Fleiri fréttir

Ecclestone tilbúinn að kaupa Arsenal

Formúlumógúllinn Bernie Eccelstone lýsir því yfir við The Times í dag að hann myndi kaupa Arsenal í dag ef það væri til sölu. Ecclestone hefur verið orðaður við yfirtöku en ljóst er að ekki verður af henni fyrr en í fyrsta lagi í apríl á næsta ári þar sem fimm stærstu hluthafar félagsins hafa komist að samkomulagi um að hreyfa ekki sinn hlut fyrr en þá. Ecclestone ásælist hlut fimmmenninganna enda vill hann ráða öllu þar sem er.

Dyer á leið til West Ham eftir allt

The Times heldur því fram að vef sínum að Kieron Dyer sé á leið til West Ham eftir allt en félagskipti hans til Íslendingaliðsins West Ham runnu út í sandinn í vikunni eftir að Newcastle hækkaði verðmiðann á honum um tvær milljónir punda á elleftu stundu. Útlit er fyrir að málamiðlun náist þar sem Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Newcastle, hefur lítil not af leikmanni sem vill komast burt af persónulegum ástæðum og er hataðaur af stuðningsmönnum liðsins.

W.B.A. kaupir Pele

West Bromwich Albion hefur keypt miðjumanninn Pele frá Southampton fyrir eina milljón punda. Pele skrifaði undir tveggja ára samning við félagið með möguleika á að bæta við þriðja árinu. Pele þótti standa sig mjög vel á sínu fyrsta ári hjá Southampton í fyrra.

Petit hefur áhyggjur af Arsenal

Emmanuel Petit, fyrrverandi miðjumaður franska landsliðsins og Arsenal, hefur áhyggjar af því lið Arsenal nái ekki meistaradeildarsæti á komandi leiktímabili. Hann segir að liðið sé búið að selja of marga leikmenn. Thierry Henry, Freddie Ljungberg og Jose Antonio Reyes hafa allir verið seldir á meðan stjórinn hefur aðeins keypt Eduardo da Silva og Bakari Sagna.

Taylor frá í mánuð

Varnarmaðurinn sterki hjá Birmingham, Matthew Taylor, mun missa af fyrsta mánuði tímabilsins vegna meiðsla. Taylor reif magavöðva í síðustu viku og mun gangast undir aðgerð á mánudaginn. Taylor spilaði stórt hlutverk fyrir Birmingham á síðasta tímabili þegar Birmingham vann sér inn sæti í ensku úrvalsdeildinni og hlaut að launum nýjan þriggja ára samning við félagið í apríl.

Wenger hefur trú á sínum mönnum

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, er sannfærður um að lið hans hafi það sem þurfi til að berjast um efsta sætið í ensku úrvalsdeildinni sem hefst á morgun. „Við búum yfir miklum innri styrk. Ég hef það á tilfinningunni að við munum gera góða hluti, sama hvað aðrir segja,“ sagði Wenger.

Chelsea landar Alex

Chelsea hefur loksins náð að landa brasilíska varnarmanninum Alex frá PSV Eindhoven. Chelsea hefur lengi reynt að fá leikmanninn og eftir þrjú ár í Hollandi hefur hann loksins fengið atvinnuleyfi í Englandi. Alex hefur staðist læknisskoðun hjá félaginu og hefur skrifað undir þriggja ára samning.

Allardyce ætlar að vinna sína gömlu lærisveina á morgun

Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Newcastle, segir að uppbygging liðsins muni taka tíma, en hann vill að liðið vinni fyrsta deildarleik sinn á morgun gegn Bolton. Allardyce kom einmitt til Newcastle í sumar frá Bolton, en þar hafði hann verið við stjórnvölinn í sjö og hálft ár.

Tevez málið frá A til Ö

Carlos Tevez hefur fengið treyjunúmerið 32 hjá sínu nýja liði Manchester United. Þar með er einum flóknustu félagaskiptum í sögunni lokið, í bili alla vega. Hér fyrir neðan getur þú nú lesið þér til um hvernig málið þróaðist, frá upphafi til enda.

Íslensku atvinnumennirnir blogga á Vísi

Nú geta lesendur Vísis fengið enn betri innsýn í lífið í enska boltanum. Nokkrir af bestu knattspyrnumönnum þjóðarinnar ætla nefnilega að planta sér fyrir framan lyklaborðið og leyfa lesendum að fylgjast með því hvernig lífið í atvinnumennskunni gengur fyrir sig.

