Handbolti

Íslendingalið Melsungen með nauman sigur

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Elvar Örn Jónsson skoraði fjögur mörk fyrir Melsungen í dag.
Elvar Örn Jónsson skoraði fjögur mörk fyrir Melsungen í dag. EPA-EFE/Petr Josek

Íslendingaliðið MT Melsungen vann nauman tveggja marka sigur þegar að liðið heimsótti Hannover-Burgdorf í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Elvar Örn Jónsson var markahæstur Íslendinga með fjögur mörk.

Leikurinn var jafn og spennandiallt frá fyrstu mínútu. Heimamenn í Hannover-Burgdorf náðu reyndar þriggja marka forskoti í fyrri hálfleik í stöðunni 7-4, en það var í eina skiptið í leiknum sem munurinn varð svo mikill.

Þegar flautað var til háfleliks var staðan 12-11, hemamönnum í vil.

Seinni hálfleikur bauð upp á sömu spennu og sá fyrri. Liðin skiptust á að skora og munurinn á liðunum varð aldei mairi en tvö mörk.

Elvar Örn kom Melsungen í 23-21 þegar um sjö mínútur voru til leiksloka og gestirnir héldu forskotinu út leiktímann. Lokatölur urðu 25-23, og Melsungen er nú með fimm stig í níunda sæti deildarinnar eftir sex umferðir. Heimamenn í Hannover-Burgdorf er enn í 14. sæti með aðeins tvö stig.

Elvar Örn Jónsson skoraði fjögur mörk fyrir Melsungen og Arnar Freyr Arnarsson tvö. Alexander Petersson komst ekki á blað.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.