Fleiri fréttir

ÍL-sjóður „stór ó­vissu­þáttur“ í efna­hag ríkis­sjóðs

Þróun efnahags ÍL-sjóðs, sem áður hét Íbúðalánasjóður, er „stór óvissuþáttur“ í langtímaþróun skulda ríkissjóðs í ljósi þess að efnahagur sjóðsins er bæði umfangsmikill og næmur fyrir breytingum á markaðsaðstæðum. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpi ársins 2023 sem fjármála- og efnahagsráðherra kynnti í dag.

„Mikilvægt að það sé skýr ábyrgðarkeðja til staðar,“ segir seðlabankastjóri

Seðlabankastjóri segir sameiningu Fjármálaeftirlitsins og Seðlabankans hafa gengið mjög vel, betur en hann hefði þorað vona, og það hafi orðið „gríðarlegur ábati“ af því að samþætta starfsemi þessara tveggja stofnana. Núverandi fyrirkomulag fjármálaeftirlitsnefndar, sem varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits gegnir formennsku í og fer með víðtækt verksvið, sé hins vegar „mjög flókið“ og þarf að breyta til að ná betur fram þeim markmiðum sem lagt var upp með við sameiningu FME og Seðlabankans í ársbyrjun 2020.

Lífeyrissjóðir settu nær öll atkvæði sín á Pál og Jóhann í stjórnarkjöri Sýnar

Þrír af stærstu lífeyrissjóðunum í hluthafahópi Sýnar, sem ráða samanlagt yfir 26,5 prósenta eignarhlut, settu nær öll atkvæði sín á þá Pál Gíslason og Jóhann Hjartarson í stjórnarkjöri fjölmiðla- og fjarskiptafélagsins í lok síðasta mánaðar og tryggðu þannig að allir þeir stjórnarmenn sem sóttust eftir endurkjöri héldu sætum sínum. Á meðal þeirra sem fékk ekki eitt einasta atkvæði frá sjóðunum var stærsti einkafjárfestirinn í Sýn. 

Aðal­at­riðið að „flýta sér hægt“ þegar kemur að eignar­haldi Ljós­leiðarans

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík og formaður borgarráðs, segir að hún sé „í prinsippinu“ fylgjandi því að skoða breytingar á eignarhaldi opinberra fyrirtækja í samkeppnisrekstri. Slíkar breytingar taki þó tíma og hugmyndir um breytt eignarhald á Ljósleiðaranum hafi ekki enn komið formlega á borð Reykjavíkurborgar.

Fjölgun í hluthafahópi Ljósleiðarans kemur til greina

Ljósleiðarinn og Orkuveita Reykjavíkur hafa til skoðunar að hleypa utanaðkomandi fjárfestum inn í hluthafahóp Ljósleiðarans ef ráðist verður í hlutafjáraukninguna sem er nú í undirbúningi. Þetta staðfestir Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri fjarskiptafélagsins, við Innherja.

Sidekick landar stórum samningi í Sviss og vinnur að frekari fjármögnun

Heilbrigðistæknifyrirtækið Sidekick Health mun hefja samstarf við svissneska fyrirtækið Ypsomed en í því felst að stafrænar heilbrigðislausnir íslenska fyrirtækisins verða samþættar svokölluðum snjall-llyfjapennum (e. smart auto-injectors). Samkvæmt heimildum Innherja er Sidekick jafnframt nálægt því að klára fjármögnunarlotu sem mun gera innlendum fjárfestum kleift að koma inn í hluthafahópinn. 

Akta og Stapi keyptu fyrir um tvo milljarða í útboði Kaldalóns

Fjórir fjárfestar, lífeyrissjóðir og sjóðastýringarfyrirtæki, keyptu mikinn meirihluta allra þeirra hluta sem voru seldir í lokuðu útboði Kaldalóns undir lok síðasta mánaðar þegar fasteignafélagið sótti sér nýtt hlutafé að fjárhæð samtals fjögurra milljarða króna.

Stoðir með yfir 40 prósenta hlut í kaupum fjárfesta á Algalíf

Fjárfestingafélagið Stoðir verður stærsti einstaki hluthafi Algalífs á Reykjanesi, með á bilinu 40 til 45 prósenta eignarhlut, miðað við áætlanir hóps innlendra fjárfesta sem eru á lokametrunum með að kaupa allt hlutafé íslenska líftæknifyrirtækisins.

