Fleiri fréttir

Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Sviss 31:16

Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik vann mikilvægan sigur á Sviss í undankeppni Evrópumótsins í Vodafone-höllinni í dag. Eftir jafnar upphafsmínútur stungu íslensku stelpurnar af og unnu stórsigur 31-16.

Þægilegt hjá AG gegn Sävehof

Íslendingaliðið AG Kaupmannahöfn vann tveggja marka heimasigur á Sävehof frá Svíþjóð í síðari viðureign liðanna í sextán liða úrslitum Meistarardeildarinnar. Liðið fór sannfærandi áfram í keppninni.

Rhein Neckar-Löwen í undanúrslit EHF-keppninnar

Lærisveinar Guðmundar Þórðar Guðmundssonar í Rhein Neckar-Löwen eru komnir í undanúrslit EHF-keppninnar í handbolta. Liðið lagði Velenje frá Slóveníu í síðari leik liðanna í Þýskalandi í dag 30-29.

Björgvin Páll og félagar áfram

Björgvin Páll Gústavsson og félagar í SC Magdeburg eru komnir í undanúrslit EHF-keppninnar í handbolta eftir sigur á slóvaska félaginu Tatran Presov í dag.

Ágúst: Vil sjá fullt hús á leiknum

Stelpurnar okkar mæta Sviss öðru sinni á nokkrum dögum á morgun. Leikurinn er liður í undankeppni EM og þarf íslenska liðið sárlega á sigri að halda. Stelpurnar töpuðu fyrstu tveimur leikjum sínum í riðlinum en komust á sigurbraut fyrir helgi er þær lögðu svissneska liðið ytra.

Einar: Dómgæslan var skelfileg

Einari Jónssyni, þjálfara Fram, var heitt í hamsi eftir leikinn gegn Akureyri í kvöld. Þar köstuðu hans menn sigrinum frá sér undir lokin.

Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Afturelding 21-19

Haukar eru orðnir deildarmeistarar í handbolta þrátt fyrir að ein umferð sé enn eftir af N1-deild karla. Þeir unnu Aftureldingu í kvöld en á sama tíma mistókst FH að vinna HK.

Umfjöllun og viðtöl: Fram - Akureyri 29-29

Fram og Akureyri skildu jöfn 29-29 í N1 deildinni í kvöld. Leikurinn var æsispennandi og kaflaskiptur og hefðu Framarar getað unnið leikinn á lokasekúndunum en tókst ekki.

Umfjöllun og viðtöl: FH - HK 24-24 | FH-ingar komnir í úrslitakeppnina

FH-ingar unnu upp fimm marka forskot HK í seinni hálfleik og tryggðu sér 24-24 jafntefli og um leið öruggt sæti í úrslitakeppninni þegar FH og HK mættust í spennandi leik í Kaplakrika í N1 deild karla í kvöld. HK var 17-12 yfir í hálfleik og FH komst síðast yfir í leiknum í stöðunni 6-5 þegar fyrri hálfleikurinn var hálfnaður.

ÍR tryggði sér sæti í N1-deildinni

ÍR mun leika í deild þeirra bestu í handboltanum næsta vetur. ÍR-ingar tryggðu sér sigur í 1. deildinni í kvöld er þeir skelltu Víkingi örugglega.

Anton afgreiddi sína gömlu félaga

Valur hristi Gróttu af sér í síðari hálfleik í kvöld og vann góðan sigur á botnliðinu sem hefur lítið gert í vetur.

Sverre og félagar gerðu jafntefli við Lemgo

Sverre Andreas Jakobsson og félagar í Grosswallstadt komust upp í ellefta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í kvöld er liðið gerði jafntefli, 21-21, við Lemgo. Lemgo er sem fyrr í sjöunda sæti.

Haukar geta orðið deildarmeistarar í kvöld - heil umferð í N1 deild karla

Haukar geta tryggt sér deildarmeistaratitilinn í kvöld verði úrslitin þeim hagstæð en þá fer fram næstsíðasta umferðin í N1 deild karla í handbolta. Vinni Haukarnir Aftureldingu á sama tíma og nágrannar þeirra í FH tapa stigum á móti HK þá næla Haukar í þriðja titilinn á tímabilinu en þeir hafa þegar unnið bikarinn og deildarbikarinn.

