Handbolti

Þórir og félagar úr leik í Meistaradeildinni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þórir og félagar eru úr leik.
Þórir og félagar eru úr leik. Mynd / Stefán
Þórir Ólafsson og félagar í Kielce eru úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir 25-23 tap gegn Cimos Koper í síðari viðureign liðanna í Slóveníu.

Þórir Ólafsson skoraði fjögur mörk fyrir pólska liðið sem leiddi með einu marki í hálfleik, 12-13. Liðið náði ekki að halda uppteknum hætti í síðari hálfleik og mátti sætta sig við tap.

Kielce vann eins marks sigur í fyrri leik liðanna í Póllandi, 27-26. Liðið tapaði því samanlagt með eins marks mun, 51-50.

Matjaz Brumen skoraði átta mörk fyrir heimamenn sem eru komnir í átta liða úrslit keppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×