Fyrirtækjalán tóku 240 milljarða króna stökk á einum fjórðungi

Umfang fyrirtækjalána í fjármálakerfinu jókst um 240 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi en ekki hefur sést viðlíka aukning milli fjórðunga frá árinu 2008. Þetta má lesa úr nýjum tölum um fjármálakerfið sem Seðlabanki Íslands birtir ársfjórðungslega.

ESA blessar 96 milljarða króna mats­hækkanir Fé­lags­bú­staða

ESA, eftirlitsstofnun EFTA, telur sig ekki hafa forsendur til að aðhafast vegna matshækkana á fasteignum Félagsbústaða, dótturfélags Reykjavíkurborgar, eftir að hafa komist að þeirri niðurstöðu að þau brjóti á engan hátt í bága við lög evrópska efnahagssvæðisins. Þetta kemur fram í bréfi sem eftirlitsstofnunin sendi innviðaráðuneytinu í sumar og ráðuneytið afhenti Innherja. 

Reynir hagnaðist um meira en tíu milljarða við söluna í Creditinfo

Reynir Grétarsson, fjárfestir og stofnandi Creditinfo, hagnaðist um rúmlega 10,5 milljarða króna þegar hann seldi meirihluta sinn í íslenska upplýsingafyrirtækinu á liðnu ári til bandaríska framtakssjóðsins Levine Leichtman Capital. Allt hlutafé Creditinfo í viðskiptunum var metið á um 20 milljarða króna en endanlegt kaupverð, sem getur orðið hærra, veltur á tilteknum fjárhagslegum markmiðum.

Krónan gefur eftir samhliða auknum gjaldeyriskaupum lífeyrissjóða

Eftir nánast samfellt styrkingarskeið um langt skeið hefur gengi krónunnar gefið talsvert eftir yfir sumarmánuðina og lækkað um rúmlega fimm prósent. Auknar erlendar fjárfestingar lífeyrissjóðanna eru meðal annars taldar skýra veikinguna og þá hefur gjaldeyrismiðlun Landsbankans staðið að talsverðum gjaldeyriskaupum fyrir viðskiptavini á síðustu vikum, að sögn sérfræðinga á markaði.

Hlutdeildarfélag Marels komið í greiðsluþrot

Stranda Prolog, norskur framleiðandi hátæknilausna fyrir laxaiðnað sem Marel á 40 prósenta hlut í, hefur lýst sig gjaldþrota, samkvæmt frétt á heimasíðu íslenska tæknifyrirtækisins.

Borgin sýpur seyðið af lausatökum

Reykjavíkurborg var í fararbroddi sveitarfélaga þegar kom að því að skapa störf í heimsfaraldrinum. Á milli áranna 2019 og 2021 fjölgaði stöðugildum hjá borginni um tæplega eitt þúsund að meðaltali – hlutfallsleg aukning var um 13,5 prósent – sem var mun meiri fjölgun en greina mátti í rekstri annarra sveitarfélaga.

Sjóðir Akta stækka stöðu sína í SKEL á meðan Jakob Valgeir selur

Sjóðir í stýringu Akta meira en tvöfölduðu eignarhlut sinn í SKEL í liðnum mánuði og fara núna með að lágmarki um 2,3 prósenta eignarhlut í fjárfestingafélaginu. Samanlagður hlutur Akta, sem kom fyrst inn í hluthafahóp SKEL í júní síðastliðnum, gerir sjóðastýringarfyrirtækið að sjöunda stærsta hluthafa félagsins.

Jón Þór ráðgjafi við úttekt á sölunni á Íslandsbanka

Jón Þór Sturluson, forseti viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík og fyrrverandi aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins, er sérstakur ráðgjafi Ríkisendurskoðunar við vinnu stofnunarinnar að stjórnsýsluúttekt á sölu ríkissjóðs á 22,5 prósenta eignarhlut í Íslandsbanka í útboði til fagfjárfesta í mars á þessu ári.