Aston Villa fær Carson út tímabilið

Aston Villa hefur tryggt sér enska landsliðsmarkvörðinn Scott Carson frá Liverpool á lánssamningi út tímabilið. Þar með hafði Aston Villa betur en Manchester City sem hafði mikinn áhuga á að fá markvörðinn í sínar raðir.

Joey Barton: Ég er bara mannlegur

Joey Barton, miðjumaður Newcastle, viðurkennir að hann hafi gert mörg mistök á ferlinum en hann vill að fólk viti að hann er góður strákur. „Ég er enginn pörupiltur,“ sagði Barton. „Fólk sem þekkir mig, fólk sem ég virði, veit hvernig persóna ég er.“ Eins og fram hefur komið gæti Barton átt allt að fimm ára fangelsi yfir höfði sér fyrir að berja fyrrverandi liðsfélaga sinn á æfingu.

Lampard segir að Robben verði saknað

Frank Lampard segir að leikmenn Chelsea muni sakna Hollendingsins Arjan Robben þegar hann yfirgefur félagið til að leita á vit ævintýranna í Madríd. Spænskir fjölmiðlar hafa haldið því fram að Robben sé búinn að samþykkja að ganga til liðs við Real Madrid en það hefur ekki verið staðfest opinberlega ennþá.

Birmingham fær Djourou að láni frá Arsenal

Birmingham hefur tryggt sér hinn unga Johan Djourou á láni frá Arsenal. Þessi tvítugi leikmaður gerði samning við Birmingham fram að árámótum, en möguleiki er að framlengja samninginn að þeim tíma loknum.

Tevez er löglegur með United

Sky Sports greinir nú frá því að félagaskipti Carlos Tevez hafi loksins verið samþykkt af enska knattspyrnusambandinu. Hann er því löglegur með Manchester United gegn Reading um helgina.

Áskriftarsala á Sýn gengur frábærlega

“Staðan á áskriftarsölunni er betri en ég þorði að vona,” segir Hilmar Björnsson sjónvarpsstjóri Sýnar en enski boltinn byrjar að rúlla aftur á stöðinni um helgina eftir þriggja ára hlé. Hann segir mikinn fjölda búinn að tryggja sér áskrift þrátt fyrir að tímabilið sé enn ekki formlega hafið.

Rooney fetar í fótspor Eiðs Smára

Í nýrri auglýsingu sem nú er dreift á netinu bregður Wayne Rooney á leik með Dirty Sanchez genginu. Auglýsingin minnir um margt á atriði sem Eiður Smári tók upp í garðinum sínum með þeim Sveppa, Audda og Pétri.

Luque að yfirgefa Newcastle

Spánverjinn Albert Luque virðist staðráðinn í að enda árs langa martröð sína hjá Newcastle. Tvö lið vilja fá hann að láni út næsta tímabil. Luque var keyptur til Newcastle í fyrra á 9.5 milljónir punda frá Deportiva La Coruna en hann hefur átt í miklum erfiðleikum á Englandi og ekki fest sig í sessi hjá Newcastle.

Voronin valinn bestur á undirbúningstímabilinu

Andriy Voronin, Úkraínumaðurinn sem gekk til liðs við Liverpool í sumar frá Bayer Leverkusen, hefur verið valinn besti leikmaður Liverpool á undirbúningstímabilinu. Kosning fór fram á heimasíðu liðsins og vann Voronin með 68% greiddra atkvæða.

Heiðar gæti spilað á laugardag

Heiðar Helguson, sem í sumar gekk til liðs við Bolton, gæti leikið með sínum nýju félögum á laugardag þegar liðið tekur á móti Newcastle. Heiðar er óðum að jafna sig á smávægilegum meislum sem hann hlaut í æfingaleik gegn Colchester.

Lampard vill bíða með nýjan samning í ár

Enski landsliðsmaðurinn Frank Lampard vill bíða í eitt ár með að skrifa undir nýjan samning við Chelsea þar sem hann ætlar að einbeita sér að því að vinna ensku úrvalsdeildina með félaginu. Hann segir við breska götublaðið The Sun að það sé ástæða þess að samningaviðræður á milli hans og forráðamanna Chelsea hafi siglt í strand. Enginn ágreiningur sé um peninga líkt og haldið hefur verið fram.

Quinn fer ef Keane hættir

Niall Quinn, stjórnarformaður Sunderland, hefur lýst því yfir að hann standi 100% á bak við Roy Keane, knattspyrnustjóra liðsins. Hann hefur varað stuðningsmenn liðsins við því að ef Keane fari þá muni hann fylgja honum burt frá félaginu.

