Handbolti

Egyptar lögðu Ungverja í tvíframlengdum leik

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Egyptar gátu leyft sér að fagna í dag.
Egyptar gátu leyft sér að fagna í dag. vísir/Getty

Egyptar hafna í sjöunda sæti heimsmeistaramótsins í handbolta eftir að hafa lagt Ungverjaland að velli í dag í spennandi leik.

Tvívegis þurfti að framlegnja leikinn en staðan að loknum venjulegum leiktíma var 28-28. Áfram var jafnt eftir framlengingu og það var ekki fyrr enn eftir tvær framlengingar að eitt mark skildi liðin að.

Lokatölur 36-35 fyrir Egyptum.

Ali Mohamed fór mikinn í sóknarleik Egypta og gerði tólf mörk en Richard Bodo og Mate Lekai voru atkvæðamestir Ungverja með sjö mörk hvor.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×