Ágúst: Þolinmæði og aga þurfti til þess að klára leikinn

Eftir tvö töp í fyrstu tveimur leikjum riðlakeppninnar kom að því að stelpurnar okkar fögnuðu sigri. Þær unnu sannfærandi sjö marka sigur, 19-26, á Sviss en það tók liðið samt drjúgan tíma að hrista svissneska liðið af sér.

Öruggur sigur Íslands í Sviss

Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik fékk sín fyrstu stig í undankeppni EM í kvöld er það lagði Sviss af velli, 19-26, í St. Gallen.

Ágúst: Virkilega mikið undir fyrir okkur í þessum leik

Íslenska kvennalandsliðið mætir Sviss ytra í dag í undankeppni EM. Þetta er þriðji leikur íslenska liðsins í riðlinum. Fyrstu tveir leikirnir töpuðust þannig að stelpurnar þurfa nauðsynlega á sigri að halda í dag ætli þær sér að eygja von um að komast í lokakeppni EM.

Ekkert stöðvar Kiel | 25 sigrar í röð

Það er sem fyrr ekkert lát á lygilegu gengi Íslendingaliðsins Kiel en það vann í kvöld sinn 25. leik í röð í þýsku úrvalsdeildinni. Að þessu sinni völtuðu lærisveinar Alfreðs Gíslasonar yfir Melsungen. Aron Pálmarsson skoraði eitt mark í leiknum fyrir Kiel.

Íslensku strákarnir rólegir í léttum sigri AG

AG Kaupmannahöfn vann fjórtán marka sigur á botnliði Lemvig-Thyborøn, 39-25 í lokaumferð dönsku úrvalsdeildarinnar í kvöld en AG var fyrir nokkru búið að tryggja sér deildarmeistaratitilinn. AG náði því í 47 af 52 mögulegum stigum í umferðunum 26.

Ágúst er þokkalega bjartsýnn fyrir leikina gegn Sviss

Íslenska kvennalandsliðið handknattleik mætir á morgun liði Sviss í undankeppni EM og fer leikurinn fram í St.Gallen. Ágúst Þór Jóhannsson landsliðsþjálfari er þokkalega bjartsýnn fyrir leikinn en segir að leikurinn verði mjög erfiður. Landsliðsþjálfarinn var í viðtali í Boltanum á X977 í dag.

Löwen vann sterkan útisigur

Rhein-Neckar Löwen, lið Guðmundar Guðmundssonar, er í þriðja sæti þýsku úrvalsdeildarinnar eftir fínan útisigur, 29-30, á Göppingen í kvöld.

Alexander þarf líklega að fara í aðgerð | ÓL í uppnámi hjá honum

Landsliðsmaðurinn Alexander Petersson, leikmaður Füchse Berlin, er enn ekki búinn að jafna sig af erfiðum axlarmeiðslum og er framhaldið hjá honum í óvissu. Alexander er með rifna sin í öxl og hefur verið frá af þeim sökum í sex vikur. Meiðslin hafa aftur á móti verið að plaga hann í mun lengri tíma.

Haukar unnu í Digranesi - myndir

Haukar komust aftur á topp N1-deildar karla í gærkvöld er liðið lagði HK í Digranesi. Á sama tíma tapaði FH á Akureyri og missti þar með toppsætið í hendur nágranna sinna.

Fram lagði botnlið Gróttu

Eftir dapran fyrri hálfleik rifu Framarar sig upp í þeim síðari og lögðu botnlið Gróttu af velli með þriggja marka mun, 23-26.

Umfjöllun og viðtöl: Valur - Afturelding 24-20

Valsmenn unnu í kvöld fjögurra marka heimasigur, 24-20 á Aftureldingu í N1 deildinni. Leikurinn var lítið fyrir augað og virkuðu bæði lið frekar áhugalaus í leiknum. Sigurinn er þó kærkominn Valsmönnum enda eygja þeir ennþá litla von á sæti í úrslitakeppninni. Þeir þurfa þó að klára síðustu tvo leiki sína í deildinni ásamt því að treysta á hagstæð úrslit í öðrum leikjum.

Umfjöllun og viðtöl: HK - Haukar 20-26

Haukar unnu öruggan sigur,26-20, á HK í Digranesinu í kvöld og eru því komnir í efsta sæti deildarinnar. Sigur gestanna var aldrei í hættu og voru þeir einfaldleika mikið betri aðilinn í leiknum. Heimir Óli Heimisson skoraði sex mörk fyrir Hauka og Aron Rafn Eðvarðsson varði 18 skot í markinu.

Heil umferð í N1 deild karla í kvöld | spennan magnast

Heil umferð er í N1 deild karla í kvöld og hefjast allir leikirnir kl. 19.30, nema leikur Akureyrar og Íslandsmeistaraliðs FH sem hefst kl. 19.00. Það styttist í að úrslitakeppnin hefjist en aðeins þrjár umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Næst síðasta umferðin fer fram á fimmtudag og lokaumferðin fer fram 29. mars. Þrír leikir verða í beinni textalýsingu á Boltavaktinni á Vísi.

Füchse Berlin vann fyrri leikinn á móti HSV Hamburg

Lærisveinar Dags Sigurðssonar í Füchse Berlin munu fara með tveggja marka forystu í farteskinu til Hamborgar eftir 32-30 sigur á HSV Hamburg í kvöld í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

AGK vann Sävehof með níu mörkum i Svíþjóð | 14 íslensk mörk

AG Kaupmannahöfn er komið með annan fótinn í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar í handbolta eftir auðveldan níu marka sigur á sænska liðinu IK Sävehof, 34-25, í fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum keppninnar en leikurinn fór fram í Svíþjóð.

Naumur sigur Eyjakvenna á Akureyri

ÍBV vann tveggja marka sigur á KA/Þór, 24-22, í N1 deild kvenna í dag en leikurinn fór fram í KA-heimilinu á Akureyri. ÍBV styrkti stöðu sína í þriðja sæti deildarinnar en KA/Þór átti með sigri möguleika á því að komast upp í sjötta sætið sem er síðasta sætið sem gefur þátttökurétt í úrslitakeppninni.

Guðmundur: Þetta var óþarflega stórt tap

Eftir að hafa aðeins verið þremur mörkum undir í hálfleik, 16-13, sáu íslensku strákarnir ekki til sólar í þeim síðari gegn Þjóðverjum sem unnu afar öruggan og sannfærandi ellefu marka sigur.

Valtað yfir strákana okkar í Mannheim - myndir

Þjóðverjar kjöldrógu B-lið Íslands í vináttulandsleik sem fram fór í Mannheim í kvöld. Lokatölur 33-22 eftir að Þjóðverjar höfðu leitt með þremur mörkum í hálfleik, 16-13.

Strákarnir steinlágu í Þýskalandi

Íslenska landsliðið í handknattleik tapaði gegn Þjóðverjum, 33-22, í vináttulandsleik sem fram fór í Mannheim í kvöld. Íslenska liðið mætti laskað til leiks en flestir lykilmenn liðsins gátu ekki gefið kost á sér í leikinn.

Róbert verður fyrirliði í kvöld

Línumaðurinn Róbert Gunnarsson verður fyrirliði íslenska landsliðsins er það mætir Þjóðverjum í vináttulandsleik í Mannheim í kvöld.

Búist við um 10 þúsund manns á landsleikinn í kvöld

Íslenska karlalandsliðið í handknattleik spilar vináttulandsleik við Þýskaland klukkan 19.00 í kvöld. Leikurinn fer fram í Mannheim á heimavelli Rhein-Neckar Löwen sem landsliðsþjálfarinn, Guðmundur Guðmundsson, þjálfar.

Sjá næstu 50 fréttir