Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Afturelding 21-19 Elvar Geir Magnússon skrifar 23. mars 2012 14:29 Mynd/Elvis Haukar eru orðnir deildarmeistarar í handbolta þrátt fyrir að ein umferð sé enn eftir af N1-deild karla. Þeir unnu Aftureldingu í kvöld en á sama tíma mistókst FH að vinna HK. Þetta er þriðji titill Hauka á tímabilinu en þeir hafa þegar unnið bikarinn og deildarbikarinn. Leikurinn í Schenkerhöllinni í kvöld var mjög sérstakur. Haukaliðið var eins og svart og hvítt eftir hálfleikjum. Í fyrri hálfleik voru þeir eins og byrjendur í faginu en sýndu karakter í seinni hálfleik og unnu á endanum 21-19. Birkir Ívar Guðmundsson, markvörður, er vanur stórleikjum. Hann á stóran þátt í því að Haukar náðu að snúa leiknum við. Varði á mikilvægum augnablikum og dreif sína menn áfram. Fyrri hálfleikurinn einkenndist af miklum pirringi hjá heimamönnum og værukærð en eins og í góðu ævintýri endaði þetta með því að bikarinn fór á loft.Birkir Ívar: Glaður á bekknum meðan Aron ver 20 bolta í leik "Það er alveg ótrúlega skemmtilegt að vinna titla, þetta var verðskuldað þar að auki," sagði Birkir Ívar eftir leikinn "Við höfum lagt hart að okkur í vetur og það hefur verið stígandi í flestum aðgerðum. Þetta var mjög erfiður leikur í dag en ég er mjög ánægður með viljann og karakterinn sem menn sýndu í seinni hálfleik til að klára dæmið." "Það er gott að geta komið með eitthvað jákvætt í leikinn. Ég er með frábæran félaga em hefur staðið sig vel í vetur, Aron Rafn, og ég skal glaður sitja á bekknum ef hann heldur áfram að verja 20 bolta í leik."Aron Kristjáns: Töluðum íslensku í hálfleik "Þetta var mjög erfiður leikur og við komum skakkt inn í hann. Það spilaði margt saman, vafaatriði í dómgæslunni fóru á móti okkur og við fengum hraðaupphlaup í bakið. Afturelding er með baráttuglatt lið," sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka. "Liðið sýndi svakalegan karakter í seinni hálfleik. Birkir Ívar kom inn sem sannur fyrirliði og spilaði frábærlega. Hann reif félaga sína áfram. Við töluðum saman íslensku í hálfleik og menn rifu sig upp af rassgatinu í seinni hálfleik. Olís-deild karla Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Sjá meira
Haukar eru orðnir deildarmeistarar í handbolta þrátt fyrir að ein umferð sé enn eftir af N1-deild karla. Þeir unnu Aftureldingu í kvöld en á sama tíma mistókst FH að vinna HK. Þetta er þriðji titill Hauka á tímabilinu en þeir hafa þegar unnið bikarinn og deildarbikarinn. Leikurinn í Schenkerhöllinni í kvöld var mjög sérstakur. Haukaliðið var eins og svart og hvítt eftir hálfleikjum. Í fyrri hálfleik voru þeir eins og byrjendur í faginu en sýndu karakter í seinni hálfleik og unnu á endanum 21-19. Birkir Ívar Guðmundsson, markvörður, er vanur stórleikjum. Hann á stóran þátt í því að Haukar náðu að snúa leiknum við. Varði á mikilvægum augnablikum og dreif sína menn áfram. Fyrri hálfleikurinn einkenndist af miklum pirringi hjá heimamönnum og værukærð en eins og í góðu ævintýri endaði þetta með því að bikarinn fór á loft.Birkir Ívar: Glaður á bekknum meðan Aron ver 20 bolta í leik "Það er alveg ótrúlega skemmtilegt að vinna titla, þetta var verðskuldað þar að auki," sagði Birkir Ívar eftir leikinn "Við höfum lagt hart að okkur í vetur og það hefur verið stígandi í flestum aðgerðum. Þetta var mjög erfiður leikur í dag en ég er mjög ánægður með viljann og karakterinn sem menn sýndu í seinni hálfleik til að klára dæmið." "Það er gott að geta komið með eitthvað jákvætt í leikinn. Ég er með frábæran félaga em hefur staðið sig vel í vetur, Aron Rafn, og ég skal glaður sitja á bekknum ef hann heldur áfram að verja 20 bolta í leik."Aron Kristjáns: Töluðum íslensku í hálfleik "Þetta var mjög erfiður leikur og við komum skakkt inn í hann. Það spilaði margt saman, vafaatriði í dómgæslunni fóru á móti okkur og við fengum hraðaupphlaup í bakið. Afturelding er með baráttuglatt lið," sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka. "Liðið sýndi svakalegan karakter í seinni hálfleik. Birkir Ívar kom inn sem sannur fyrirliði og spilaði frábærlega. Hann reif félaga sína áfram. Við töluðum saman íslensku í hálfleik og menn rifu sig upp af rassgatinu í seinni hálfleik.
Olís-deild karla Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Sjá meira