Fleiri fréttir Eins og við erum að spila núna þá erum við ekki líklegir til þess að gera neitt Stjarnan tapaði í kvöld sínum fimmta leik í röð þegar liðið tapaði 30-27 á heimavelli gegn Gróttu. Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunar fannst lið sitt spila nokkuð vel í fyrri hálfleik en missa sjálfstraustið í þeim síðari. 23.3.2022 23:10 Haukar í basli með botnliðið en sendu það niður um deild Topplið Olís-deildar karla í handbolta, Haukar, mörðu botnlið Víkings 28-26 í leik liðanna í kvöld. Úrslitin þýða að Víkingar eru fallnir úr deildinni líkt og HK sem féll einnig eftir tap í kvöld. 23.3.2022 23:00 Umfjöllun og viðtöl: Fram - Stjarnan 31-25 | Fram sannfærandi í seinni hálfleik Fram vann nokkuð öruggan sigur á Stjörnunni. Það var jafnt í hálfleik en Fram átti frábæran seinni hálfleik sem skilaði sér í sex marka sigri 31-25. 23.3.2022 22:20 Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - HK 33-23 | HK-ingar fallnir úr Olís-deildinni Eftir tíu marka tap gegn Selfyssingum á útivelli og sigur Gróttu gegn Stjörnunni er HK fallið úr Olís-deild karla. Lokatölur á Selfossi í kvöld 33-23, Selfyssingum í vil. 23.3.2022 22:15 „Erum með hörkulið og eigum ekki að tapa fyrir Fram með sex mörkum“ Hrannar Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var svekktur með sex marka tap gegn Fram í Safarmýrinni. 23.3.2022 22:05 Ásbjörn eftir merkan áfanga og góðan sigur: Þetta er viðurkenning að maður hafi verið að gera gott síðustu ár Ásbjörn Friðiriksson leikmaður FH, náði þeim merka áfanga að verða markahæsti leikmaður Olís-deildar karla frá upphafi í kvöld er FH mætti Val í 18. umferð Olís-deildar karla í handbolta. Hann hefur nú skorað 1412 mörk í Olís-deildinni. 23.3.2022 21:45 „Þetta lið verður geggjað þegar við komum aftur í Olís-deildina“ Eftir tíu marka tap á Selfossi í kvöld er HK fallið úr Olís-deild karla í handbolta. Sebastian Alexandersson, þjálfari liðsins, segir að úrslitin gefi rétta mynd af leiknum sem var spilaður, en er þó bjartsýnn á framhaldið þrátt fyrir allt. 23.3.2022 21:35 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Grótta 27-30 | Sterkur sigur gestanna og heimamenn ekki unnið deildarleik á árinu Átjánda umferð Olís-deildar karla í handbolta hófst í kvöld eftir u.þ.b. tveggja vikna hlé á deildarkeppninni. Í Garðabæ mætti Grótta í heimsókn og lék gegn heimamönnum í Stjörnunni. Leiknum lauk með þriggja marka sigri Gróttu, en sigurinn hefði hæglega getað verið stærri. 23.3.2022 21:10 Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Valur 30-22 | Heimamenn hefndu fyrir tapið í bikarnum FH-ingar fengu nýkrýnda bikarmeistara Vals í heimsókn í 18. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Liðin mættust síðast í undanúrslitum Coca-cola bikarsins þar sem Valsmenn slóu FH út og því við hörkuleik að búast. Lokatölur 30-22. 