Sling selt á nærri níu milljarða króna til bandarísks tæknirisa

Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Sling, sem var stofnað af Helga Hermannssyni fyrir um sjö árum síðan, var keypt fyrr í sumar á samtals um 60,6 miljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 8,6 milljarða króna á gengi dagsins í dag, af bandaríska tæknifyrirtækinu Toast. Stærstur hluti kaupverðsins var í formi reiðufjár en stjórnendur Sling fengu einnig afhent hlutabréf í Toast sem skráð í kauphöllinni í New York (NYSE).

Eignir í stýringu Akta lækka um þriðjung, miklar innlausnir í stærstu sjóðunum

Mikill samdráttur einkenndi rekstur og afkomu sjóðastýringarfyrirtækisins Akta, sem hefur vaxið mjög hratt á skömmum tíma, á fyrri helmingi þessa árs samhliða erfiðum aðstæðum á fjármálamörkuðum. Akta hagnaðist aðeins um 2,5 milljónir, borið saman við 1,3 milljarða hagnað á sama tíma fyrir ári, og margra milljarða króna útflæði var úr helstu fjárfestingarsjóðum í stýringu félagsins.

Telja ólíklegt að „svört“ verðbólguspá Seðlabankans muni ganga eftir

Nýjustu hagtölur sem sýna að verðbólgan er tekin að hjaðna og hagvöxtur reyndist minni á árinu en Seðlabankinn var áður búinn að spá gefur væntingar um að peningastefnunefnd muni ekki fara í aðra skarpa vaxtahækkun. Ólíklegt er að „svört“ spá Seðlabankans um nærri 11 prósenta verðbólgu í í lok árs muni ganga eftir, að mati sérfræðinga á fjármálamarkaði.

Halla ráðin yfirmaður eignastýringar LSR

Halla Kristjánsdóttir hefur verið ráðin sem nýr forstöðumaður eignastýringar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR), stærsta lífeyrissjóði landsins, samkvæmt heimildum Innherja.

Fjár­festa­kynning gaf eftir­litinu á­stæðu til í­hlutunar

Samkeppniseftirlitið telur að matarpakkafélagið Eldum rétt sé mögulegur keppinautur Haga á dagvörumarkaði og sömuleiðis að Hagar séu mögulegur keppinautur á markaðinum fyrir samsetta matarpakka. Þessi ályktun, sem helgast meðal annars af atriðum í fjárfestakynningu frá því í október 2021, kemur fram í frummati Samkeppniseftirlitsins á samruna fyrirtækjanna tveggja. 

Gildi kaus mun oftar en aðrir sjóðir gegn tillögum stjórna

Á síðustu tveimur árum hefur Gildi lífeyrissjóður greitt atkvæði gegn tillögum stjórna mun oftar en aðrir lífeyrissjóðir samkvæmt samantekt Innherja á því hvernig stærstu sjóðir landsins beita sér á aðalfundum skráðra félaga. Davíð Rúdólfsson, forstöðumaður eignarstýringar Gildis, segir að sjóðnum beri skylda til að sinna hlutverki sínu sem stór hluthafi í innlendum félögum og láta sig málefni þeirra varða.

Reynir með yfir 80 prósenta hlut í Gavia Invest

Reynir Finndal Grétarsson, stofnandi Creditinfo, er langsamlega umsvifamestur þeirra fjárfesta sem standa að baki félaginu Gavia Invest sem keypti meðal annars allan hlut fráfarandi forstjóra Sýnar og er í dag stærsti einstaki hluthafi fjölmiðla- og fjarskiptafélagsins.

Rúnar hættir í eigin viðskiptum hjá Arion banka

Rúnar Friðriksson, sem hefur starfað í eigin viðskiptum Arion banka síðustu ár, er hættur hjá bankanum, samkvæmt heimildum Innherja. Hann sagði starfi sínu lausu í dag en það mun skýrast fljótlega hver verður fenginn til að taka við af honum innan bankans. 

Kostnaður Festar vegna kunnáttumanns minnkaði til muna

Kostnaður Festar vegna starfa óháðs kunnáttumanns hefur dregist verulega saman frá því að smásölufélagið vakti athygli á kostnaðinum vorið 2021. Þetta kemur fram í svari Festar við fyrirspurn Innherja. 

