Hetja Dana var búinn að panta lestarmiða heim á miðju móti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2023 16:01 Rasmus Lauge Schmidt fagnar með liðsfélögum sínum í danska landsliðinu. AP/Jessica Gow Rasmus Lauge átti stórkostlegan leik þegar Danir tryggðu sér heimsmeistaratitilinn í handbolta í gær en þessi frammistaða hans komu heldur betur úr óvæntri átt. Lauge skoraði tíu mörk úr ellefu skotum í leiknum og kom til bjargar eftir að Mikkel Hansen fann sig ekki á móti frönsku vörninni. Lauge fékk mikið hrós frá liðsfélögunum sínum eftir leik en hann varð þarna aðeins sjötti leikmaður sögunnar sem nær að skora tíu mörk í úrslitaleik heimsmeistaramótsins. Það merkilegasta við frammistöðu Lauge var að hann hafði aðeins spilað 23 mínútur í mótinu fyrir úrslitaleikinn og ekki skorað eitt einasta mark á öllu heimsmeistaramótinu. Öll þrjú skotin hans höfðu misfarist fyrir leikinn og hann hafði aðallega spilað í vörninni þegar hann kom við sögu. Rasmus Lauge meiddist nefnilega fyrir mótið og það leit út fyrir að hann myndi missa af öllu heimsmeistaramótinu. Danske medier hylder Lauge og landstræner efter VM-triumf https://t.co/yljocABohL #hndbld #håndbold pic.twitter.com/2pHum6bs33— JP Sport (@sportenJP) January 30, 2023 Hann var búinn að bóka lestarmiða heim en síðasta prófið sem hann fór í kom nægilega vel út þannig að hann gerði það ekki. „Ég hef aldrei séð annað eins. Þetta er mjög aðdáunarvert,“ sagði Mikkel Hansen um frammistöðu Rasmus Lauge eftir úrslitaleikinn „Þetta er eitt það fallegasta sem ég hef séð. Það var ekki meira en vika síðan að hann reifst við Nikolaj (Jacobsen, þjálfara), um hvort hann yrði sendur heim. Ég stóð þá, horfði á hann og dáðist að honum. Hann var svo stoltur. Það er málið. Hann veit um hvað þetta snýst. Hann er einn sá besti í heimi en hefur bara verið óheppinn,“ sagði Mathias Gidsel, sem var sjálfur kosinn mikilvægasti leikmaður mótsins. Rasmus Lauge kemur hér Dönum í fjögurra marka forskot og Frakkar virðast ráðalausir hér fyrstu mínútur leiksins. pic.twitter.com/rtmbtH4PoZ— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 29, 2023 HM 2023 í handbolta Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Enski boltinn Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Sjá meira
Lauge skoraði tíu mörk úr ellefu skotum í leiknum og kom til bjargar eftir að Mikkel Hansen fann sig ekki á móti frönsku vörninni. Lauge fékk mikið hrós frá liðsfélögunum sínum eftir leik en hann varð þarna aðeins sjötti leikmaður sögunnar sem nær að skora tíu mörk í úrslitaleik heimsmeistaramótsins. Það merkilegasta við frammistöðu Lauge var að hann hafði aðeins spilað 23 mínútur í mótinu fyrir úrslitaleikinn og ekki skorað eitt einasta mark á öllu heimsmeistaramótinu. Öll þrjú skotin hans höfðu misfarist fyrir leikinn og hann hafði aðallega spilað í vörninni þegar hann kom við sögu. Rasmus Lauge meiddist nefnilega fyrir mótið og það leit út fyrir að hann myndi missa af öllu heimsmeistaramótinu. Danske medier hylder Lauge og landstræner efter VM-triumf https://t.co/yljocABohL #hndbld #håndbold pic.twitter.com/2pHum6bs33— JP Sport (@sportenJP) January 30, 2023 Hann var búinn að bóka lestarmiða heim en síðasta prófið sem hann fór í kom nægilega vel út þannig að hann gerði það ekki. „Ég hef aldrei séð annað eins. Þetta er mjög aðdáunarvert,“ sagði Mikkel Hansen um frammistöðu Rasmus Lauge eftir úrslitaleikinn „Þetta er eitt það fallegasta sem ég hef séð. Það var ekki meira en vika síðan að hann reifst við Nikolaj (Jacobsen, þjálfara), um hvort hann yrði sendur heim. Ég stóð þá, horfði á hann og dáðist að honum. Hann var svo stoltur. Það er málið. Hann veit um hvað þetta snýst. Hann er einn sá besti í heimi en hefur bara verið óheppinn,“ sagði Mathias Gidsel, sem var sjálfur kosinn mikilvægasti leikmaður mótsins. Rasmus Lauge kemur hér Dönum í fjögurra marka forskot og Frakkar virðast ráðalausir hér fyrstu mínútur leiksins. pic.twitter.com/rtmbtH4PoZ— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 29, 2023
HM 2023 í handbolta Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Enski boltinn Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Sjá meira