23.3.2022 20:50 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - HK 23-25 | Mikilvægur sigur Kópavogskvenna ÍBV tók á móti HK í Vestmannaeyjum í kvöld. Eyjastúlkur töpuðu sínum fyrsta deildarleik á árinu í síðustu umferð og sátu í fimmta sæti. 23.3.2022 20:45 Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 29-32 | Eyjasigur á klaufskum Mosfellingum ÍBV vann þriggja marka sigur á Aftureldingu, 29-32, í Mosfellsbænum í 18. umferð Olís-deildar karla í kvöld. 23.3.2022 20:45 Umfjöllun og viðtöl: Fram - KA 24-26 | Möguleikar Safamýrarpilta á sæti í úrslitakeppninni fara dvínandi KA vann sterkan tveggja marka útisigur á Fram í leik sem Safamýrarpiltar þurftu nauðsynlega að vinna til að halda í vonina um sæti í úrslitakeppni Olís-deildar karla í handbolta. Lokatölur 26-24 gestunum frá Akureyri í vil og vonir Fram fara því dvínandi. 23.3.2022 20:42 „Verið hérna í eitt og hálft ár og hef varla getað notað sama liðið tvo leiki í röð“ Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, sagði að fjöldi sóknarmistaka hefði verið munurinn á milli feigs og ófeigs gegn ÍBV í kvöld. 23.3.2022 20:35 Upphitun Seinni bylgjunnar: „Valsararnir líta ógeðslega vel út“ Gríðarleg spenna er á toppi Olís-deildar karla í handbolta nú þegar fram undan eru fimm síðustu umferðirnar á aðeins þremur vikum. Algjör lykilleikur í bráttunni um sæti í úrslitakeppninni er í Safamýri í kvöld. 23.3.2022 15:01 Hansen ber sig vel þrátt fyrir blóðtappann Danska handboltastjarnan Mikkel Hansen hefur það ágætt þrátt fyrir að hafa fengið blóðtappa í lungun. 23.3.2022 12:01 Ásgeir Örn um lokasprettinn: Skák í gangi og röðin á liðunum gæti breyst töluvert Olís-deild karla í handbolta hefst aftur í dag eftir hlé vegna bikarúrslitanna og landsliðsæfinga. Það verða kláraðar fimm umferðir á næstu átján dögum og Guðjón Guðmundsson fékk Ásgeir Örn Hallgrímsson úr Seinni bylgjunni til að fara aðeins yfir hvernig lokakafli mótsins lítur úr. 23.3.2022 10:30 Hansen hefur leikið sinn seinasta leik fyrir PSG | Fékk blóðtappa í lungun Mikkel Hansen, einn af bestu handboltamönnum heims, hefur leikið sinn seinasta leik fyrir franska stórveldið PSG. 22.3.2022 21:31 Kristján Örn skoraði þrjú er Aix fór áfram Kristján Örn Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, skoraði þrjú mörk fyrir PAUC Aix er liðið vann góðan fjögurra marka sigur gegn Cesson Rennes-Metropole í 16-liða úrslitum frösnku bikrakeppninnar í kvöld, 25-21. 22.3.2022 20:58 Íslendingar í efsta styrkleikaflokki og sleppa við sterkustu liðin Vegna árangurs karlalandsliðs Íslands í handbolta á Evrópumótinu í janúar er liðið í efsta styrkleikaflokki fyrir dráttinn í undankeppni EM 2024. Dregið verður í riðla fimmtudaginn 31. mars. 22.3.2022 14:30 Seinni bylgjan ræðir ummæli Stefáns um Emma sé að flýja Ísland út af dómgæslu Þjálfari kvennaliðs Fram segir einn besta leikmann sinn og deildarinnar verða að yfirgefa íslensku Olís-deildina út af framkomu dómara við sig í vetur. Seinni bylgjan ræddi þessi ummæli Stefáns Arnarsonar. 