Handbolti

Fyrsti leikurinn í Olís deild karla í fimmtíu daga í beinni í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stiven Tobar Valencia og félagar í Vals mæta aftur til leiks í kvöld eftir gott frí.
Stiven Tobar Valencia og félagar í Vals mæta aftur til leiks í kvöld eftir gott frí. Vísir/Hulda Margrét

Olís deild karla í handbolta fer aftur í dag eftir jóla- og HM-frí. Grótta tekur þá á móti Íslands- og bikarmeisturum Vals út á Seltjarnarnesi.

Fyrsti leikurinn á nýju ári átti að fara fram um helgina en þá var leik Harðar og ÍBV frestað vegna veðurs.

Leikur Gróttu og Vals, frestaðs leiks úr sjöundu umferð í lok október, verður því fyrsti leikurinn í deildinni á þessu ári.

Leikurinn hefst klukkan 19.30 Hertz höllinni og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.

Síðustu leikir í Olís deildinni fóru fram 12. desember síðastliðinn en í dag eru einmitt liðnir fimmtíu dagar frá þeim.

Grótta spilaði á þeim degi en síðasti deildarleikur Valsmanna var 9. desember. Valsmenn eru því að spila fyrsta deildarleik sinn í 53 daga.

Valsmenn eru með fjögurra stiga forystu á toppnum og tólf stigum meira en Gróttumenn sem sitja í níunda sæti. Grótta á aftur á móti tvo leiki inni á liðið sem er tveimur stigum fyrir ofan þá.


Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×