Ósáttur við ábyrgðarleysi leikmanna: „Voru í markaðssetningu á sjálfum sér inni á miðju móti“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. janúar 2023 09:01 Einar Jónsson tók upp hanskann fyrir Guðmund Guðmundsson í Pallborðinu. vísir/vilhelm Leikmenn íslenska karlalandsliðsins í handbolta eiga ekki að vera undanskildir gagnrýni vegna framgöngu liðsins á HM í Svíþjóð og Póllandi. Þetta segir Einar Jónsson, þjálfari Fram. Landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson hefur fengið mikla gagnrýni eftir heimsmeistaramótið. Einari finnst þó leikmenn íslenska liðsins sleppa heldur billega enda beri þeir gríðarlega mikla ábyrgð á genginu í Svíþjóð. Einar var gestur Stefáns Árna Pálssonar í Pallborðinu ásamt Guðjóni Guðmundssyni og Theodóri Inga Pálmasyni. „Nú verð ég að taka upp hanskann fyrir Guðmund. Auðvitað ber hann ábyrgð og hann má alveg líta í eigin barm. Allir þjálfarar hljóta að gera það, alveg sama hvernig gengur. Mér finnst það eðlileg vinnubrögð. En í alvöru talað, ætla menn bara að kasta þjálfaranum eða þjálfarateyminu undir rútuna,“ sagði Einar í Pallborðinu. Einari fannst einbeiting leikmanna á köflum ekki vera á réttum stað á HM. „En hvað með leikmennina? Ég ætla að nefna eitt dæmi. Leikmenn voru í, ég veit ekki, markaðssetningu á sjálfum sér inni á miðju stórmóti,“ sagði Einar. „Maður er að hlusta á þá í einhverjum útvarpsþáttum. Heyrðu, kommon. Við erum á stórmóti. Einbeittu þér bara að því verkefni sem þú ert í. Það eru væntanlega blaðamannafundir á tilgreindum tímum eða þið hafið aðgang að leikmönnum á ákveðnum tímum. Þá erum við bara að ræða handbolta eða mótið. Auðvitað má þetta vera á léttum nótum en þar fyrir utan áttu að einbeita þér að þessu verkefni. Þarna finnst mér leikmenn algjörlega klikka.“ Klippa: Pallborðið - Ábyrgðarlausir landsliðsmenn Einari þótti leikmenn íslenska liðsins ekki vera nógu duglegir að taka ábyrgð á sínum þætti í gengi þess á HM. „Það er ekki bara hægt að kasta þjálfaranum fyrir rútuna. Það er fullt af öðrum mönnum sem þurfa að bera ábyrgð og taka ábyrgð. Hafiði hlustað á viðtal við einhvern leikmann sem sagði ég fann mig ekki og tek þetta á mig,“ sagði Einar. Stefán Árni benti honum á að Elliði Snær Viðarsson hefði verið mjög gagnrýninn í eigin garð eftir tapið fyrir Svíum en annars var fátt um svör í þessum efnum. Horfa má á umræðuna úr Pallborðinu í spilaranum hér fyrir ofan. Pallborðið Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Fleiri fréttir Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Sjá meira
Landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson hefur fengið mikla gagnrýni eftir heimsmeistaramótið. Einari finnst þó leikmenn íslenska liðsins sleppa heldur billega enda beri þeir gríðarlega mikla ábyrgð á genginu í Svíþjóð. Einar var gestur Stefáns Árna Pálssonar í Pallborðinu ásamt Guðjóni Guðmundssyni og Theodóri Inga Pálmasyni. „Nú verð ég að taka upp hanskann fyrir Guðmund. Auðvitað ber hann ábyrgð og hann má alveg líta í eigin barm. Allir þjálfarar hljóta að gera það, alveg sama hvernig gengur. Mér finnst það eðlileg vinnubrögð. En í alvöru talað, ætla menn bara að kasta þjálfaranum eða þjálfarateyminu undir rútuna,“ sagði Einar í Pallborðinu. Einari fannst einbeiting leikmanna á köflum ekki vera á réttum stað á HM. „En hvað með leikmennina? Ég ætla að nefna eitt dæmi. Leikmenn voru í, ég veit ekki, markaðssetningu á sjálfum sér inni á miðju stórmóti,“ sagði Einar. „Maður er að hlusta á þá í einhverjum útvarpsþáttum. Heyrðu, kommon. Við erum á stórmóti. Einbeittu þér bara að því verkefni sem þú ert í. Það eru væntanlega blaðamannafundir á tilgreindum tímum eða þið hafið aðgang að leikmönnum á ákveðnum tímum. Þá erum við bara að ræða handbolta eða mótið. Auðvitað má þetta vera á léttum nótum en þar fyrir utan áttu að einbeita þér að þessu verkefni. Þarna finnst mér leikmenn algjörlega klikka.“ Klippa: Pallborðið - Ábyrgðarlausir landsliðsmenn Einari þótti leikmenn íslenska liðsins ekki vera nógu duglegir að taka ábyrgð á sínum þætti í gengi þess á HM. „Það er ekki bara hægt að kasta þjálfaranum fyrir rútuna. Það er fullt af öðrum mönnum sem þurfa að bera ábyrgð og taka ábyrgð. Hafiði hlustað á viðtal við einhvern leikmann sem sagði ég fann mig ekki og tek þetta á mig,“ sagði Einar. Stefán Árni benti honum á að Elliði Snær Viðarsson hefði verið mjög gagnrýninn í eigin garð eftir tapið fyrir Svíum en annars var fátt um svör í þessum efnum. Horfa má á umræðuna úr Pallborðinu í spilaranum hér fyrir ofan.
Pallborðið Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Fleiri fréttir Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Sjá meira