22.3.2022 12:00 „Auðvitað var maður hissa og þetta er stór ákvörðun“ Lovísa Thompson átti sannkallaðan leik upp á tíu þegar Valur vann ÍBV í Olís deild kvenna um helgina. Hún fékk líka gott pláss í Seinni bylgjunni þar sem umferðin var gerð upp. 22.3.2022 10:01 Klísturslausi boltinn hans Hassans notaður í fyrsta sinn á HM U-18 ára Eitt af helstu baráttumálum hins umdeilda forseta Alþjóða handknattleikssambandsins, Hassans Moustafa, er að hætt verði að nota harpix. Á HM U-18 ára kvenna í sumar verður í fyrsta sinn keppt með klísturslausan bolta. 21.3.2022 10:01 Ísland mætir Austurríki í umspilinu fyrir HM Íslenska karlalandsliðið í handbolta mun mæta Austurríki í umspilinu fyrir HM sem fram fer í janúar á næsta ári. Leikirnir munu fara fram í apríl. 20.3.2022 23:00 Andri Snær: Allt liðið sýndi góða frammistöðu KA/Þór vann mikilvægan sigur á Haukum í KA heimilinu í dag, lokatölur 34-26 fyrir heimakonur og var Andri Snær Stefánsson þjálfari heimakvenna sáttur að leikslokum. 20.3.2022 16:38 Umfjöllun og viðtöl: KA/Þór - Haukar 34-26 | Öruggur sigur Íslandsmeistarana Íslandsmeistarar KA/Þórs unnu öruggan átta marka sigur er liðið tók á móti Haukum í Olís-deild kvenna í handbolta í dag, 34-26. 20.3.2022 15:55 Sandra skoraði 14 í naumum sigri Álaborgar Sandra Erlingsdóttir átti sannkallaðan stórleik í liði EH Álaborgar er liðið vann tveggja marka útisigur gegn DHG Óðinsvé í dönsku B-deildinni í handbolta í dag, 32-30. 20.3.2022 14:00 Afturelding enn án stiga eftir stórt tap gegn Stjörnunni Stjarnan vann þægilegan níu marka sigur í Mosfellsbæ er liðið heimsótti Aftureldingu í Olís-deild kvenna í handbolta í dag, lokatölur 26-35. 19.3.2022 18:01 Sunna eftir tap á Hlíðarenda: Þegar eitthvað virkar ekki þá brotnum við niður Sunna Jónsdóttir, fyrirliði ÍBV, var að vonum svekkt eftir tap síns liðs gegn Val í Olís-deild kvenna í handbolta í dag. 19.3.2022 16:55 Umfjöllun og viðtöl: Valur - ÍBV 29-23 | Lygileg frammistaða Lovísu Nýkrýndir bikarmeistarar Vals unnu góðan sex marka sigur á ÍBV en Valskonur höfðu einnig betur er liðin mættust í undanúrslitum Coca Cola-bikarsins fyrir rúmri viku. Lokatölur á Hlíðarenda í dag 29-23. Segja má að Lovísa Thompson hafi stolið senunni í dag en hún skoraði alls 15 mörk. 19.3.2022 15:30 Umfjöllun og viðtöl: Fram - HK 34-22 | Fram ekki í neinum vandræðum Fram vann sannfærandi 34-22 sigur þegar liðið fékk HK í heimsókn í Safamýrina Olís-deild kvenna í handbolta í kvöld. 18.3.2022 21:50 Ekkert spilað síðan á EM: „Maður gerði þetta fyrir íslensku þjóðina“ Sigvaldi Guðjónsson, landsliðsmaður í handbolta, hefur ekkert spilað frá Evrópumótinu í janúar vegna meiðsla. Meiðslin ágerðust á EM þar sem hann spilaði mest allra leikmanna. Sigvaldi vonast til að ná lokakafla tímabilsins með Kielce í Póllandi. 18.3.2022 10:00 „Rosalega gaman að fá tvær svona góðar fréttir með stuttu millibili“ Í stað þess að selja frosna þorskhnakka á Íslandi til að safna fé fyrir félagið sitt getur Darri Aronsson gætt sér á hvítvínslegnum sniglum við bakka Signu í borg ástarinnar, París, sem atvinnumaður í handbolta frá og með næstu leiktíð. Hann er afar spenntur fyrir því að spila í einni albestu deild heims en staðráðinn í að kveðja Hauka með titli og helst titlum. 