Handbolti

Sverre og félagar gerðu jafntefli við Lemgo

Sverre á ferðinni í kvöld.
Sverre á ferðinni í kvöld.
Sverre Andreas Jakobsson og félagar í Grosswallstadt komust upp í ellefta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í kvöld er liðið gerði jafntefli, 21-21, við Lemgo. Lemgo er sem fyrr í sjöunda sæti.

Grosswallstadt var skrefi á undan nær allan leikinn en Lemgo náði að jafna 90 sekúndum fyrir leikslok. Ekki tókst liðunum að nýta lokasóknir sínar og jafntefli því niðurstaðan.

Sverre stóð vaktina í vörninni sem fyrr og var einu sinni vikið af velli. Honum tókst ekki að skora að þessu sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×