Fyrrverandi bankastjóri Landsbankans kemur inn í stjórn CRI

Stokkað hefur verið upp í stjórn íslenska tæknifyrirtækisins Carbon Recycling International (CRI) og þá hefur Sigurlína Ingvarsdóttir, sjálfstætt starfandi ráðgjafi og fjárfestir, tekið við sem stjórnarformaður en hún hefur setið í stjórn CRI frá því vorið 2021 þegar félagið Eyrir Invest kom inn í hluthafahóp CRI sem leiðandi fjárfestir.

Betri samgöngur í viðræðum við ríkið um lánasamning

Betri samgöngur, opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu, hafa átt í viðræðum við fjármála- og efnahagsráðuneytið og Seðlabanka Íslands um fjármögnun félagsins með aðkomu ríkissjóðs.

Verðbólgan verður ekki sigruð fyrr en allir róa í sömu átt

Á meðan útlit er fyrir kreppuverðbólgu í mörgum öðrum löndum, tímabil hárrar verðbólgu og efnahagssamdráttar, eru hagvaxtarhorfur hér á landi með besta móti. Í krafti mikils óskuldsetts gjaldeyrisforða, sjálfstæðrar peningastefnu og sjálfbærrar endurnýjanlegar grænnar orku – á tímum þegar mörg önnur Evrópuríki glíma við meiriháttar orkukreppu – höfum við allar forsendur til að vinna smám saman bug á verðbólgunni. Það gerist samt aðeins ef allir armar hagstjórnarinnar róa í sömu átt.

Íslensk félög fá meira vægi í vísitölum FTSE

Íslensk fyrirtæki verða fleiri og fá meira vægi í vísitölum FTSE Russell en áður var búist við. Forstjóri Kauphallar Íslands segir að aukið vægi í vísitölunum geti þýtt meira innflæði af erlendu fjármagni inn á hlutabréfamarkaðinn.

Ná samkomulagi um fjárfestingu í vetnisframleiðslu fyrir um 20 milljarða

HS Orka og alþjóðlega orkufyrirtækið Hydrogen Ventures Limited (H2V) hafa náð samkomulagi um orkuverð og aðra skilmála vegna fyrirhugaðrar vetnisframleiðslu á Íslandi sem verður nýtt við framleiðslu metanóls í Auðlindagarði HS Orku. Áætluð fjárfesting er um 150 milljónir evra, jafnvirði um 21 milljarður íslenskra króna.

Hagnaður Stefnis minnkar um 16 prósent í „mjög krefjandi“ fjárfestingarumhverfi

Sjóðastýringarfyrirtækið Stefnir, sem er í eigu Arion banka, hagnaðist um 529 milljónir króna á fyrri hluta ársins og dróst hann saman tæplega 16 prósent frá sama tímabili í fyrra þegar félagið skilaði 629 milljónum í hagnað. Eignir í virkri stýringu félagsins lækkuðu um 14 milljarða frá áramótum og eru nú um 274 milljarðar.

Talað í kross í peningastefnunefnd

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri vakti athygli á því að „nánast engir“ erlendir sjóðir væru á meðal eigenda að íslenskum ríkisbréfum. Samkvæmt tölum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er algengt að hlutdeild erlendra sjóða í ríkisskuldabréfum nýmarkaðsríkja sé á bilinu 10 til 30 prósent. Á síðasta áratug sveiflaðist hlutfallið á Íslandi á milli 15 til 20 prósenta en það lækkaði snarplega á síðari hluta árs 2020 þegar umsvifamiklir fjárfestingasjóðir á borð við Bluebay Asset Management seldu öll sín bréf.

Sjóðastýringarrisinn Capital minnkar við hlut sinn í ISB fyrir um 800 milljónir

Sjóðir í stýringu bandaríska félagsins Captal Group, sem hefur verið einn stærsti eigandi Íslandsbanka allt frá því að hann var skráður á markað í júní í fyrra, hefur á síðustu dögum og vikum verið að minnka við hlut sinn í bankanum. Eignarhlutur sjóðastýringarrisans er nú kominn undir fimm prósent.

