Handbolti

Róbert verður fyrirliði í kvöld

Róbert í leik gegn Dönum.
Róbert í leik gegn Dönum. mynd/ole nielsen
Línumaðurinn Róbert Gunnarsson verður fyrirliði íslenska landsliðsins er það mætir Þjóðverjum í vináttulandsleik í Mannheim í kvöld.

Ólafur Stefánsson og Guðjón Valur Sigurðsson hafa oftast borið fyrirliðabandið á síðustu árum en þeir eru báðir fjarri góðu gamni í kvöld enda er lið þeirra, AG, að spila í kvöld.

Róbert mun því bera bandið fyrir framan stuðningsmenn sína en leikurinn fer fram á heimavelli Rhein-Neckar Löwen sem Róbert leikur með.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×