Handbolti

Óvæntur sigur og Ómar heldur áfram að raða inn mörkum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ómar Ingi fagnar marki fyrr á leiktíðinni en hann lék á alls oddi í dag.
Ómar Ingi fagnar marki fyrr á leiktíðinni en hann lék á alls oddi í dag. Uwe Anspach/Getty

Ómar Ingi Magnússon var markahæsti leikmaður Magdeburg er liðið tapaði 33-30 fyrir Flensburg-Handewitt í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Ómar Ingi skoraði sjö mörk en það dugði ekki til sigurs. Jim Gottfridsson var markahæstur hjá Magdeburg en hann gerði einnig sjö mörk.

Viggó Kristjánsson gerði sex mörk fyrir Stuttgart sem tapaði 28-25 fyrir Stuttgart á heimavelli en Viggó var markahæsti leikmaður Stuttgart.

Arnór Þór Gunnarsson skoraði þrjú mörk er Bergrischer vann FRISCH AUF! Göppingen með minnsta mun 29-28 í Íslendingaslag. Gunnar Steinn Jónsson komst ekki á blað hjá Göppingen.

Balingen-Weilstetten gerði sér lítið fyrir og skellti Rhein-Neckar Löwen, 32-20. Íslendingarnir Oddur Grétarsson og Ýmir Örn Gíslason komust þó ekki á blað.

Viktor Gísli Hallgrímsson var með um þrjátíu prósent markvörslu er GOG vann 33-28 sigur á Holstebro í fyrri leik liðanna í leiknum um 3. sætið í Danmörku.

Óðinn Þór Ríkharðsson gerði fjögur mörk fyrir Holstebro en liðin mætast á nýjan leik á mánudag.

GOG þarf bara jafntefli í öðrum leiknum og þriðja sætið er þeirra en endi leikurinn með sigri Holstebro mætast liðin í oddaleik.

Kristján Örn Kristjánsson og félagar í Aix unnu 29-27 sigur á Limoges í Frakklandi. Aix er í fjórða sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×