Fjárfestar selt úr sjóðum fyrir um tólf milljarða eftir stríðsátökin í Úkraínu

Fjárfestar héldu áfram að selja sig út úr íslenskum verðbréfasjóðum í júlí þrátt fyrir að hlutabréfamarkaðir hafi rétt verulega úr kútnum í liðnum mánuði. Stöðugt útflæði hefur verið úr hlutabréfasjóðum og blönduðum sjóðum eftir innrás Rússa í Úkraínu í lok febrúar en samanlagt nemur það yfir tólf milljörðum króna frá þeim tíma.

Hluthafar stundum „fullfljótir að taka eigið fé út úr félögum,“ segir forstjóri Brims

Forstjóri og langsamlega stærsti eigandi Brims segist ekki vera fylgjandi því að nýta sterka fjárhagsstöðu sjávarútvegsrisans með því að ráðast í sérstakar aðgerðir til að greiða út umfram eigið fé félagsins til hluthafa. Skuldahlutfall Brims hefur sjaldan eða aldrei verið lægra en nú og handbært fé fyrirtækisins var um 20 milljarðar króna um mitt þetta ár.

Orku­veitan freistar þess að fá al­þjóð­legt fjár­magn inn í rekstur Car­b­fix

Orkuveita Reykjavíkur mun hefja undirbúning að hlutafjármögnun dótturfélagsins Carbfix sem gæti numið um 1,4 milljörðum króna. Fjöldi alþjóðlegra fjárfesta, þar á meðal Credit Suisse og og fjárfestingaarmur norska ríkisolíufélagsins Equinor, hefur lýst yfir áhuga á því að koma að uppbyggingu íslenska nýsköpunarfyrirtækisins.

Tímaspursmál hvenær erlendir sjóðir koma inn á skuldabréfamarkaðinn

Hverfandi hlutdeild erlendra fjárfestingarsjóða á íslenskum skuldabréfamarkaði, sem hefur sjaldan eða aldrei verið minni í sögunni, er „óheppileg“ að mati seðlabankastjóra. Langtímavaxtamunur Íslands við Bandaríkin hefur lítið hækkað þrátt fyrir að ávöxtunarkrafa lengri ríkisbréfa hafi rokið upp síðustu misseri og sé í dag nálægt sex prósentum.

Ætlar að ná niður verðbólgunni svo það verði um „eitthvað að semja“

Skýr teikn eru á lofti um að það sé að myndast ofþensla í þjóðarbúskapnum. Það birtist í blússandi gangi í einkaneyslu, sem jókst um 14 prósent á milli ára á öðrum fjórðungi, skorti á starfsfólki og hækkandi verðbólgu sem gæti nálgast 11 prósent í árslok. Verði samið um launahækkanir í komandi kjarasamningum nálægt núverandi verðbólgu mun Seðlabankinn ekki geta setið aðgerðalaus hjá.

Ás­geir: Krónan töluð niður ef hún sveiflaðist jafn­mikið og evran

Ef gengi íslensku krónunnar sveiflaðist jafn mikið og gengi evru gagnvart Bandaríkjadal hefur gert yrði eflaust skrifað um það í íslenskum fjölmiðlum og bent á hversu slæmur gjaldmiðill krónan væri. Þetta kom fram í máli Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra á kynningarfundi peningastefnunefndar í morgun.

„Svört verð­bólgu­spá“ SÍ fór öfugt ofan í markaðinn

Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hefur lækkað um rúmlega eitt prósent í dag og ávöxtunarkrafan á styttri óverðtryggð ríkisbréf hefur rokið upp eftir að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands birti ákvörðun sína um að hækka vexti um 75 punkta. Lítilleg hækkun á Marel, sem vegur þungt í vísitölunni, hefur vegið upp á móti töluverðum lækkunum hjá öðrum skráðum félögum. 

Seðlabankinn hækkar stýrivexti í 5,5 prósent, ekki verið hærri í sex ár

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,75 prósentur. Meginvextir bankans verða því 5,5 prósent. Verðbólguhorfur hafa versnað samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Seðlabankans og er gert ráð fyrir að verðbólgan nái hámarki undir lok ársins og verði þá tæplega 11 prósent.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.