18.3.2022 09:00 Danir fóru illa með Norðmenn í Gulldeildinni Danir unnu afar sannfærandi 16 marka sigur gegn Norðmönnum, 37-21, er liðin mættust í Gulldeildinni í handbolta í kvöld. 17.3.2022 21:19 Andrea skoraði fimm er Kristianstad bjargaði sér frá falli Landsliðskonan Andrea Jacobsen og stöllur hennar í Kristianstad björguðu sér frá falli úr sænsku efstu deildinni í handbolta með fimm marka sigri gegn Heid í kvöld, 31-26. 17.3.2022 20:54 Austurríki vann nauman sigur í fyrri leiknum gegn Eistum Aurturríki vann nauman tveggja marka sigur gegn Eistum í kvöld, 35-33, í fyrri leik liðanna, en sigurvegari einvígisins mætir Íslandi í tveimur úrslitaleikjum um sæti á HM. 17.3.2022 19:56 Umfjöllun: ÍBV - KA/Þór 26-24 | Eyjakonur klóruðu sig fram úr á lokasprettinum ÍBV vann gríðarlega sterkan tveggja marka sigur gegn Íslandsmeisturum KA/Þórs í Olís-deild kvenna í handbolta í kvöld, 26-24. 17.3.2022 19:33 „Liðið hefur þroskast gríðarlega“ Guðmundur Guðmundsson fundaði með leikmönnum íslenska handboltalandsliðsins í morgun og markmiðið er skýrt. Þeir ætla sér að komast á Ólympíuleikana í París 2024. Guðmundur segir spennandi tíma fram undan hjá strákunum okkar. 17.3.2022 15:33 Guðmundur stýrir strákunum okkar áfram Eftir nokkuð langar samningaviðræður er nú orðið ljóst að Guðmundur Guðmundsson verður áfram landsliðsþjálfari karla í handbolta. 17.3.2022 14:33 Áfall fyrir Selfoss: Ísak ristarbrotinn Selfyssingar urðu fyrir miklu áfalli þegar örvhenta skyttan Ísak Gústafsson ristarbrotnaði á æfingu með U-20 ára landsliðinu. 17.3.2022 12:19 „Stríð er það versta sem til er“ Eins og aðrir Úkraínumenn hefur Igor Kopyshynskyi, handboltamaður í Haukum, miklar áhyggjur af stöðunni þar í landi. Hann hefur hafið söfnun til styrktar börnum í Úkraínu. Ef ekki hefði verið fyrir símtal frá Haukum hefði hann mögulega verið í Úkraínu þegar stríðið þar braust út. 17.3.2022 10:00 „Set líka þrýsting á mig að vera frábær“ Ómar Ingi Magnússon fagnar því að auknar kröfur séu gerðar til íslenska landsliðsins í handbolta. 17.3.2022 09:00 Darri fer til Parísar eftir tímabilið Handboltamaðurinn Darri Aronsson hleypir heimdraganum í sumar þegar hann gengur í raðir franska liðsins Ivry. Hann hefur skrifað undir þriggja ára samning við Ivry. 16.3.2022 11:29 Valsmenn unnu fyrstu bikartvennuna á öldinni Valur varð um síðustu helgi bikarmeistari í bæði karla- og kvennaflokki í handbolta eftir sigra í úrslitaleikjunum á Ásvöllum. Það er langt frá því að vera árlegur viðburður að sama félag vinni bikarinn hjá báðum kynjum. 16.3.2022 10:30 Leikmaður Hauka stendur fyrir söfnun fyrir börn í Úkraínu Ihor Kopyshynskyi, úkraínskur leikmaður Hauka í handbolta, stendur fyrir söfnun fyrir börn í heimalandinu. 16.3.2022 09:42 Búinn að sjá medalíu með landsliðinu fyrir sér í mörg ár Bjarki Már Elísson er markahæsti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar. Hann er ánægður með hvernig honum hefur vegnað að undanförnu og hlakkar til að fara til ungverska stórliðsins Veszprém. Bjarki ætlar að vinna til verðlauna með íslenska landsliðinu. 16.3.2022 09:01 Sjá næstu 50 fréttir
