Metaðsókn í meindýraeyðingu 29. nóvember 2004 00:01 Gífurleg þátttaka var á námskeiði í eyðingu meindýra sem haldið var í síðustu viku í Reykjavík. Góð tíð undanfarin sumur er helsta ástæðan fyrir þessum stóraukna áhuga á meindýraeyðslu. Það voru Umhverfisstofnun, Rannsóknastofnun landbúnaðarins og Vinnueftirlit ríkisins sem gengust fyrir námskeiðinu fyrir verðandi meindýraeyða og þá sem þegar starfa við fagið og vilja bæta við þekkingu sína. Alls sóttu 32 námskeiðið og komu þátttakendur alls staðar af landinu, þar af fimm konur. Flestir voru á vegum sveitarfélaga og stofnana en einhverja einyrkja var þó að finna í hópnum. Að sögn Elínar G. Guðmundsdóttur, fagstjóra hjá Umhverfisstofnun, hefur áhugi á eyðslu meindýra snaraukist undanfarin misseri. "Við höfum venjulega reynt að halda námskeið á tveggja ára fresti og oftast hafa þátttakendur verið á bilinu 15-20. Síðan fengum holskeflu í fyrrahaust en aðalástæðan fyrir henni var mjög svo hlýtt sumar, sérstaklega úti á landi, og sumarið í sumar var alveg sérstaklega gott" segir Elín en augljóslega batnar hagur kvikindanna með betra veðri. Hún segir að til tals hafi komið að bíða til vorsins með námskeiðshald því ný reglugerð um meindýravarnir er í farvatninu. "Svo var bara kominn það langur listi að við sáum okkur ekki annað fært en að halda námskeið." bætir hún við. Áhuginn var slíkur að hætta varð skráningu áður en umsóknarfrestur rann út. Ýmislegt var í boði á meindýraeyðslunámskeiðinu. Fyrst fengu þátttakendur örstutta starfsþjálfun hjá Meindýravörnum Reykjavíkurborgar og fylgdust með framleiðslu á varnarefnum, eða eitri, svo voru skólphreinsistöðvar skoðaðar og starfsvettvangurinn þannig kannaður. Í kjölfarið fylgdi tveggja daga fyrirlestralota þar sem sérfræðingar á sviði meindýra og meindýravarna létu gamminn geysa, til dæmis skordýrafræðingar, dýrafræðingar, eiturefnafræðingar auk annarra fagmanna. Sjálf hélt Elín erindi um gildandi lög og reglugerðir um meindýravarnir. Námskeiðsgjaldið var 30.000 krónur og voru kaffiveitingar innifaldar. Aðspurð segir Elín að rottur og mýs, skordýr og aðrir hryggleysingjar sem valda umtalsverðu tjóni í húsum og híbýlum falli undir lagaskilgreiningar á meindýrum en viðurkennir þó að tjónshugtakið sé álíka loðið og sum þessara kvikinda. "Sá sem biður um þjónustuna verður að meta það sjálfur." Elín, sem er efnafræðingur að mennt, segist sjálf sjaldan eyða dýrum. "Ég er frekar köld fyrir þessu. Ég sé einstaka sinnum silfurskottur heima hjá mér eins og flestir sem búa á svæðum þar sem eru hitaveitur en ég er nú ekkert að kippa mér upp við það." Innlent Menning Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Fleiri fréttir Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Sjá meira
Gífurleg þátttaka var á námskeiði í eyðingu meindýra sem haldið var í síðustu viku í Reykjavík. Góð tíð undanfarin sumur er helsta ástæðan fyrir þessum stóraukna áhuga á meindýraeyðslu. Það voru Umhverfisstofnun, Rannsóknastofnun landbúnaðarins og Vinnueftirlit ríkisins sem gengust fyrir námskeiðinu fyrir verðandi meindýraeyða og þá sem þegar starfa við fagið og vilja bæta við þekkingu sína. Alls sóttu 32 námskeiðið og komu þátttakendur alls staðar af landinu, þar af fimm konur. Flestir voru á vegum sveitarfélaga og stofnana en einhverja einyrkja var þó að finna í hópnum. Að sögn Elínar G. Guðmundsdóttur, fagstjóra hjá Umhverfisstofnun, hefur áhugi á eyðslu meindýra snaraukist undanfarin misseri. "Við höfum venjulega reynt að halda námskeið á tveggja ára fresti og oftast hafa þátttakendur verið á bilinu 15-20. Síðan fengum holskeflu í fyrrahaust en aðalástæðan fyrir henni var mjög svo hlýtt sumar, sérstaklega úti á landi, og sumarið í sumar var alveg sérstaklega gott" segir Elín en augljóslega batnar hagur kvikindanna með betra veðri. Hún segir að til tals hafi komið að bíða til vorsins með námskeiðshald því ný reglugerð um meindýravarnir er í farvatninu. "Svo var bara kominn það langur listi að við sáum okkur ekki annað fært en að halda námskeið." bætir hún við. Áhuginn var slíkur að hætta varð skráningu áður en umsóknarfrestur rann út. Ýmislegt var í boði á meindýraeyðslunámskeiðinu. Fyrst fengu þátttakendur örstutta starfsþjálfun hjá Meindýravörnum Reykjavíkurborgar og fylgdust með framleiðslu á varnarefnum, eða eitri, svo voru skólphreinsistöðvar skoðaðar og starfsvettvangurinn þannig kannaður. Í kjölfarið fylgdi tveggja daga fyrirlestralota þar sem sérfræðingar á sviði meindýra og meindýravarna létu gamminn geysa, til dæmis skordýrafræðingar, dýrafræðingar, eiturefnafræðingar auk annarra fagmanna. Sjálf hélt Elín erindi um gildandi lög og reglugerðir um meindýravarnir. Námskeiðsgjaldið var 30.000 krónur og voru kaffiveitingar innifaldar. Aðspurð segir Elín að rottur og mýs, skordýr og aðrir hryggleysingjar sem valda umtalsverðu tjóni í húsum og híbýlum falli undir lagaskilgreiningar á meindýrum en viðurkennir þó að tjónshugtakið sé álíka loðið og sum þessara kvikinda. "Sá sem biður um þjónustuna verður að meta það sjálfur." Elín, sem er efnafræðingur að mennt, segist sjálf sjaldan eyða dýrum. "Ég er frekar köld fyrir þessu. Ég sé einstaka sinnum silfurskottur heima hjá mér eins og flestir sem búa á svæðum þar sem eru hitaveitur en ég er nú ekkert að kippa mér upp við það."
Innlent Menning Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Fleiri fréttir Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið