Handbolti

Aron ekki með þegar Barcelona tryggði sig í úrslit

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Aron mun yfirgefa Barcelona í sumar.
Aron mun yfirgefa Barcelona í sumar. vísir/getty

Aron Pálmarsson og félagar í Barcelona eru skrefi nær spænska bikarmeistaratitlinum í handbolta eftir öruggan sextán marka sigur í undanúrslitum keppninnar í kvöld.

Aron var ekki í leikmannahópi Barcelona sem mætti Huesca í undanúrslitum.

Barcelona er langbesta handboltalið Spánar og það var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi lenda í kvöld en Börsungar leiddu með tíu mörkum í leikhléi, 23-13.

Fór að lokum svo að Barcelona vann sextán marka sigur, 43-27.

Barcelona mun mæta BM Sinfin í úrslitaleik á morgun.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.