Fleiri fréttir

Framkonur unnu tveggja marka sigur í Eyjum

Fram náði aftur tveggja stiga forskoti á Val á toppi N1 deildar kvenna eftir tveggja marka sigur á ÍBV, 19-17, í Vestmannaeyjum í kvöld. Framliðið hefur þar með unnið 13 af 14 deildarleikjum sínum á tímabilinu en Eyjakonur eru áfram í þriðja sæti deildarinnar.

Spennan magnast í N1 deild karla | þrír leikir í kvöld

Þrír leikir eru á dagskrá í kvöld í N1 deild karla í handbolta. Fjögur efstu lið deildarinnar leika í undanúrslitum þegar úrslitakeppnin hefst og er mili barátta um þau sæti. Fram og Valur áttust við í gær þegar 18. umferðin hófst en stórleikur kvöldsins er án efa leikur Hauka og Akureyrar.

Sigfús: Fram vann þetta á heimadómgæslu

"Ég er mjög ánægður með tveggja marka tap þrátt fyrir að hafa verið tveimur til þremur mönnum færri allan leikinn," sagði Sigfús Sigurðsson allt annað en sáttur við dómgæsluna í Safamýrinni í dag er Fram lagði Val með tveggja marka mun í mikilvægum leik.

Lykilsigur hjá Fram - myndir

Það var hart tekist á þegar Fram og Valur mættust í gríðarlega mikilvægum handboltaleik í Safamýri í dag.

Öruggt hjá Berlin | Tap hjá Rúnari og Kára

Lið Dags Sigurðssonar, Füchse Berlin, styrkti í dag stöðu sína í öðru sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik með afar öruggum sigri á Hildesheim. Füchse er nú með þriggja stiga forskot á Flensburg sem er í þriðja sæti en er samt átta stigum á eftir toppliði Kiel sem er búið að vinna alla leiki sína í deildinni í vetur.

Tap hjá Íslendingaliðunum í þýsku B-deildinni

Tvö Íslendingalið voru á ferðinni í þýsku B-deildinni í handknattleik í dag. Þau töpuðu bæði. Arnór Þór Gunnarsson skoraði 5 mörk fyrir Bittenfeld og Árni Þór Sigtryggsson 4 er það tapaði gegn Empor Rostock, 36-33.

Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 30-28

Framarar sigruðu granna sína í Val í Reykjavíkurslagnum í N1-deildinni í handbolta karla í dag. Lokatölurnar urðu 30-28 í leik sem var spennandi langt fram í síðari hálfleik þegar Framarar sigu fram úr. Gríðarlega mikilvægur fyrir Framara í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni en Valsmenn eru aftur á móti í slæmum málum.

Kiel búið að vinna 24 leiki í röð í deildinni

Íslendingaliðið Kiel er komið með tíu stiga forskot í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik eftir að liðið vann sinn 24. leik í röð í deildinni. Ótrúlegur árangur. Að þessu sinni voru það Sverre Andreas Jakobsson og félagar hans í Grosswallstadt sem urðu að sætta sig við tap gegn liði Alfreðs Gíslasonar.

Öruggt hjá Stjörnunni gegn KA/Þór

Stjarnan komst í dag upp að hlið HK í fjórða sæti N1-deildar kvenna er það vann öruggan sex marka sigur á KA/Þór sem er í sjöunda sæti.

Gróttustúlkur í sjötta sætið | Leik Fram og ÍBV frestað

Alls voru 168 áhorfendur mættir á Nesið í dag er Grótta tók á móti FH í mikilvægum leik í N1-deild kvenna. Leikurinn var jafn og spennandi en Grótta þó alltaf skrefi á undan og vann að lokum góðan þriggja marka sigur. Sunna María Einarsdóttir fór hamförum og skoraði tíu mörk.

Geir tekur við Bregenz í Austurríki

Austurríska handknattleiksfélagið Bregenz er augljóslega hrifið af íslenskum þjálfurum því það hefur nú ráðið Geir Sveinsson sem þjálfara liðsins. Geir tekur við liðinu af Martin Liptak.

Valskonur unnu 19 marka sigur á HK í kvöld

Íslands- og bikarmeistarar Vals unnu 19 marka sigur á HK, 41-22, í Vodfone-höllinni í kvöld og komust með því upp að hlið Fram á toppi N1 deildar kvenna. Valsliðið er búið að vinna alla sjö heimaleiki sína í vetur.

Sjötti heimasigur Rhein-Neckar Löwen í röð

Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar í Rhein-Neckar Löwen héldu sigurgöngu sinni áfram á heimavelli í kvöld þegar liðið vann þriggja marka sigur á Björgvini Pál Gústavssyni og félögum í SC Magdeburg, 30-27, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Löwen styrkti stöðu sína í fimmta sætinu með þessum sigri sem var sá sjötti í röð í SAP Arena.

Margir fjarverandi gegn Þjóðverjum | Tveir nýliðar í hópnum

Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari karla í handbolta, hefur valið 17 leikmenn sem fara til Þýskalands í næstu viku og leika þar vináttulandsleik gegn Þýskalandi í Mannheim. Leikurinn fer fram miðvikudaginn 14.mars og hefst klukkan 19.00 að íslenskum tíma.

