Fleiri fréttir

Góður leikur Al­dísar Ástu dugði ekki

Aldís Ásta Heimisdóttir átti góðan leik í liði Skara í efstu deild sænska handboltans í kvöld. Það dugði þó ekki til þar sem lið hennar Skara mátti þola tveggja marka tap á útivelli gegn Skuru.

Samningi Lovísu í Noregi rift

Lovísa Thompson, landsliðskona í handbolta, mun ekki klára tímabilið með Tertnes í Noregi en samningi hennar þar var rift þar sem hún er að glíma við meiðsli og er frá keppni.

Snorri Steinn: Slen ekki afsökun eftir sex vikna pásu

Valur vann fjögurra marka sigur á Gróttu 28-32. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var ánægður með sigurinn þar sem Valur komst í fyrsta sinn yfir þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum.

Hörður styrkir sig enn frekar og sá franski missir ekki af leik

Hörður frá Ísafirði hefur fengið þrjá nýja erlenda leikmenn til liðs við sig fyrir komandi átök í Olís-deild karla í handbolta. Þar á meðal er franski reynsluboltinn Leó Renaud-David sem búist var við að myndi missa af fyrsta leik félagsins eftir HM-pásuna vegna klúðurs í skráningu leikmannsins.

Forsetinn gat ekki lyft bikarnum

Niklas Landin, markvörður og fyrirliði Danmerkur í handbolta, var fljótur að hugsa þegar hann sá að Hassan Moustafa, forseti alþjóða handboltasambandsins, ætti ekki möguleika á að lofta heimsmeistarabikarnum til að rétta Landin hann.

Timbrað ungstirni: „Höfuðið er nokkuð þungt“

Simon Pytlick, ein af hetjum danska handboltalandsliðsins á HM, var ekki í sínu besta ástandi þegar hann fagnaði heimsmeistaratitlinum á ráðhústorginu í Kaupmannahöfn ásamt félögum sínum. En glaður var hann.

„Hafa verið góðir að fá nýja menn inn“

Áhugavert verður að sjá hvort Danir geti viðhaldið árangri sínum í handbolta þegar reynsluboltar liðsins hætta. Þetta segir Arnór Atlason, fyrrverandi landsliðsmaður og núverandi aðstoðarþjálfari stórliðs Álaborgar í Danmörku. Danska landsliðið varð heimsmeistari þriðja skiptið í röð með sigri á Frakklandi í gær, sunnudag.

Skítsama um markakóngstitilinn

Dananum Mathias Gidsel var slétt sama þótt hann hafi orðið markakóngur heimsmeistaramótsins í handbolta 2023. 

Bjarki og Gísli héldu sér báðir meðal fimm efstu á HM

Íslensku landsliðsmennirnir Bjarki Már Elísson og Gísli Þorgeir Kristjánsson luku keppni á heimsmeistaramótinu viku áður en mótinu lauk en það voru hins ekki margir sem enduðu fyrir ofan þá á tveimur tölfræðilistum.

Fimmtíu bestu á öldinni: Fylgt úr hlaði

Vísir réðst í það viðamikla verkefni að setja saman lista yfir fimmtíu bestu leikmenn efstu deildar karla í handbolta á þessari öld. Hann birtist á næstu dögum.

Stjarnan í hum­átt á eftir topp­liðunum

Stjarnan lagði Selfoss með fjögurra marka mun, 26-22, í Olís deild kvenna í handbolta. Sigur Stjörnunnar þýðir að liðið er þremur stigum á eftir toppliðum ÍBV og Vals.

Frakkar mæta Dönum í úr­slitum

Það verða Frakkland og Danmörk sem mætast í úrslitum HM í handbolta á sunnudaginn kemur. Frakkar unnu Svía með fimm marka mun nú í kvöld, lokatölur 31-26.

Á­fram tapa Ung­verjar

Það verða Norðmenn sem mæta Þjóðverjum í leiknum um 5. sætið á HM í handbolta. Noregur vann Ungverjaland með 8 marka mun nú rétt í þessu, lokatölur 33-25.

Alfreð í leik um fimmta sæti eftir æsispennu

Alfreð Gíslason stýrði Þýskalandi til sigurs í framlengdum leik gegn Egyptalandi á HM í handbolta í dag, 35-34. Þar með er ljóst að Þjóðverjar spila við sigurliðið úr leik Noregs og Ungverjalands um 5. sæti mótsins.

Franska liðið í sjokki eftir að upp komst um barna­níðinginn

Bruno Martini, fyrrverandi markvörður franska handboltalandsliðsins, hefur verið dæmdur í eins árs skilorðsbundið fangelsi fyrir barnaníð. Nikola Karabatic segir það vissulega hafa verið áfall fyrir leikmenn landsliðsins að heyra þær fréttir, á miðju heimsmeistaramóti.

Felldi tár og svaf varla dúr

Jim Gottfridsson, aðalstjarna Svía og besti leikmaður EM í fyrra, spilar ekki meira á heimsmeistaramótinu í handbolta eftir að hafa meiðst í sigrinum gegn Egyptalandi í gær.

Sjá næstu 50 fréttir