Eins og við erum að spila núna þá erum við ekki líklegir til þess að gera neitt Stjarnan tapaði í kvöld sínum fimmta leik í röð þegar liðið tapaði 30-27 á heimavelli gegn Gróttu. Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunar fannst lið sitt spila nokkuð vel í fyrri hálfleik en missa sjálfstraustið í þeim síðari. 23.3.2022 23:10
Haukar í basli með botnliðið en sendu það niður um deild Topplið Olís-deildar karla í handbolta, Haukar, mörðu botnlið Víkings 28-26 í leik liðanna í kvöld. Úrslitin þýða að Víkingar eru fallnir úr deildinni líkt og HK sem féll einnig eftir tap í kvöld. 23.3.2022 23:00
Umfjöllun og viðtöl: Fram - Stjarnan 31-25 | Fram sannfærandi í seinni hálfleik Fram vann nokkuð öruggan sigur á Stjörnunni. Það var jafnt í hálfleik en Fram átti frábæran seinni hálfleik sem skilaði sér í sex marka sigri 31-25. 23.3.2022 22:20
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - HK 33-23 | HK-ingar fallnir úr Olís-deildinni Eftir tíu marka tap gegn Selfyssingum á útivelli og sigur Gróttu gegn Stjörnunni er HK fallið úr Olís-deild karla. Lokatölur á Selfossi í kvöld 33-23, Selfyssingum í vil. 23.3.2022 22:15
„Erum með hörkulið og eigum ekki að tapa fyrir Fram með sex mörkum“ Hrannar Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var svekktur með sex marka tap gegn Fram í Safarmýrinni. 23.3.2022 22:05
Ásbjörn eftir merkan áfanga og góðan sigur: Þetta er viðurkenning að maður hafi verið að gera gott síðustu ár Ásbjörn Friðiriksson leikmaður FH, náði þeim merka áfanga að verða markahæsti leikmaður Olís-deildar karla frá upphafi í kvöld er FH mætti Val í 18. umferð Olís-deildar karla í handbolta. Hann hefur nú skorað 1412 mörk í Olís-deildinni. 23.3.2022 21:45
„Þetta lið verður geggjað þegar við komum aftur í Olís-deildina“ Eftir tíu marka tap á Selfossi í kvöld er HK fallið úr Olís-deild karla í handbolta. Sebastian Alexandersson, þjálfari liðsins, segir að úrslitin gefi rétta mynd af leiknum sem var spilaður, en er þó bjartsýnn á framhaldið þrátt fyrir allt. 23.3.2022 21:35
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Grótta 27-30 | Sterkur sigur gestanna og heimamenn ekki unnið deildarleik á árinu Átjánda umferð Olís-deildar karla í handbolta hófst í kvöld eftir u.þ.b. tveggja vikna hlé á deildarkeppninni. Í Garðabæ mætti Grótta í heimsókn og lék gegn heimamönnum í Stjörnunni. Leiknum lauk með þriggja marka sigri Gróttu, en sigurinn hefði hæglega getað verið stærri. 23.3.2022 21:10
Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Valur 30-22 | Heimamenn hefndu fyrir tapið í bikarnum FH-ingar fengu nýkrýnda bikarmeistara Vals í heimsókn í 18. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Liðin mættust síðast í undanúrslitum Coca-cola bikarsins þar sem Valsmenn slóu FH út og því við hörkuleik að búast. Lokatölur 30-22. 23.3.2022 20:50
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - HK 23-25 | Mikilvægur sigur Kópavogskvenna ÍBV tók á móti HK í Vestmannaeyjum í kvöld. Eyjastúlkur töpuðu sínum fyrsta deildarleik á árinu í síðustu umferð og sátu í fimmta sæti. 23.3.2022 20:45
