Innherji

Ætlar að ná niður verðbólgunni svo það verði um „eitthvað að semja“

Hörður Ægisson skrifar
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að þrátt fyrir að hafa „áhyggjur af því að allt sé að rjúka af stað og að bankinn þurfi gera meira en ella til að halda aftur af eftirspurninni“ þá sé staðan hér á landi sé afar sterk á flesta mælikvarða.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að þrátt fyrir að hafa „áhyggjur af því að allt sé að rjúka af stað og að bankinn þurfi gera meira en ella til að halda aftur af eftirspurninni“ þá sé staðan hér á landi sé afar sterk á flesta mælikvarða. Vísir/Vilhelm

Skýr teikn eru á lofti um að það sé að myndast ofþensla í þjóðarbúskapnum. Það birtist í blússandi gangi í einkaneyslu, sem jókst um 14 prósent á milli ára á öðrum fjórðungi, skorti á starfsfólki og hækkandi verðbólgu sem gæti nálgast 11 prósent í árslok. Verði samið um launahækkanir í komandi kjarasamningum nálægt núverandi verðbólgu mun Seðlabankinn ekki geta setið aðgerðalaus hjá.


Tengdar fréttir

Ás­geir: Krónan töluð niður ef hún sveiflaðist jafn­mikið og evran

Ef gengi íslensku krónunnar sveiflaðist jafn mikið og gengi evru gagnvart Bandaríkjadal hefur gert yrði eflaust skrifað um það í íslenskum fjölmiðlum og bent á hversu slæmur gjaldmiðill krónan væri. Þetta kom fram í máli Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra á kynningarfundi peningastefnunefndar í morgun.

Skörp vaxtahækkun liggur í loftinu

Meirihluti markaðsaðila gerir ráð fyrir því, samkvæmt könnun Innherja, að Seðlabanki Íslands hækki vexti um 75 punkta eða meira á næsta vaxtaákvörðunarfundi bankans á miðvikudaginn. Skiptar skoðanir eru á því hvort Seðlabankinn vilji eiga inni vaxtahækkanir fyrir komandi kjaraviðræður eða senda skýr skilaboð áður en viðræðurnar hefjast.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×