„Þetta lið verður geggjað þegar við komum aftur í Olís-deildina“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. mars 2022 21:35 Sebastian Alexandersson ræðir við sína menn. Vísir/Vilhelm Eftir tíu marka tap á Selfossi í kvöld er HK fallið úr Olís-deild karla í handbolta. Sebastian Alexandersson, þjálfari liðsins, segir að úrslitin gefi rétta mynd af leiknum sem var spilaður, en er þó bjartsýnn á framhaldið þrátt fyrir allt. „Já, 100 prósent. Við erum búnir að spila 18 leiki og erum þar af búnir að taka tvo hauskúpuleiki þar sem við höfum bara verið slakir á öllum vígstöðum. Þetta var annar af þeim,“ sagði Basti að leikslokum. „Við fengum rosalega lítið út úr vörn og sókn og við höfum ekki gert svona marga tæknifeila síðan í október. Við höfum verið með svona að meðaltali sex til átta í seinustu kannski tíu leikjum og þetta eru gríðarleg vonbrigði. En þessir leikir koma hjá öllum liðum inn á milli. Því miður kom hann í kvöld hjá okkur og Selfoss þurfti í raun og veru ekkert að hafa fyrir þessu. Þannig að já, þessi úrslit gefa alveg klárlega hárrétta mynd af leiknum.“ Þrátt fyrir þessi orð þjálfarans þá voru HK-ingar inni í leiknum lengi vel. Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik, en Selfyssingar sigldu fram úr í síðari hálfleik. Basti segir að bæði hafi liðið verið að gera mikið af tæknifeilum og klikka á dauðafærum og það hafi farið með leikinn. „Við náttúrulega gerum aragrúa af tæknifeilum í fyrri hálfleik, það er klárt. En við vorum líka að fara með aragrúa af dauðafærum. Hann [Vilius Rasimas] var ekkert að verja þetta með höndunum. Hann var ekkert að hafa fyrir því að verja þetta. Við skutum bara í brjóstkassann og magann á honum og hann er stór.“ „Kannski fór það eitthvað rangt í okkur að það vantaði nokkra lykilmenn hjá þeim en það er líka búið að vanta lykilmenn hjá okkur í allan vetur þannig að það á ekki að vera nein afsökun. Við vorum bara slakir í dag og við verðum bara að taka það á kassann og mæta tilbúnir í næsta leik. Við höfum sýnt frábæran karakter í vetur og ég á ekki von á öðru en að við verðum klárir í að svara fyrir þetta á sunnudaginn.“ Þegar viðtalið við Basta var tekið hafði Grótta fjögurra marka forystu gegn Stjörnunni þegar nokkrar mínútur voru eftir. Grótta vann að lokum leikinn, 30-27, en þau úrslit þýða að HK-ingar eru fallnir úr Olís-deildinni. „Ég held að það sé alveg búið að vera viðbúið í einhvern tíma. Við erum búnir að missa af nokkrum dauðafærum til þess að halda okkur uppi. Við eigum að vera búnir að vinna báða leikina við Aftureldingu og Fram. Við áttum ekki að gera jafntefli á móti ÍBV og spurningamerki hvort við áttum að gera jafntefli við Hauka, en jú jú, við náðum svo sem í gott stig þar.“ „En það höfðu nú ekki margir trú á þessu liði í vetur og við erum búnir að gefa deildinni miklu fleiri góða leiki en flestir gerðu ráð fyrir. Við erum búnir að sýna betri frammistöðu en mörg af liðunum sem eru fyrir ofan okkur svona heilt yfir þó að stigin hafi ekki komið. Tíminn er vinur okkar og ég held að það sýni bara ótrúlega trú og ánægju leikmanna að við erum að fara niður, en það sýnir að við erum að gera eitthvað rétt því að við erum bara að fara að missa einn leikmann. Við erum kannski ekki að vinna inni á vellinum, en við erum klárlega að vinna utan vallar. Þetta lið verður geggjað þegar við komum aftur í Olís-deildina,“ sagði Basti að lokum. Olís-deild karla HK Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - HK 33-23 | Selfyssingar sigldu fram úr á lokametrunum Selfyssingar unnu öruggan tíu marka sigur er liðið tók á móti HK í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 33-23. 23. mars 2022 20:53 Mest lesið Faðir ungu skíðakonunnar sem lést: Vill ekki sjá blóm í jarðarförinni Sport Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Körfubolti Viggo Mortensen hraunar yfir Vinicius Fótbolti Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Körfubolti Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Körfubolti NFL stjarnan syrgir dóttur sína Sport Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Körfubolti Haraldur hættir hjá Víkingi Íslenski boltinn Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn Fleiri fréttir ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Krukkuðu í handboltaheila Ásbjörns fyrir leikinn gegn Sävehof „Elvar er einn mesti stríðsmaður sem við eigum“ Haukar mæta liði í 5.000 kílómetra fjarlægð: „Rándýrt og erfitt“ Ein sú besta ólétt Ómar Ingi markahæstur í stórsigri Magdeburg Íslendingalið Gummersbach marði botnliðið Sterkur sigur stelpnanna á Selfossi KA enn á botninum eftir tap í Eyjum Haukar unnu Hanana öðru sinni og eru komnir áfram „Til fyrirmyndar hvernig stelpurnar mættu í þennan leik“ Uppgjörið: Ísland - Pólland 30-24 | Frábærar íslenskar stelpur lofa góðu fyrir EM Valsmenn náðu að jafna í lokin Einar Bragi fékk rautt spjald en liðið hans vann Guðmundur Bragi og félagar í stuði í seinni Íslensku landsliðsmennirnir hvíldir eftir átökin í Meistaradeildinni í vikunni Dana Björg leikur fyrsta landsleikinn en Sandra hvílir Afturelding á toppinn og Grótta tapar enn Sjá meira