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 29-32 | Eyjasigur á klaufskum Mosfellingum ÍBV vann þriggja marka sigur á Aftureldingu, 29-32, í Mosfellsbænum í 18. umferð Olís-deildar karla í kvöld. 23.3.2022 20:45
Umfjöllun og viðtöl: Fram - KA 24-26 | Möguleikar Safamýrarpilta á sæti í úrslitakeppninni fara dvínandi KA vann sterkan tveggja marka útisigur á Fram í leik sem Safamýrarpiltar þurftu nauðsynlega að vinna til að halda í vonina um sæti í úrslitakeppni Olís-deildar karla í handbolta. Lokatölur 26-24 gestunum frá Akureyri í vil og vonir Fram fara því dvínandi. 23.3.2022 20:42
„Verið hérna í eitt og hálft ár og hef varla getað notað sama liðið tvo leiki í röð“ Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, sagði að fjöldi sóknarmistaka hefði verið munurinn á milli feigs og ófeigs gegn ÍBV í kvöld. 23.3.2022 20:35
Upphitun Seinni bylgjunnar: „Valsararnir líta ógeðslega vel út“ Gríðarleg spenna er á toppi Olís-deildar karla í handbolta nú þegar fram undan eru fimm síðustu umferðirnar á aðeins þremur vikum. Algjör lykilleikur í bráttunni um sæti í úrslitakeppninni er í Safamýri í kvöld. 23.3.2022 15:01
Hansen ber sig vel þrátt fyrir blóðtappann Danska handboltastjarnan Mikkel Hansen hefur það ágætt þrátt fyrir að hafa fengið blóðtappa í lungun. 23.3.2022 12:01
Ásgeir Örn um lokasprettinn: Skák í gangi og röðin á liðunum gæti breyst töluvert Olís-deild karla í handbolta hefst aftur í dag eftir hlé vegna bikarúrslitanna og landsliðsæfinga. Það verða kláraðar fimm umferðir á næstu átján dögum og Guðjón Guðmundsson fékk Ásgeir Örn Hallgrímsson úr Seinni bylgjunni til að fara aðeins yfir hvernig lokakafli mótsins lítur úr. 23.3.2022 10:30
Hansen hefur leikið sinn seinasta leik fyrir PSG | Fékk blóðtappa í lungun Mikkel Hansen, einn af bestu handboltamönnum heims, hefur leikið sinn seinasta leik fyrir franska stórveldið PSG. 22.3.2022 21:31
Kristján Örn skoraði þrjú er Aix fór áfram Kristján Örn Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, skoraði þrjú mörk fyrir PAUC Aix er liðið vann góðan fjögurra marka sigur gegn Cesson Rennes-Metropole í 16-liða úrslitum frösnku bikrakeppninnar í kvöld, 25-21. 22.3.2022 20:58
Íslendingar í efsta styrkleikaflokki og sleppa við sterkustu liðin Vegna árangurs karlalandsliðs Íslands í handbolta á Evrópumótinu í janúar er liðið í efsta styrkleikaflokki fyrir dráttinn í undankeppni EM 2024. Dregið verður í riðla fimmtudaginn 31. mars. 22.3.2022 14:30
Seinni bylgjan ræðir ummæli Stefáns um Emma sé að flýja Ísland út af dómgæslu Þjálfari kvennaliðs Fram segir einn besta leikmann sinn og deildarinnar verða að yfirgefa íslensku Olís-deildina út af framkomu dómara við sig í vetur. Seinni bylgjan ræddi þessi ummæli Stefáns Arnarsonar. 22.3.2022 12:00
„Auðvitað var maður hissa og þetta er stór ákvörðun“ Lovísa Thompson átti sannkallaðan leik upp á tíu þegar Valur vann ÍBV í Olís deild kvenna um helgina. Hún fékk líka gott pláss í Seinni bylgjunni þar sem umferðin var gerð upp. 22.3.2022 10:01