Eggert óánægður með vinnubrögð Newcastle

Eggert Magnússon, stjórnarformaður West Ham, hefur greint frá óánægju sinni með vinnubrögð Newcastle eftir að félagið hætti við að selja Kieron Dyer til West Ham á síðustu stundu nema kaupverðið yrði hækkað um tvær milljónir punda. Eggert segist furðu lostinn yfir því að Newcastle hafi hækkað verðið á síðustu stundu.

Gallas verður fyrirliði Arsenal

Franski varnarmaðurinn William Gallas verður næsti fyrirliði Arsenal, en þetta tilkynnti félagið í dag. Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal segist hafa valið Gallas vegna reynslunnar sem hann býr yfir, en Gilberto og Kolo Toure verða varafyrirliðar.

Varaforseti FIFA: „England óvinsæl knattspyrnuþjóð“

Varaforseti FIFA, Jack Warner, heldur því fram að England sé svo óvinsæl knattspyrnuþjóð að beiðni þeirra um að fá að halda heimsmeistarakeppni landsliða árið 2018 sé dauðadæmd. England hefur einu sinni fengið að halda keppnina en það var árið 1966, eina skiptið sem Englendingar urðu heimsmeistarar.

Eggert: „Ég óska Tevez alls hins besta í framtíðinni“

Eggert Magnússon viðurkennir að hann sé ánægður með að Carloc Tevez málið sé loksins að baki. Tevez þess nú að félagsskipti hans frá West Ham til Manchester United gangi formlega í gegn. Eggert óskar Tevez alls hins besta hjá nýju félagi og er ánægður með að málið hafi verið leyst.

Liverpool á eftir markverði Lens

Liverpool er í viðræðum við franska lið Lens um kaup á markverðinum Charles Itandje, og þar með greiða leið Scott Carson sem vill fara á lánssamning hjá Aston Villa út tímabilið. Liverpool ætlar að reyna að fá hinn 24 ára Itandje áður en liðið leikur við Toulouse í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í næstu viku.

Barton gæti átt von á allt að fimm ára fangelsi

Joey Barton, miðjumaður Newcastle, lýsti sig saklausan í réttarsal í dag, en hann er ákærður fyrir að berja Ousmane Dabo, fyrrverandi liðsfélaga sinn hjá Manchester City á æfingu. Barton var kærður fyrir líkamsárás og gæti átt allt að fimm ára fangelsi yfir höfði sér. Atvikið átti sér stað þann 1. maí síðasliðinn og var Barton sektaður af félaginu og að lokum seldur til Newcastle.

Aston Villa ætlar að fá Scott Carson

Aston Villa er nú við það að klófesta enska landsliðsmarkvörðinn Scott Carson út tímabilið á lánssamning frá Liverpool. Aston Villa hefur verið að leita að markverði, en aðalmarkvörður liðsins, Thomas Sörensen, er meiddur og hefur ekki ennþá skrifað undir nýjan samning við félagið.

Campbell tilbúinn ef að kallið kemur frá McClaren

Sol Campbell, varnarmaður Portsmouth, greindi frá því í gær að hann muni glaður svara kallinu ef að Steve McClaren muni óska eftir þjónustu hans í enska landsliðinu aftur. Campbell var sár eftir að honum var tilkynnt fyrir ári að hann væri dottinn úr landsliðshópnum, en McClaren las skilaboðin inn á talhólfið hans.

Shay Given missir af byrjun tímabilsins

Shay Given, markvörður Newcastle, mun missa af byrjun ensku úrvalsdeildarinnar vegna meiðsla. Given meiddist í vináttuleik við Sampdoria um síðustu helgi en ekki er enn vitað hversu slæm meiðslin eru, en talið er að meiðslin séu svipuð og hann átti í erfiðleikum með á síðustu leiktíð.

Keane keypti dýrasta markvörð Bretlands

Skotinn Craig Gordon varð í gær dýrasti markmaður Bretlandseyja og þriðji dýrasti markmaður í heimi þegar hann gekk til liðs við Sunderland frá Hearts í Skotlandi.

Sunderland kaupir markvörð fyrir metfé

Sunderland hefur náð samkomulagi við skoska landsliðsmarkvörðinn Craig Gordon. Sunderland borgar Hearts níu milljónir punda fyrir leikmanninn sem er hæsta upphæð sem að lið á Bretlandseyjum hefur borgað fyrir markvörð. Þetta er einnig hæsta upphæð sem að Sunderland hefur borgað fyrir leikmann í sögu félagsins.

