Fleiri fréttir

Grínið sem varð að veruleika

Síðustu dagar hafa verið ansi góðir fyrir Bjarka Má Elísson og félaga í þýska handboltaliðinu Lemgo. Á fimmtudaginn unnu þeir ævintýralegan sigur á Kiel í undanúrslitum bikarkeppninnar og á föstudaginn varð Lemgo svo bikarmeistari í fyrsta sinn síðan 2002 eftir sigur á Melsungen.

Átján ára ísköld á ögurstundu

Hin átján ára Rakel Sara Elvarsdóttir átti stóran þátt í fyrsta Íslandsmeistaratitli KA/Þórs og sýndi oft stáltaugar þegar mest var undir í úrslitakeppninni.

Árni Bragi: Mjög erfitt að yfirgefa KA

Árni Bragi Eyjólfsson lék sinn síðasta leik fyrir KA. Árni Bragi mun leika með Aftureldingu á næsta tímabili og var hann klökur hugsandi til þess að þetta var hans síðasti leikur fyrir KA.

Patrekur: Ég elska handbolta

Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var gríðarlega ánægður með sigur sinna manna á Selfossi í kvöld. Lokatölur 28-30 og Stjörnumenn eru því komnir í undanúrslit Íslandsmótsins í fyrsta sinn í sögu félagsins.

Gum­mers­bach heldur í topp­liðin

Lærisveinar Guðjón Vals Sigurðssonar í Gummersbach halda í við topplið þýsku B-deildarinnar í handbolta þökk sé tíu marka sigri liðsins í kvöld.

Bjarki Már bikar­meistari eftir sigur á læri­sveinum Guð­mundar

Landsliðsmaðurinn Bjarki Már Elísson varð í dag þýskur bikarmeistari í handbolta er lið hans Lemgo lagði Melsungen að velli í úrslitum. Landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson er þjálfari Melsungen og þá leikur Arnar Freyr Arnarsson með liðinu.

Sjáðu brottvísanaflóðið í Krikanum í gær

Mikið gekk á í seinni leik FH og ÍBV í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í gær. Hvorki fleiri né færri en sextán tveggja mínútna brottvísanir voru gefnar í leiknum sem endaði með 33-33 jafntefli en Eyjamenn fóru áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli.

Nítján ár síðan að KA-menn „risu upp frá dauðum“ á Hlíðarenda

Valsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson og KA-þjálfarinn Jónatan Þór Magnússon upplifðu það sjálfir á eigin skinni þegar KA snéri við vonlítilli stöðu á Val fyrir næstum því tveimur áratugum. Nú þurfa KA-menn að endurtaka leikinn á Hlíðarenda í kvöld ætli þeir ekki að fara í sumarfrí.

Umfjöllun og viðtöl: FH - ÍBV 33-33 | Sigtryggur vann

ÍBV er komið í undanúrslit Olís-deildar karla eftir 33-33 jafntefli við FH í Kaplakrika í kvöld. Fyrri leikurinn í Eyjum endaði einnig með jafntefli, 31-31, en ÍBV fór áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli.

Sigursteinn: Fannst halla stórkostlega á okkur í dómgæslunni

Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var skiljanlega í sárum eftir að hans menn féllu úr leik fyrir ÍBV í átta liða úrslitum Olís-deildarinnar í kvöld. Liðin gerðu jafntefli, 33-33, en Eyjamenn fóru áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli.

Ís­lendinga­slagur í úr­slitum

Melsungen, lið Guðmundar Guðmundssonar, tryggði sér sæti í úrslitum þýsku bikarkeppninnar í handbolta með sigri á Hannover-Burgdorf í kvöld, lokatölur 27-24.

Sig­valdi Björn og Haukur meistarar með Ki­elce

Łomża Vive Kielce varð pólskur meistari í handbolta í gærkvöld er liðið lagði SPR Stal Mielec með níu marka mun, lokatölur 33-24. Sigvaldi Björn Guðjónsson og Haukur Þrastarson leika með liðinu.

Mætast í þriðja sinn á einni viku

FH og ÍBV mætast í kvöld í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum Olís-deildar karla. Þetta er þriðji leikur liðanna á viku.

Tjónið minnkað með sænskum línumanni

Sænska handknattleikskonan Emma Olsson hefur skrifað undir samning til tveggja ára við Fram. Hún kemur til Íslands í ágúst og hefur þá æfingar með liðinu.

Ákvörðun Tandra undir lok leiks var kolröng

Selfoss er komið í bílstjórasætið í einvíginu gegn Stjörnunni eftir að hafa unnið þá  í Garðabænum 24-26. Patrekur Jóhannesson þjálfari Stjörnunnar var afar svekktur eftir leikinn.

Sjá næstu 50 fréttir