Handbolti

AGK vann Sävehof með níu mörkum i Svíþjóð | 14 íslensk mörk

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðjón Valur skoraði fimm mörk.
Guðjón Valur skoraði fimm mörk. Mynd/Heimasíða AGK
AG Kaupmannahöfn er komið með annan fótinn í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar í handbolta eftir auðveldan níu marka sigur á sænska liðinu IK Sävehof, 34-25, í fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum keppninnar en leikurinn fór fram í Svíþjóð.

Allir fjórir íslensku landsliðsmennirnir komust á blað í leiknum. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði fimm mörk, Ólafur Stefánsson og Snorri Steinn Guðjónsson voru báðir með fjögur mörk og Arnór Atlason skoraði eitt mark.

AG komst var 19-9 yfir í hálfleik og komst í 22-9 í upphafi seinni hálfleiks en AG-liðið leyfði sér aðeins að slaka á í lokin og Svíarnir náðu aðeins að laga stöðuna.

Seinni leikur liðanna fer fram um næstu helgi og sá leikur verður spilaður á heimavelli AGK.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×