Handbolti

Þægilegt hjá AG gegn Sävehof

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Félagarnir Snorri Steinn og Guðjón Valur voru í eldlínunni með AG í dag.
Félagarnir Snorri Steinn og Guðjón Valur voru í eldlínunni með AG í dag. Mynd / Facebook-síða AG
Íslendingaliðið AG Kaupmannahöfn vann tveggja marka heimasigur á Sävehof frá Svíþjóð í síðari viðureign liðanna í sextán liða úrslitum Meistarardeildarinnar. Liðið fór sannfærandi áfram í keppninni.

AG vann níu marka sigur í fyrri leik liðanna í Svíþjóð og voru því tiltölulega öruggir áfram fyrir leik dagsins.

Sävehof mættu þó ákveðnir til leiks og leiddu til að mynda 7-3. Öll von gestanna var þó úti þegar AG skoraði fimm síðustu mörk hálfleiksins og leiddu í leikhléi.

Heimamenn héldu forystunni í síðari hálfleik þar sem leikmenn beggja liða virkuðu frekar áhugalausir enda úrslitin löngu ráðin.

Mikkel Hansen var markahæstur heimamanna með sjö mörk. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði fjögur mörk og Snorri Steinn Guðjónsson eitt. Ólafur Stefánsson hvíldi stærstan hluta leiksins og Arnór Atlason kom ekkert við sögu.

Emil Berggren var markahæstur gestanna með sjö mörk.


Tengdar fréttir

Björgvin Páll og félagar áfram

Björgvin Páll Gústavsson og félagar í SC Magdeburg eru komnir í undanúrslit EHF-keppninnar í handbolta eftir sigur á slóvaska félaginu Tatran Presov í dag.

Rhein Neckar-Löwen í undanúrslit EHF-keppninnar

Lærisveinar Guðmundar Þórðar Guðmundssonar í Rhein Neckar-Löwen eru komnir í undanúrslit EHF-keppninnar í handbolta. Liðið lagði Velenje frá Slóveníu í síðari leik liðanna í Þýskalandi í dag 30-29.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×