Lífið

Hollenskt Queen-koverband

Fókus, sem fylgir DV á föstudögum, fjallar ítarlega um skemmtanalíf landans að venju. Athygli er vakin á Queen-koverbandinu Miracle, sem er frá Hollandi og treður upp í Reykjavík um helgina. Aðdáendaklúbbur Queen á Íslandi flutti kraftaverkadrengina inn. Bandið flytur auðvitað bara þekkstu lög Queen og gerir það að sögn þeirra sem til þekkja ákaflega vel þannig að halda mætti að Freddie sjálfur væri snúinn aftur. Fókus getur fullvissað fólk um að svo sé þó ekki en það er þó tilvalið að skella sér á þessa skemmtun sem verður bæði föstudags- og laugardagskvöld á Nasa. Miðaverð á tónleikana er 2000 kall. Þetta er skemmtun sem mun seint gleymast enda munu öll þekkstu lögin fá að hljóma þannig að stemmarinn ætti að verða sæmilegur þegar á líður kvöldið. Þeir sem hafa brennandi áhuga á kraftaverkadrengjunum geta kíkt á hina einkar smekklegu heimasíðu þeirra.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.