„Já, 100 prósent. Við erum búnir að spila 18 leiki og erum þar af búnir að taka tvo hauskúpuleiki þar sem við höfum bara verið slakir á öllum vígstöðum. Þetta var annar af þeim,“ sagði Basti að leikslokum. „Við fengum rosalega lítið út úr vörn og sókn og við höfum ekki gert svona marga tæknifeila síðan í október. Við höfum verið með svona að meðaltali sex til átta í seinustu kannski tíu leikjum og þetta eru gríðarleg vonbrigði. En þessir leikir koma hjá öllum liðum inn á milli. Því miður kom hann í kvöld hjá okkur og Selfoss þurfti í raun og veru ekkert að hafa fyrir þessu. Þannig að já, þessi úrslit gefa alveg klárlega hárrétta mynd af leiknum.“ Þrátt fyrir þessi orð þjálfarans þá voru HK-ingar inni í leiknum lengi vel. Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik, en Selfyssingar sigldu fram úr í síðari hálfleik. Basti segir að bæði hafi liðið verið að gera mikið af tæknifeilum og klikka á dauðafærum og það hafi farið með leikinn. „Við náttúrulega gerum aragrúa af tæknifeilum í fyrri hálfleik, það er klárt. En við vorum líka að fara með aragrúa af dauðafærum. Hann [Vilius Rasimas] var ekkert að verja þetta með höndunum. Hann var ekkert að hafa fyrir því að verja þetta. Við skutum bara í brjóstkassann og magann á honum og hann er stór.“ „Kannski fór það eitthvað rangt í okkur að það vantaði nokkra lykilmenn hjá þeim en það er líka búið að vanta lykilmenn hjá okkur í allan vetur þannig að það á ekki að vera nein afsökun. Við vorum bara slakir í dag og við verðum bara að taka það á kassann og mæta tilbúnir í næsta leik. Við höfum sýnt frábæran karakter í vetur og ég á ekki von á öðru en að við verðum klárir í að svara fyrir þetta á sunnudaginn.“ Þegar viðtalið við Basta var tekið hafði Grótta fjögurra marka forystu gegn Stjörnunni þegar nokkrar mínútur voru eftir. Grótta vann að lokum leikinn, 30-27, en þau úrslit þýða að HK-ingar eru fallnir úr Olís-deildinni. „Ég held að það sé alveg búið að vera viðbúið í einhvern tíma. Við erum búnir að missa af nokkrum dauðafærum til þess að halda okkur uppi. Við eigum að vera búnir að vinna báða leikina við Aftureldingu og Fram. Við áttum ekki að gera jafntefli á móti ÍBV og spurningamerki hvort við áttum að gera jafntefli við Hauka, en jú jú, við náðum svo sem í gott stig þar.“ „En það höfðu nú ekki margir trú á þessu liði í vetur og við erum búnir að gefa deildinni miklu fleiri góða leiki en flestir gerðu ráð fyrir. Við erum búnir að sýna betri frammistöðu en mörg af liðunum sem eru fyrir ofan okkur svona heilt yfir þó að stigin hafi ekki komið. Tíminn er vinur okkar og ég held að það sýni bara ótrúlega trú og ánægju leikmanna að við erum að fara niður, en það sýnir að við erum að gera eitthvað rétt því að við erum bara að fara að missa einn leikmann. Við erum kannski ekki að vinna inni á vellinum, en við erum klárlega að vinna utan vallar. Þetta lið verður geggjað þegar við komum aftur í Olís-deildina,“ sagði Basti að lokum.
Olís-deild karla HK Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - HK 33-23 | Selfyssingar sigldu fram úr á lokametrunum Selfyssingar unnu öruggan tíu marka sigur er liðið tók á móti HK í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 33-23. 23. mars 2022 20:53 Mest lesið Faðir ungu skíðakonunnar sem lést: Vill ekki sjá blóm í jarðarförinni Sport Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Körfubolti Viggo Mortensen hraunar yfir Vinicius Fótbolti Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Körfubolti Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Körfubolti NFL stjarnan syrgir dóttur sína Sport Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Körfubolti Haraldur hættir hjá Víkingi Íslenski boltinn Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn Fleiri fréttir ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Krukkuðu í handboltaheila Ásbjörns fyrir leikinn gegn Sävehof „Elvar er einn mesti stríðsmaður sem við eigum“ Haukar mæta liði í 5.000 kílómetra fjarlægð: „Rándýrt og erfitt“ Ein sú besta ólétt Ómar Ingi markahæstur í stórsigri Magdeburg Íslendingalið Gummersbach marði botnliðið Sterkur sigur stelpnanna á Selfossi KA enn á botninum eftir tap í Eyjum Haukar unnu Hanana öðru sinni og eru komnir áfram „Til fyrirmyndar hvernig stelpurnar mættu í þennan leik“ Uppgjörið: Ísland - Pólland 30-24 | Frábærar íslenskar stelpur lofa góðu fyrir EM Valsmenn náðu að jafna í lokin Einar Bragi fékk rautt spjald en liðið hans vann Guðmundur Bragi og félagar í stuði í seinni Íslensku landsliðsmennirnir hvíldir eftir átökin í Meistaradeildinni í vikunni Dana Björg leikur fyrsta landsleikinn en Sandra hvílir Afturelding á toppinn og Grótta tapar enn Sjá meira
Leik lokið: Selfoss - HK 33-23 | Selfyssingar sigldu fram úr á lokametrunum Selfyssingar unnu öruggan tíu marka sigur er liðið tók á móti HK í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 33-23. 23. mars 2022 20:53
Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn
Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn