdáendur "dúd" mynda kætist - Fókus býður á Without a Paddle Aðdáendur "dúd" mynda, sem mætti líka kalla aulahúmorsmyndir, kætast þessa helgina yfir frumsýningu Without a Paddle. Leikstjóri hennar og höfundur er Steve Brill, sem gerði garðinn frægan með Adam Sandler í nokkrum myndum. Þetta er mynd sem gagnrýnendur hata en fólk með sans fyrir neðanbeltis- og almennum rugludalladjókum fílar. Hún sver sig í ætt við Harold og Kumar ..., Highway Patrol, Eurotrip og aðrar slíkar eðalmyndir sem sumir halda einfaldlega ekki vatni yfir. Myndin skartar þremur ágætisleikurum af yngri kynslóð Hollívúdd. Seth Green, Matthew Lillard og Dax Shepard. Green þekkjum við sem son Dr. Evil í Austin Powers, Lillard úr Scream og sem Shaggy í Scooby-Doo og Shepard úr földu myndavélinni Punk´d. Þetta eru allt hressir strákar en þegar vinur þeirra deyr í upphafi myndar ákveða þeir í jarðarförinni (þar sem ein yngismær hjakkast m.a. á kistunni) að uppfylla gamlan draum hans. Þeir halda upp í skóg að finna ránsfeng bankaræningja sem stökk út úr flugvél og hefur aldrei fundist. Vinirnir lenda auðvitað í algjöru rugli, týna öllu og sjálfum sér með. Vísað er hægri-vinstri í aðrar kvikmyndir, Matrix, Star Wars, Rambó, Indjána Jones, Apocalypse Now, listinn er ansi langur. Deliverance á auðvitað kafla, þeir rekast á Burt Reynolds í gervi einbúa og tvær náttúrustelpur í anda Human Nature. Myndin var ekki tekin upp í Oregon, þar sem hún á að gerast, heldur Nýja-Sjálandi. Þarlendis gefur ríkisstjórnin nefninlega samskonar díl við kvikmyndafyrirtækin og hér, 12 prósent af öllum kostnaði er greiddur til baka. Ekki við hæfi þeirra menningarlegustu en mjög margra þó. Without a Paddle er sýnd í Sambíóunum.Þá er bara að drífa sig að kaupa DV í dag, klippa út bíómiðann og rífa Fókusinn í sig. Menning Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Robert Redford er látinn Lífið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
Fókus fylgir DV í dag og býður á eðalgrínið Without a Paddle. Einnig segist Hreimur í Landi og sonum hafa fengið nóg af poppstjörnunni, vill ekki selja á sér rassgatið. Freysi, Brynjar Már og Kristján í Ópinu spiluðu jólaspilin yfir bjór. Ruslana fór í hungurverkfall, þrátt fyrir að segja Fókus að hún tæki ekki pólitíska afstöðu ... og margt fleira.Aðdáendur "dúd" mynda kætist - Fókus býður á Without a Paddle Aðdáendur "dúd" mynda, sem mætti líka kalla aulahúmorsmyndir, kætast þessa helgina yfir frumsýningu Without a Paddle. Leikstjóri hennar og höfundur er Steve Brill, sem gerði garðinn frægan með Adam Sandler í nokkrum myndum. Þetta er mynd sem gagnrýnendur hata en fólk með sans fyrir neðanbeltis- og almennum rugludalladjókum fílar. Hún sver sig í ætt við Harold og Kumar ..., Highway Patrol, Eurotrip og aðrar slíkar eðalmyndir sem sumir halda einfaldlega ekki vatni yfir. Myndin skartar þremur ágætisleikurum af yngri kynslóð Hollívúdd. Seth Green, Matthew Lillard og Dax Shepard. Green þekkjum við sem son Dr. Evil í Austin Powers, Lillard úr Scream og sem Shaggy í Scooby-Doo og Shepard úr földu myndavélinni Punk´d. Þetta eru allt hressir strákar en þegar vinur þeirra deyr í upphafi myndar ákveða þeir í jarðarförinni (þar sem ein yngismær hjakkast m.a. á kistunni) að uppfylla gamlan draum hans. Þeir halda upp í skóg að finna ránsfeng bankaræningja sem stökk út úr flugvél og hefur aldrei fundist. Vinirnir lenda auðvitað í algjöru rugli, týna öllu og sjálfum sér með. Vísað er hægri-vinstri í aðrar kvikmyndir, Matrix, Star Wars, Rambó, Indjána Jones, Apocalypse Now, listinn er ansi langur. Deliverance á auðvitað kafla, þeir rekast á Burt Reynolds í gervi einbúa og tvær náttúrustelpur í anda Human Nature. Myndin var ekki tekin upp í Oregon, þar sem hún á að gerast, heldur Nýja-Sjálandi. Þarlendis gefur ríkisstjórnin nefninlega samskonar díl við kvikmyndafyrirtækin og hér, 12 prósent af öllum kostnaði er greiddur til baka. Ekki við hæfi þeirra menningarlegustu en mjög margra þó. Without a Paddle er sýnd í Sambíóunum.Þá er bara að drífa sig að kaupa DV í dag, klippa út bíómiðann og rífa Fókusinn í sig.
Menning Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Robert Redford er látinn Lífið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira