Guðmundur: Þetta var óþarflega stórt tap Henry Birgir Gunnarsson skrifar 15. mars 2012 07:00 Róbert Gunnarsson bar fyrirliðabandið í fyrsta skipti fyrir Ísland í gær og það á vellinum þar sem hann spilar fyrir lið sitt, Rhein-Neckar Löwen.nordic photos/bongarts Eftir að hafa aðeins verið þremur mörkum undir í hálfleik, 16-13, sáu íslensku strákarnir ekki til sólar í þeim síðari gegn Þjóðverjum sem unnu afar öruggan og sannfærandi ellefu marka sigur. Íslenska liðinu gekk vel að leysa 6/0 vörn Þjóðverjanna í fyrri hálfleik en átti aftur á móti engin svör við 5/1 vörninni sem Þjóðverjar spiluðu í þeim síðari. „Seinni hálfleikur var lélegur. Við höfðum í raun aðeins eina æfingu til þess að undirbúa okkur og þá bjuggum við okkur undir 6/0 vörn og sóknarleikurinn gekk vel gegn henni. Það var margt jákvætt við fyrri hálfleikinn en í þeim seinni vorum við ekki tilbúnir í slaginn. Þá fjaraði undan liðinu og menn gerðu sig seka um slæm mistök. Ég hefði verið tiltölulega sáttur við svona fimm marka tap en ellefu marka tap var óþarflega mikið," sagði landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson við Fréttablaðið eftir leikinn. Hann var að tefla fram illa reyndu liði í leiknum enda vantaði flesta lykilmenn íslenska liðsins í þennan leik. „Ég fékk fullt af svörum um hverjir koma til greina í þennan hóp og hverjir ekki. Hverjir eru að nálgast hann og hverjir eiga lengra í land. Þetta hjálpar mér fyrir að velja næsta hóp," sagði Guðmundur en hvernig voru menn að standa sig að hans mati? „Þetta var mjög kaflaskipt. Óli Bjarki kom inn með fína hluti og Aron átti flotta innkomu í markið og varði meðal annars sjö skot fyrsta korterið. 13 boltar hjá honum var fínt en Björgvin átti erfitt uppdráttar þann tíma sem hann spilaði," sagði Guðmundur en Björgvin varði ekkert skot þær 15 mínútur sem hann stóð í markinu. „Við fengum fín mörk frá Ólafi Gústafssyni en hann var ekki með fína skotnýtingu. Skaut þrettán sinnum að marki og skoraði fimm mörk. Stefán Rafn kom inn í síðari hálfleik og stóð sig vel. Ásgeir var góður í fyrri hálfleik og Sigurgeir Árni stóð sig vel í vörninni við hliðina á Vigni. Það var samt við ramman reip að draga í þessum leik. Það verður að viðurkennast og sóknarleikurinn ekki nægilega vel útfærður." Guðmundur hafði aðeins tvær æfingar til þess að undirbúa liðið og miðað við það var hann þokkalega sáttur við það sem hann sá í þessum leik. Landsliðsþjálfarinn var í sérstakri stöðu í gær enda var hann að stýra landsliðinu í höllinni þar sem hann stýrir liði sínu, Rhein-Neckar Löwen, í hverri viku. „Það var óneitanlega mjög sérstakt að vera í hlutverki andstæðingsins hérna. Það var samt mjög gaman og góð stemning hérna. Okkur Robba var sérstaklega vel fagnað og skemmtileg upplifun og sérstök tilfinning. Það var samt góður andi hérna og ég naut þessarar reynslu." Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Körfubolti Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Fleiri fréttir Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sjá meira
Eftir að hafa aðeins verið þremur mörkum undir í hálfleik, 16-13, sáu íslensku strákarnir ekki til sólar í þeim síðari gegn Þjóðverjum sem unnu afar öruggan og sannfærandi ellefu marka sigur. Íslenska liðinu gekk vel að leysa 6/0 vörn Þjóðverjanna í fyrri hálfleik en átti aftur á móti engin svör við 5/1 vörninni sem Þjóðverjar spiluðu í þeim síðari. „Seinni hálfleikur var lélegur. Við höfðum í raun aðeins eina æfingu til þess að undirbúa okkur og þá bjuggum við okkur undir 6/0 vörn og sóknarleikurinn gekk vel gegn henni. Það var margt jákvætt við fyrri hálfleikinn en í þeim seinni vorum við ekki tilbúnir í slaginn. Þá fjaraði undan liðinu og menn gerðu sig seka um slæm mistök. Ég hefði verið tiltölulega sáttur við svona fimm marka tap en ellefu marka tap var óþarflega mikið," sagði landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson við Fréttablaðið eftir leikinn. Hann var að tefla fram illa reyndu liði í leiknum enda vantaði flesta lykilmenn íslenska liðsins í þennan leik. „Ég fékk fullt af svörum um hverjir koma til greina í þennan hóp og hverjir ekki. Hverjir eru að nálgast hann og hverjir eiga lengra í land. Þetta hjálpar mér fyrir að velja næsta hóp," sagði Guðmundur en hvernig voru menn að standa sig að hans mati? „Þetta var mjög kaflaskipt. Óli Bjarki kom inn með fína hluti og Aron átti flotta innkomu í markið og varði meðal annars sjö skot fyrsta korterið. 13 boltar hjá honum var fínt en Björgvin átti erfitt uppdráttar þann tíma sem hann spilaði," sagði Guðmundur en Björgvin varði ekkert skot þær 15 mínútur sem hann stóð í markinu. „Við fengum fín mörk frá Ólafi Gústafssyni en hann var ekki með fína skotnýtingu. Skaut þrettán sinnum að marki og skoraði fimm mörk. Stefán Rafn kom inn í síðari hálfleik og stóð sig vel. Ásgeir var góður í fyrri hálfleik og Sigurgeir Árni stóð sig vel í vörninni við hliðina á Vigni. Það var samt við ramman reip að draga í þessum leik. Það verður að viðurkennast og sóknarleikurinn ekki nægilega vel útfærður." Guðmundur hafði aðeins tvær æfingar til þess að undirbúa liðið og miðað við það var hann þokkalega sáttur við það sem hann sá í þessum leik. Landsliðsþjálfarinn var í sérstakri stöðu í gær enda var hann að stýra landsliðinu í höllinni þar sem hann stýrir liði sínu, Rhein-Neckar Löwen, í hverri viku. „Það var óneitanlega mjög sérstakt að vera í hlutverki andstæðingsins hérna. Það var samt mjög gaman og góð stemning hérna. Okkur Robba var sérstaklega vel fagnað og skemmtileg upplifun og sérstök tilfinning. Það var samt góður andi hérna og ég naut þessarar reynslu."
Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Körfubolti Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Fleiri fréttir Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sjá meira