Handbolti

Ákvörðun Tandra undir lok leiks var kolröng

Andri Már Eggertsson skrifar
Patrekur var svekktur í leiks lok.
Patrekur var svekktur í leiks lok. Vísir/Hulda Margrét

Selfoss er komið í bílstjórasætið í einvíginu gegn Stjörnunni eftir að hafa unnið þá  í Garðabænum 24-26. Patrekur Jóhannesson þjálfari Stjörnunnar var afar svekktur eftir leikinn.

Tandri Már Konráðsson náði sér ekki á strik í leiknum og fór illa að ráði sínu undir lok leiks þar sem hann freista þess að skjóta Stjörnunni inn í leikinn undir lokinn í stað þess að vernda muninn fyrir næsta leik.

„Það var léleg ákvörðun hjá Tandra að skjóta undir lok leiks, hann átti ekki að gera þetta og lítið annað um það að segja," sagði Patrekur eftir leik.

Leikurinn í kvöld var hin allra mesta skemmtun líkt og leikir milli þessara liða hafa verið í deildinni.

„Við klikkuðum mikið sóknarlega í fyrri hálfleik. Ég breytti varnarleiknum þó ég hafi verið ánægður með hann. Varnarlega vorum við að breyta mikið sem mér fannst ganga ágætlega en við fengum enga markvörslu í síðari hálfleik." 

Tandri Már Konráðsson besti leikmaður Stjörnunnar í vetur náði sér ekki á strik í kvöld og spiluðu Selfyssingar mjög góða vörn á hann allan leikinn.

„Selfoss er gott lið, þeir hafa eflaust lagt áherslu á að stoppa hann í kvöld. Mögulega kom ég honum ekki í þær stöður sem hann hefði nýst í. Tandri náði sér ekki á strik í kvöld, hann er frábær leikmaður og veit ég það að hann verður sterkari á Selfossi," sagði Patrekur að lokum.


Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×