Svíþjóð tók hins vegar frumkvæðið í leiknum til að byrja með og leiddu í leikhléi 22-18.
Spánverjar náðu sannarlega að ráða ráðum sínum í leikhléi því þeir voru miklu betri á öllum sviðum í síðari hálfleik. Voru Spánverjar fljótir að vinna upp forskot Svía og fór að lokum svo að Spánn vann nokkuð öruggan þriggja marka sigur, 39-36.
Adrian Trejo var atkvæðamestur Spánverja með níu mörk, jafnmörg mörg og Hampus Wanne sem var markahæstur Svía.