Playboystúlka á Anfield

Búlgarski U21 landsliðsmaðurinn Nikolay Mihaylov sem gekk til liðs við Liverpool í síðasta mánuði er kannski ekki þekktur fyrir að skora hjá andstæðingunum enda er hann markvörður. Hann er hins vegar mest þekktur fyrir að skora hjá kærustu sinni, Nikoleta Lozanova, enda var hún Leikfélagi ársins hjá Playboy í Búlgaríu árið 2006.

Solskjær ánægður með að fá Tevez til United

Norðmaðurinn Ole Gunnar Solskjær, framherji Manchester United, segir að leikmenn liðsins séu mjög spenntir fyrir að fá Argentínumanninn Carlos Tevez til liðsins. Tevez bíður nú eftir að hann verði löglegur með liðinu og vonast er til að hann geti spilað gegn Reading á sunnudaginn.

Aston Villa hefur viðræður við Gordon á morgun

Skoska liðið Hearts hefur samþykkt tilboð frá Aston Villa í markvörðinn Craig Gordon og mun leikmaðurinn hefja samningsviðræður við Martin O´Neill, framkvæmdastjóra Aston Villa á morgun. Kaupverðið er talið vera um sjö milljónir punda.

Mido: Þrjú lið á eftir mér

Framherjinn sterki hjá Tottenham, Mido, segir í viðtali við The Daily Mail í dag að þrjú lið séu á höttunum eftir honum.

Erikson setur Mills, Dabo og Dickov á sölulista

Sven-Göran Eriksson, framkvæmdastjóri Manchester City, segist vera tilbúinn að skoða tilboð sem berast í leikmennina Danny Mills, Ousmane Dabo og Paul Dickov. Erikson hefur fengið átta leikmenn til liðsins síðan hann tók við stjórn liðsins í júlí og ætlar losa sig við þremenningana þar sem hann telur þá ekki hafa það sem þarf til að koma liðinu í fremstu röð.

Settu þitt mark á 4 4 2

4 4 2 með Guðna Bergs er ekkert minna en bylting í umfjöllun um enska boltann á Íslandi. Þátturinn verður á dagskrá öll laugardagskvöld og hefst skömmu eftir að flautað er til leiksloka í síðasta laugardagsleiknum.

Máli Tevez seinkar enn

Enn dragast félagaskipti Carlos Tevez í Manchester United á langinn. Talið var að frá þeim yrði gengið í dag og að Tevez gæti leikið með sínu nýja liði gegn Reading í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar á laugardag. Sky Sports greindi frá því rétt í þessu að af því verði ekki og Tevez verði ekki löglegur með United um næstu helgi.

Leroy Lita meiddist í rúminu

Leroy Lita, framherji Reading, er nú í kapphlaupi við tímann svo að hann geti spilað fyrsta leik félagsins á tímabilinu gegn Manchester United á sunnudaginn. Lita er meiddur á fæti, en það er ekki vitað hvað er að honum. Hann vaknaði í rúminu sínu á sunnudaginn og var þá sárkvalinn.

West Bromwich Albion kaupir Morrison frá Middlesbrough

West Bromwich Albion hefur keypt miðjumanninn James Morrison frá Middlesbrough á 1,5 milljónir punda, en kaupverðið gæti hækkað í 2,2 milljónir punda. Morrison, sem er 21 árs gamall, skrifaði undir fjögurra ára samning við West Bromwich.

Newcastle kaupir Enrique frá Villareal

Newcastle hefur tryggt sér þjónustu spænska U21 árs landsliðsmannsins Jose Enrique frá Villareal. Newcastle borgar 6,3 milljónir punda fyrir leikmanninn en hann skrifaði undir fimm ára samning við félagið. Enrique er sjöundi leikmaðurinn sem Newcastle fær í sumar.

McClaren ætlar að fljúga til Bandaríkjanna til að hitta Beckham

Steve McClaren, knattspyrnustjóri enska landsliðsins, ætlar að fljúga til Bandaríkjanna á fimmtudaginn til að hitta David Beckham og meta styrkleika bandarísku deildarinnar. Beckham hefur ekki ennþá spilað í deildinni vegna meiðsla og er ekki líklegt að hann verði tilbúinn fyrir vináttulandsleikinn gegn Þýskalandi í næstu viku.

Sjá næstu 50 fréttir