Handbolti

Spennt að komast norður og fagna með fólkinu

Andri Már Eggertsson skrifar
Aldís Ásta Íslandsmeistari.
Aldís Ásta Íslandsmeistari. Vísir/Hulda Margrét

Aldís Ásta Heimisdóttir hefur spilað frábærlega í úrslitaeinvíginu gegn Val. Hún skoraði 6 mörk í dag og var í skýjunum með Íslandsmeistaratitilinn.

„Þetta er geggjað, ég get hreinlega ekki sett þetta í orð. Stuðningurinn sem við fengum var ómetanlegur, ég átti ekki von á að það myndu svona margir leggja leið sína í Reykjavík sem gerir þetta ennþá betra," sagði Aldís himinlifandi.

Tímabilið hjá KA/Þór hefur verið fullkomið, þær unnu allt sem í boði var og átti Aldís Ásta síður von á svona mögnuðu tímabili.

„Ég bjóst ekki við þessu magnaða afreki fyrir mót. Fyrsta markmið var að komast í úrslitakeppnina en síðan vorum við bara svo frábærar að við settum allt púður í Íslandsmeistaratitilinn."

Það var mikill fögnuður þegar KA/Þór varð deildarmeistari og var Aldís Ásta spennt að fara norður og sjá hvernig það verður toppað

„Það er rosalegt kvöld framundan. Við erum með frábæra stjórn sem er eflaust búin að skipuleggja eitthvað rosalegt og er ég mjög spennt að komast norður og fagna," sagði Aldís að lokum.

Valur - Þór/KA Olís deild kvenna vetur 2021 handbolti HSÍVísir/Hulda Margrét

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×