Fleiri fréttir

Tíu Kórdrengir héldu lífi í toppbaráttunni

Fimm leikir fóru fram í Lengjudeild karla í dag. Alex Freyr Hilmarsson var hetja Kórdrengja þegar að liðið vann Grindavík 2-1, Afturelding vann 3-1 sigur gegn Þrótti R., tíu leikmenn Fram kláruðu 2-1 sigur gegn Gróttu, Selfyssingar tryggðu áframhaldandi veru í deildinni með 3-0 sigri gegn Víkingi Ólafsvík og Þór frá Akureyri og Fjölnir gerðu markalaust jafntefli.

„Er hann þá ekki svolítið búinn að missa hópinn?“

„Leikirnir þeirra eru að hleypast upp í allt of mikla kaós,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir, sérfræðingur Pepsi Max markanna, um lið Fylkis eftir 1-0 tap liðsins fyrir Stjörnunni í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta. Fylkiskonur eru í mikilli fallhættu.

Þrjú rauð spjöld á loft þegar KR endurheimti toppsæti Lengjudeildarinnar

Heil umferð var á dagskrá í Lengjudeild kvenna í kvöld. KR-ingar unnu Aftureldingu 3-0 í toppslag deildarinnar þar sem að þrjú rauð spjöld fóru á loft, Grótta vann 2-1 sigur á Aftureldingu, Haukar unnu Augnablik 3-2, Víkingur vann 4-1 sigur gegn ÍA og Grindvíkingar gerðu 4-4 jafntefli gegn FH.

Umfjöllun og viðtöl: Kefla­vík – Breiða­blik 1-1 | Blikastúlkur björguðu stigi

Keflavík gerði 1-1 jafntefli á móti Blikum á HS Orku vellinum í kvöld. Keflavík hékk fyrir ofan fallsæti fyrir leik á markatölunni einni, þurfti nauðsynlega á sigri að halda í kvöld. Valur tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í gær og eru því Blikar að setja einbeitingu sína á Meistaradeildina, en þær halda til Króatíu 1. september og spila þar við Osijek í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Gunnar Magnús Jónsson: Við missum einn dag í hvíld

Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflvíkinga, var afar svekktur með að hafa misst leikinn niður í 1-1 jafntefli gegn Breiðablik í kvöld. Hann vandar dómurum leiksins ekki kveðjurnar, en Selma Sól virtist vera rangstæð þegar hún skoraði jöfnunarmarkið.

Guðmann tók í lurginn á samherja sínum

Guðmann Þórisson hafði lítinn húmor fyrir því þegar Hörður Ingi Gunnarsson, samherji hans, var að dútla með knöttinn í eigin vítateig gegn Keflavík er liðin mættust í Kaplakrika. Guðmann lét Hörð Inga heyra það og bakvörðurinn svaraði fullum hálsi.

„Rútuferðirnar voru örugglega hluti af þessu“

„Tvær rútuferðir. Ein á Húsavík og önnur á Krókinn. Eftir það var þetta pottþétt,“ sagði Pétur Pétursson, þjálfari nýkrýndra Íslandsmeistara Vals, sposkur á svip þegar hann var spurður hvað hefði skilað liðinu titlinum.

Þórsarar tóku illa í beiðni stuðnings­sveitar Blika

Stuðningsfólk Þórs Akureyrar hefur lítinn áhuga á að styðja lið Breiðabliks í leiknum gegn KA í Pepsi Max deild karla í kvöld. Svo virðist sem bæjarstoltið toppi ríginn sem ríkir á milli félaganna.

Stuðnings­sveit Blika biður Þórsara um hjálp

Kópacabana, stuðningsmannasveit Breiðabliks, hefur beðið um aðstoð fyrir leikinn mikilvæga gegn KA í kvöld. Sveitin hefur beðið gallharða Þórsara um að mæta með sér í stúkuna og styðja við bakið á Blikum er liðið mætir á Greifavöll í dag.

„Ákveðið að djamma svolítið í kvöld og það tókst“

Kristján Guðmundsson var í ákveðnum „djammgír“ eftir 1-0 sigur Stjörnunnar gegn Fylki í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta í kvöld. Sigurinn var afar verðskuldaður en Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir skoraði sigurmarkið þegar korter var til leiksloka með föstu skoti utan teigs.

Kristinn fram­lengir til ársins 2023

Kristinn Steindórsson hefur framlengt samning sinn við Breiðablik til ársins 2023. Þetta kemur fram á samfélagsmiðlum félagsins í dag.

Slysið haft mikil áhrif á feril Sölva: „Bíllinn flaug 40 metra“

Sölvi Geir Ottesen, varnarmaður Víkings Reykjavíkur, tilkynnti í viðtali við Stöð 2 í gær að yfirstandandi leiktíð væri hans síðasta á ferlinum. Sá ferill hefur að miklu leyti einkennst af meiðslum sem rekja má aftur til bílslyss sem hann lenti í ungur að árum.

Umfjöllun og viðtöl: Leiknir R. - HK 0-0 | Markalaust í Breiðholti

Það var mikið í húfi fyrir gestina úr Kópavogi þegar þeir mættu nýliðum Leiknis á Domusnovavellinum.Markmenn beggja liða voru á tánum í leiknum og átti þeir báðir góðan leik. Í fyrri hálfleik átti Arnar Freyr Ólafsson frábæra markvörslu þegar hann varði skalla frá Sóloni Breka.Í seinni hálfleik varði Guy Smit þrumu skot frá Ívari Erni Jónssyni. Liðin fóru síðan bæði að skjóta boltanum langt fram sem lukkaðist ekki og 0-0 jafntefli niðurstaðan.

Birkir: Við erum bara í bullandi fallbaráttu

Birkir Hlynsson, aðstoðarþjálfari ÍBV, stýrði liðinu gegn Selfyssingum í kvöld. Hann var ósáttur með leik liðsins í en ÍBV tapaði 6-2. Hann segir liðið vera í bullandi fallbaráttu.

„Þetta er svolítið glórulaust hjá mér“

„Þetta gerðist svo fljótt að það eina sem mér datt í hug var að henda hausnum fyrir þetta. sagði Sölvi Geir Ottesen, varnarmaður Víkings, um björgun sína á marklínu með höfðinu er lið hans vann Val 2-1 í toppslag í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í gær. Sölvi Geir segist ætla að hætta eftir tímabilið og vill kveðja með Íslandsmeistaratitli.

Erlingur fann fyrir ó­þægindum og var tekinn af velli

Erlingur Agnarsson, leikmaður Víkings, var tekinn af velli í fyrri hálfleik á 2-1 sigri á Íslandsmeisturum Vals í gær. Erlingur og Haukur Páll Sigurðsson skullu saman með þeim afleiðingum að Erlingur þurfti að yfirgefa völlinn snemma leiks.

Sjá næstu 50 fréttir