Klísturslausi boltinn hans Hassans notaður í fyrsta sinn á HM U-18 ára Eitt af helstu baráttumálum hins umdeilda forseta Alþjóða handknattleikssambandsins, Hassans Moustafa, er að hætt verði að nota harpix. Á HM U-18 ára kvenna í sumar verður í fyrsta sinn keppt með klísturslausan bolta. 21.3.2022 10:01
Ísland mætir Austurríki í umspilinu fyrir HM Íslenska karlalandsliðið í handbolta mun mæta Austurríki í umspilinu fyrir HM sem fram fer í janúar á næsta ári. Leikirnir munu fara fram í apríl. 20.3.2022 23:00
Andri Snær: Allt liðið sýndi góða frammistöðu KA/Þór vann mikilvægan sigur á Haukum í KA heimilinu í dag, lokatölur 34-26 fyrir heimakonur og var Andri Snær Stefánsson þjálfari heimakvenna sáttur að leikslokum. 20.3.2022 16:38
Umfjöllun og viðtöl: KA/Þór - Haukar 34-26 | Öruggur sigur Íslandsmeistarana Íslandsmeistarar KA/Þórs unnu öruggan átta marka sigur er liðið tók á móti Haukum í Olís-deild kvenna í handbolta í dag, 34-26. 20.3.2022 15:55
Sandra skoraði 14 í naumum sigri Álaborgar Sandra Erlingsdóttir átti sannkallaðan stórleik í liði EH Álaborgar er liðið vann tveggja marka útisigur gegn DHG Óðinsvé í dönsku B-deildinni í handbolta í dag, 32-30. 20.3.2022 14:00
Afturelding enn án stiga eftir stórt tap gegn Stjörnunni Stjarnan vann þægilegan níu marka sigur í Mosfellsbæ er liðið heimsótti Aftureldingu í Olís-deild kvenna í handbolta í dag, lokatölur 26-35. 19.3.2022 18:01
Sunna eftir tap á Hlíðarenda: Þegar eitthvað virkar ekki þá brotnum við niður Sunna Jónsdóttir, fyrirliði ÍBV, var að vonum svekkt eftir tap síns liðs gegn Val í Olís-deild kvenna í handbolta í dag. 19.3.2022 16:55
Umfjöllun og viðtöl: Valur - ÍBV 29-23 | Lygileg frammistaða Lovísu Nýkrýndir bikarmeistarar Vals unnu góðan sex marka sigur á ÍBV en Valskonur höfðu einnig betur er liðin mættust í undanúrslitum Coca Cola-bikarsins fyrir rúmri viku. Lokatölur á Hlíðarenda í dag 29-23. Segja má að Lovísa Thompson hafi stolið senunni í dag en hún skoraði alls 15 mörk. 19.3.2022 15:30
Umfjöllun og viðtöl: Fram - HK 34-22 | Fram ekki í neinum vandræðum Fram vann sannfærandi 34-22 sigur þegar liðið fékk HK í heimsókn í Safamýrina Olís-deild kvenna í handbolta í kvöld. 18.3.2022 21:50
Ekkert spilað síðan á EM: „Maður gerði þetta fyrir íslensku þjóðina“ Sigvaldi Guðjónsson, landsliðsmaður í handbolta, hefur ekkert spilað frá Evrópumótinu í janúar vegna meiðsla. Meiðslin ágerðust á EM þar sem hann spilaði mest allra leikmanna. Sigvaldi vonast til að ná lokakafla tímabilsins með Kielce í Póllandi. 18.3.2022 10:00
„Rosalega gaman að fá tvær svona góðar fréttir með stuttu millibili“ Í stað þess að selja frosna þorskhnakka á Íslandi til að safna fé fyrir félagið sitt getur Darri Aronsson gætt sér á hvítvínslegnum sniglum við bakka Signu í borg ástarinnar, París, sem atvinnumaður í handbolta frá og með næstu leiktíð. Hann er afar spenntur fyrir því að spila í einni albestu deild heims en staðráðinn í að kveðja Hauka með titli og helst titlum. 18.3.2022 09:00