Hádramatík þegar Valsmenn unnu toppliðið - myndir

Valsmenn héldu lífi í voninni um sæti í úrslitakeppni N1 deildar karla með 28-27 sigri á FH í 17. umferð N1 deildar karla í kvöld. Valsmenn hafa þar með náð í þrjú stig af fjórum mögulegum í síðustu tveimur leikjum sínum á móti toppliðum deildarinnar. Valsliðið tók stig af Haukum í umferðinni á undan en það jafntefli kostaði Haukana toppsætið.

Grótta vann mjög óvæntan sigur á Haukum

Botnlið Gróttu fagnaði sínum fyrsta sigri í vetur þegar liðið vann þriggja marka sigur á bikarmeisturum Hauka, 23-20, á Seltjarnarnesinu í N1 deild karla í handbolta í kvöld. Haukarnir lentu mest sjö mörkum undir og hið unga lið Gróttu hélt síðan út í lokin.

Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - HK 31-28 | Akureyri í toppbaráttuna

Akureyri vann sinn fjórða leik í röð í N1 deild karla í handbolta í kvöld þegar liðið vann þriggja marka sigur á HK í Höllinni á Akureyri. HK var fyrir leikinn búið að vinna báða deildarleiki liðanna í vetur. Akureyringar komust upp fyrir HK og upp í þriðja sætið með þessum sigri en norðanmenn eru búnir að vinna sjö af síðustu átta deildarleikjum sínum.

Umfjöllun og viðtöl: Fram - Afturelding 30-25

Þrátt fyrir að hafa verið undir fyrstu 48 mínútur leiksins náðu Framarar að stíga upp fyrir lokin og tryggja sér öruggan 5 marka sigur á Aftureldingu í N1-deild karla í kvöld, 30-25.

Umfjöllun og viðtöl: Valur - FH 28-27 | Umdeilt sigurmark

Sveinn Aron Sveinsson tryggði Val afar nauman og umdeildan sigur á FH í kvöld. Markið skoraði hann úr hraðaupphlaupi á lokasekúndunum og er deilt um hvort að leiktíminn hafi verið útrunninn þegar boltinn hafnaði í netinu.

Kiel vann 23. leikinn í röð | Þrjú Íslendingalið unnu sína leiki

Þrjú Íslendingalið unnu sína leiki í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld en lærisveinar Alfreðs Gíslasonar gefa ekkert eftir og unnu í kvöld 23. deildarleikinn sínn í röð á þessu tímabili. Hannover-Burgdorf og Rhein-Neckar Löwen unnu líka sína leiki en Großwallstadt, Wetzlar og Bergischer þurftu að sætta sig við tap.

Guðjón Valur og Snorri Steinn með 11 mörk saman í sigri AG

Guðjón Valur Sigurðsson skoraði sex mörk og Snorri Steinn Guðjónsson var með fimm mörk þegar AG Kaupmannahöfn vann 29-26 útisigur á Skanderborg í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld og styrkti þar með stöðu sína á toppnum.

Alexander með á ný og Füchse Berlin vann

Füchse Berlin, lið Dags Sigurðssonar vann öruggan sjö marka útisigur á TuS N-Lübbecke, 31-24, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Füchse Berlin stakk af í seinni hálfleik eftir jafnan fyrri hálfleik.

Arnór Atlason slapp með skrekkinn

Arnór Atlason, fyrirliði AG frá Kaupmannahöfn, er ekki eins mikið meiddur og óttast var í fyrstu og ætti íslenski landsliðsmaðurinn því að geta spilað leikina á móti Sävehof í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Andersson fer til AG í Kaupmannahöfn

Sænski handknattleikskappinn Kim Andersson hefur staðfest við sænska fjölmiðla að hann ætli sér að fara til danska ofurliðsins, AG. Kiel er á mála hjá liði Alfreð Gíslasonar, Kiel, en hann vildi ekki framlengja samning sinn við félagið sem rennur út eftir eitt ár.

Arnór meiddist í dag | Ege sleit hásin

Arnór Atlason meiddist í leik með liði sínu, AG Kaupmannahöfn í dönsku úrvalsdeildinni í dag. Liðsfélagi hans, markvörðurinn Steinar Ege, sleit hásin og verður frá næstu sex mánuðina.

HK vann skyldusigur á Gróttu

Einn leikur fór fram í N1-deild karla í dag. HK vann nauman sigur á botnliði Gróttu, 33-30. Gróttumenn eru því enn að bíða eftir fyrsta sigrinum.

Óvæntur sigur Gummersbach á Magdeburg

Björgvin Páll Gústavsson spilaði síðustu sautján mínúturnar þegar að lið hans, Magdeburg, tapaði heldur óvænt fyrir Gummersbach í þýsku úrvalsdeildinni í dag.

Berlínarverkefnið dafnar vel

Bob Hanning var í júlí árið 2005 ráðinn framkvæmdastjóri hins nýstofnaða handboltaliðs Füchse Berlin. Það var klofið úr Reinickendorfer Füchse – rótgrónu íþróttafélagi sem hefur verið starfandi í þýsku höfuðborginni síðan 1891.

Kiel mætir Hamburg í undanúrslitum

Lið Alfreðs Gíslasonar, Kiel, fær heldur betur erfiðan mótherja í undanúrslitum þýsku bikarkeppninnar því þar mætir liðið Þýskalandsmeisturum Hamburgar.

Sjá næstu 50 fréttir