Fleiri fréttir

Aldís Ásta kemur inn fyrir Lovísu

Aldís Ásta Heimisdóttir hefur verið kölluð inn í landsliðshópinn fyrir leik Íslands gegn Serbíu í undankeppni EM sem fram fer á Ásvöllum á morgun.

Bjarki Már fór mikinn í sigri

Bjarki Már Elísson var næstmarkahæsti leikmaður Lemgo þegar liðið vann góðan útisigur á Erlangen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Bronsið til Álaborgar

Íslendingalið Álaborgar tryggði sér í dag bronsverðlaun á HM félagsliða í handbolta sem fram hefur farið í Sádi Arabíu undanfarna daga.

Rafmagnslaust í Víkinni síðustu tólf mínútur leiksins

Valur vann ellefu marka sigur á Víkingi 19-30. Víkingur byrjaði leikinn betur en eftir að Valur fór að finna leiðir til að koma boltanum framhjá Jovan Kukobat, markmanni Víkings, þá varð leikurinn auðveldur fyrir Íslands og bikarmeistarana. 

Umfjöllun: Svíþjóð - Ísland 30-17 | Aldrei möguleiki í Eskilstuna

Ísland tapaði stórt fyrir Svíþjóð, 30-17, í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2022 í Eskilstuna í kvöld. Staðan í hálfleik var 14-5, Svíum í vil. Ísland spilaði betur í seinni hálfleik, sérstaklega í sókninni, en verkefnið var þá löngu orðið ómögulegt.

Kristján Örn og félagar áfram í franska bikarnum

Kristján Örn Kristjánsson skoraði fjögur mörk þegar hann og félagar hans í franska liðinu PAUC Aix unnu tveggja marka sigur, 36-34, gegn Limoges í 16-liða úrslitum franska deildarbikarsins í handbolta í kvöld.

Fyrsti sigur Stuttgart kom í Íslendingaslag

Stuttgart vann í dag sinn fyrsta sigur á tímabilinu í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta þegar að Rhein-Neckar Löwen kom í heimsókn. Andri Már Rúnarsson skoraði tvö mörk fyrir Stuttgart þegar að liðið vann 35-30.

Íslendingalið Melsungen með nauman sigur

Íslendingaliðið MT Melsungen vann nauman tveggja marka sigur þegar að liðið heimsótti Hannover-Burgdorf í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Elvar Örn Jónsson var markahæstur Íslendinga með fjögur mörk.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.