Handbolti

Kiel með annan fótinn í átta liða úrslit

Aron Pálmarsson.
Aron Pálmarsson.
Kiel er komið með annan fótinn í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir stórsigur, 24-36, á pólska liðinu Wisla Plock í kvöld.

Þetta var fyrri leikur liðanna og fór hann fram í Póllandi. Verður að teljast afar ólíklegt að pólska liðið snúi þessu við á heimavelli Kiel sem er líklega besta lið heims í dag.

Aron Pálmarsson átti virkilega góðan leik fyrir Kiel í kvöld og skoraði þrjú mörk og lagði upp fjölda annarra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×