„Verið hérna í eitt og hálft ár og hef varla getað notað sama liðið tvo leiki í röð“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. mars 2022 20:35 Gunnar Magnússon sagði að tæknimistök hefðu gert út af við möguleika sinna manna gegn ÍBV. vísir/daníel Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, sagði að fjöldi sóknarmistaka hefði verið munurinn á milli feigs og ófeigs gegn ÍBV í kvöld. „Annað liðið var sextán tapaða bolta en hitt bara sex. Þetta eru tíu sóknir. Markvarslan var lítil báðu megin en við komum ekki nógu mörgum skotum á markið. Við getum greint einhver smáatriði hingað og þangað og það er margt sem við getum lagað en þú vinnur ekki leik með sextán tæknimistök, sama hver andstæðingurinn er,“ sagði Gunnar við Vísi eftir leik. Þrátt fyrir fjölda mistaka var Afturelding alltaf inni í leiknum. En á augnablikum þegar Mosfellingar gátu komið sér almennilega inn í leikinn gerðu þeir sig seka um klaufaleg mistök. „Við náðum mörgum góðum köflum en þetta var alltaf sama sagan. Tæknimistökin fóru með þetta,“ sagði Gunnar. „Þetta voru ekki bara tapaðir boltar heldur líka 6-7 hraðaupphlaup sem við fengum í bakið á okkur án þess að komast í vörn. Þetta var erfitt en við vitum hvað við þurfum að laga.“ Gunnar hefur ekki úr mörgum leikmönnum að spila og notaði aðeins níu útileikmenn í leiknum í kvöld. Sveinn Andri Sveinsson var utan hóps vegna meiðsla en Gunnar vonast til að hann snúi til baka áður en úrslitakeppnin hefst. „Ég vona að Sveinn Andri nái einhverjum leikjum. Þorsteinn Leó [Gunnarsson] er búinn að liggja í flensu og svo er þetta bara sama sagan. Ég hef verið hérna í eitt og hálft ár og hef varla getað notað sama liðið tvo leiki í röð. Við erum alltaf að byrja upp á nýtt og leysa einhver vandamál og höldum því áfram,“ sagði Gunnar. „En auðvitað er þetta þreytandi, ég viðurkenni það alveg. Við náum engum stöðugleika og kannski er það einhver skýring á tæknimistökunum. Menn mega samt ekki að kasta boltanum frá sér svona auðveldlega en við erum alltaf að lenda í áföllum, stórum áföllum.“ Olís-deild karla Afturelding Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Sjá meira
„Annað liðið var sextán tapaða bolta en hitt bara sex. Þetta eru tíu sóknir. Markvarslan var lítil báðu megin en við komum ekki nógu mörgum skotum á markið. Við getum greint einhver smáatriði hingað og þangað og það er margt sem við getum lagað en þú vinnur ekki leik með sextán tæknimistök, sama hver andstæðingurinn er,“ sagði Gunnar við Vísi eftir leik. Þrátt fyrir fjölda mistaka var Afturelding alltaf inni í leiknum. En á augnablikum þegar Mosfellingar gátu komið sér almennilega inn í leikinn gerðu þeir sig seka um klaufaleg mistök. „Við náðum mörgum góðum köflum en þetta var alltaf sama sagan. Tæknimistökin fóru með þetta,“ sagði Gunnar. „Þetta voru ekki bara tapaðir boltar heldur líka 6-7 hraðaupphlaup sem við fengum í bakið á okkur án þess að komast í vörn. Þetta var erfitt en við vitum hvað við þurfum að laga.“ Gunnar hefur ekki úr mörgum leikmönnum að spila og notaði aðeins níu útileikmenn í leiknum í kvöld. Sveinn Andri Sveinsson var utan hóps vegna meiðsla en Gunnar vonast til að hann snúi til baka áður en úrslitakeppnin hefst. „Ég vona að Sveinn Andri nái einhverjum leikjum. Þorsteinn Leó [Gunnarsson] er búinn að liggja í flensu og svo er þetta bara sama sagan. Ég hef verið hérna í eitt og hálft ár og hef varla getað notað sama liðið tvo leiki í röð. Við erum alltaf að byrja upp á nýtt og leysa einhver vandamál og höldum því áfram,“ sagði Gunnar. „En auðvitað er þetta þreytandi, ég viðurkenni það alveg. Við náum engum stöðugleika og kannski er það einhver skýring á tæknimistökunum. Menn mega samt ekki að kasta boltanum frá sér svona auðveldlega en við erum alltaf að lenda í áföllum, stórum áföllum.“
Olís-deild karla Afturelding Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Sjá meira