Alfreð gagnrýnir fyrirkomulag HM: „Gátum ekki undirbúið okkur“ Sindri Sverrisson skrifar 26. janúar 2023 17:01 Alfreð Gíslason er landsliðsþjálfari Þýskalands sem mun nú spila um 5.-8. sæti á HM. Getty/Jan Woitas Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari Þýskalands, óskaði Frökkum til hamingju með sigurinn í 8-liða úrslitum HM í gær en benti á hve ósanngjörn dagskrá mótsins, sem fram fer í Póllandi og Svíþjóð, væri. Það bitnaði á Þjóðverjum. Frakkar reyndust sterkari síðustu tuttugu mínúturnar gegn Þýskalandi í gær og unnu að lokum 35-28, eftir að staðan hafði verið 16-16 í hálfleik. Þjóðverjar höfðu aðeins fengið einn dag í hvíld frá síðasta leik sínum í milliriðli, sem leikinn var í Katowice, á meðan að Frakkar höfðu fengið tvo daga frá því að milliriðli þeirra í Kraká lauk. Liðin ferðuðust svo innan Póllands til Gdansk þar sem leikurinn í gær var spilaður, og þurfa núna að ferðast til Stokkhólms þar sem mótið verður klárað. „Það sem angrar mig svolítið er dagskráin. Það er munur á því að fá tvo daga í hvíld fyrir svona leik í staðinn fyrir einn eins og við fengum. Þetta skipti miklu máli,“ sagði Alfreð en Þjóðverjar þurftu að nýta hvíldardaginn sinn í að fljúga frá Katowice til Gdansk eftir erfiðan leik gegn Noregi. „Þetta var mikið álag. Eiginlega þannig að við gátum ekki undirbúið okkur fyrir leikinn,“ sagði Alfreð og bætti við: „Það er synd að þegar HM er haldið í fleiri en einu landi skuli eitt lið lenda svona mikið verr í því en annað. Það er auðvitað ekki ákjósanlegt að eitt lið þurfi að ferðast en annað ekki. Það er ekkert hægt að fegra það neitt. Þetta er umtalsverð byrði fyrir liðið sem þarf að ferðast,“ sagði Alfreð áður en hann lagði af stað frá Póllandi til Svíþjóðar þar sem næstu andstæðingar, Egyptar, hafa dvalið allt mótið. Sigurliðið í leik Þýskalands og Egyptalands á morgun leikur um 5. sæti á HM en tapliðið um 7. sæti. „Þetta verður ekki auðvelt því nú tekur við annar ferðadagur. Við höfum ekki mikinn tíma. En við munum leggja allt í sölurnar í leiknum til að ná sem bestum úrslitum,“ sagði Alfreð. HM 2023 í handbolta Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Fleiri fréttir Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Sjá meira
Frakkar reyndust sterkari síðustu tuttugu mínúturnar gegn Þýskalandi í gær og unnu að lokum 35-28, eftir að staðan hafði verið 16-16 í hálfleik. Þjóðverjar höfðu aðeins fengið einn dag í hvíld frá síðasta leik sínum í milliriðli, sem leikinn var í Katowice, á meðan að Frakkar höfðu fengið tvo daga frá því að milliriðli þeirra í Kraká lauk. Liðin ferðuðust svo innan Póllands til Gdansk þar sem leikurinn í gær var spilaður, og þurfa núna að ferðast til Stokkhólms þar sem mótið verður klárað. „Það sem angrar mig svolítið er dagskráin. Það er munur á því að fá tvo daga í hvíld fyrir svona leik í staðinn fyrir einn eins og við fengum. Þetta skipti miklu máli,“ sagði Alfreð en Þjóðverjar þurftu að nýta hvíldardaginn sinn í að fljúga frá Katowice til Gdansk eftir erfiðan leik gegn Noregi. „Þetta var mikið álag. Eiginlega þannig að við gátum ekki undirbúið okkur fyrir leikinn,“ sagði Alfreð og bætti við: „Það er synd að þegar HM er haldið í fleiri en einu landi skuli eitt lið lenda svona mikið verr í því en annað. Það er auðvitað ekki ákjósanlegt að eitt lið þurfi að ferðast en annað ekki. Það er ekkert hægt að fegra það neitt. Þetta er umtalsverð byrði fyrir liðið sem þarf að ferðast,“ sagði Alfreð áður en hann lagði af stað frá Póllandi til Svíþjóðar þar sem næstu andstæðingar, Egyptar, hafa dvalið allt mótið. Sigurliðið í leik Þýskalands og Egyptalands á morgun leikur um 5. sæti á HM en tapliðið um 7. sæti. „Þetta verður ekki auðvelt því nú tekur við annar ferðadagur. Við höfum ekki mikinn tíma. En við munum leggja allt í sölurnar í leiknum til að ná sem bestum úrslitum,“ sagði Alfreð.
HM 2023 í handbolta Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Fleiri fréttir Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Sjá meira