Danir fóru illa með Norðmenn í Gulldeildinni Danir unnu afar sannfærandi 16 marka sigur gegn Norðmönnum, 37-21, er liðin mættust í Gulldeildinni í handbolta í kvöld. 17.3.2022 21:19
Andrea skoraði fimm er Kristianstad bjargaði sér frá falli Landsliðskonan Andrea Jacobsen og stöllur hennar í Kristianstad björguðu sér frá falli úr sænsku efstu deildinni í handbolta með fimm marka sigri gegn Heid í kvöld, 31-26. 17.3.2022 20:54
Austurríki vann nauman sigur í fyrri leiknum gegn Eistum Aurturríki vann nauman tveggja marka sigur gegn Eistum í kvöld, 35-33, í fyrri leik liðanna, en sigurvegari einvígisins mætir Íslandi í tveimur úrslitaleikjum um sæti á HM. 17.3.2022 19:56
Umfjöllun: ÍBV - KA/Þór 26-24 | Eyjakonur klóruðu sig fram úr á lokasprettinum ÍBV vann gríðarlega sterkan tveggja marka sigur gegn Íslandsmeisturum KA/Þórs í Olís-deild kvenna í handbolta í kvöld, 26-24. 17.3.2022 19:33
„Liðið hefur þroskast gríðarlega“ Guðmundur Guðmundsson fundaði með leikmönnum íslenska handboltalandsliðsins í morgun og markmiðið er skýrt. Þeir ætla sér að komast á Ólympíuleikana í París 2024. Guðmundur segir spennandi tíma fram undan hjá strákunum okkar. 17.3.2022 15:33
Guðmundur stýrir strákunum okkar áfram Eftir nokkuð langar samningaviðræður er nú orðið ljóst að Guðmundur Guðmundsson verður áfram landsliðsþjálfari karla í handbolta. 17.3.2022 14:33
Áfall fyrir Selfoss: Ísak ristarbrotinn Selfyssingar urðu fyrir miklu áfalli þegar örvhenta skyttan Ísak Gústafsson ristarbrotnaði á æfingu með U-20 ára landsliðinu. 17.3.2022 12:19
„Stríð er það versta sem til er“ Eins og aðrir Úkraínumenn hefur Igor Kopyshynskyi, handboltamaður í Haukum, miklar áhyggjur af stöðunni þar í landi. Hann hefur hafið söfnun til styrktar börnum í Úkraínu. Ef ekki hefði verið fyrir símtal frá Haukum hefði hann mögulega verið í Úkraínu þegar stríðið þar braust út. 17.3.2022 10:00
„Set líka þrýsting á mig að vera frábær“ Ómar Ingi Magnússon fagnar því að auknar kröfur séu gerðar til íslenska landsliðsins í handbolta. 17.3.2022 09:00
Darri fer til Parísar eftir tímabilið Handboltamaðurinn Darri Aronsson hleypir heimdraganum í sumar þegar hann gengur í raðir franska liðsins Ivry. Hann hefur skrifað undir þriggja ára samning við Ivry. 16.3.2022 11:29
Valsmenn unnu fyrstu bikartvennuna á öldinni Valur varð um síðustu helgi bikarmeistari í bæði karla- og kvennaflokki í handbolta eftir sigra í úrslitaleikjunum á Ásvöllum. Það er langt frá því að vera árlegur viðburður að sama félag vinni bikarinn hjá báðum kynjum. 16.3.2022 10:30
Leikmaður Hauka stendur fyrir söfnun fyrir börn í Úkraínu Ihor Kopyshynskyi, úkraínskur leikmaður Hauka í handbolta, stendur fyrir söfnun fyrir börn í heimalandinu. 16.3.2022 09:42
Búinn að sjá medalíu með landsliðinu fyrir sér í mörg ár Bjarki Már Elísson er markahæsti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar. Hann er ánægður með hvernig honum hefur vegnað að undanförnu og hlakkar til að fara til ungverska stórliðsins Veszprém. Bjarki ætlar að vinna til verðlauna með íslenska landsliðinu. 16.3.2022 09:01
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti