Fleiri fréttir Weston hefur leikið sinn síðasta leik fyrir KR KR hefur gengið frá starfslokasamningi við varnarmanninn Rhys Weston en hann hefur þar með leikið sinn síðasta leik fyrir KR. 16.8.2012 14:17 Lars Lagerbäck: Gunnleifur og Hannes eru mjög jafnir Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska landsliðsins, hrósaði markvörðunum Gunnleifi Gunnleifssyni og Hannesi Þór Halldórssyni á blaðamannafundi eftir sigurinn á Færeyjum í gær. Hannes hefur byrjað leikina að undanförnu en Gunnleifur fékk tækifærið í gærkvöldi og hélt hreinu. 16.8.2012 07:30 Nær Þór/KA sex stiga forskoti? Þór/KA getur stigið stórt skref í átt að fyrsta Íslandsmeistaratitli sínum í kvöld þegar liðið sækir Breiðablik heim á Kópavogsvöllinn. Þór/KA, sem er búið að vinna fimm af síðustu sex leikjum sínum, nær sex stiga forskoti á Íslandsmeistara Stjörnunnar með sigri en aðeins fjórar umferðir eru eftir. 16.8.2012 06:00 Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Færeyjar 2-0 | Fyrsti sigur Lagerbäck í höfn Íslenska landsliðið í fótbolta vann sinn fyrsta leik undir stjórn Lars Lagerbäck þegar liðið lagði Færeyinga að velli, 2-0, á Laugardalsvellinum í kvöld. Eftir töp í fjórum fyrstu leikjunum á útivelli móti sterkum þjóðum tókst íslensku strákunum að landa sigri í frumraun Svíans í Laugardalnum. Sigurinn var fyrir öllu því frammistaðan var ekki alltof sannfærandi sérstaklega í seinni hálfleiknum. 15.8.2012 14:37 Fyrsti sigurinn undir stjórn Lars - myndir Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann í kvöld sinn fyrsta sigur undir stjórn Svíans Lars Lagerbäck. Íslandi lagði þá Færeyjar, 2-0. 15.8.2012 23:30 Kolbeinn: Er ekki kominn í toppform "Við erum ánægðir með sigurinn, það er jákvæði punkturinn í leiknum að við náðum loksins að sigra en eins og flestir sáu þá var þetta ekki nógu góður leikur hjá okkur og tempóið ekki nógu hátt. Við verðum að taka jákvæðu punktana úr leiknum og vinna í þeim neikvæðu, þá er ég nokkuð bartsýnn fyrir Noregs leikinn," sagði Kolbeinn Sigþórsson framherji Íslands sem skoraði bæði mörk liðsins. 15.8.2012 23:07 Gylfi Þór: Alveg sama hvar ég spila "Þetta var hægur leikur en það er alltaf gott að ná að sigra Færeyinga. Við héldum hreinu og það var fín stemning á leiknum. Það voru margir sem sungu allan leikinn og vonandi heldur það áfram,“ sagði Gylfi Sigurðsson en það vakti athygli að hann tók ekki horn- og aukaspyrnur Íslands í leiknum. 15.8.2012 23:05 Eiður: Gott að sigra án þess að leika vel "Ég held við séum sáttir við sigurinn en það hefði hæglega getað verið meiri hraði í leiknum,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen eftir sigurinn á Færeyjum í kvöld. 15.8.2012 23:02 Lagerbäck þurfti ekki að skoða Alfreð í kvöld - þarf að koma sínu á hreint Alfreð Finnbogason fékk ekki tækifæri hjá Lars Lagerbäck í 2-0 sigrinum á Færeyjum í kvöld og vakti það nokkra athygli enda hefur Alfreð verið að raða inn mörkum í sænsku deildinni í sumar. 15.8.2012 23:04 Byrjunarlið Íslands á móti Færeyjum KSÍ hefur tilkynnt byrjunarlið íslenska landsliðsins fyrir vináttulandsleikinn á móti Færeyjum á Laugardalsvelli í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19.45 og er síðasti undirbúningsleikur Íslands fyrir undankeppni HM 2014. 15.8.2012 18:39 Allir Íslandsvinirnir í byrjunarliði Færeyja - markvörður Man. City á bekknum Lars Olsen, þjálfari færeyska landsliðsins, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt á móti Íslandi á Laugardalsvelli í í kvöld en leikurinn hefst klukkan 19.45. 15.8.2012 15:50 Elín Metta með sína aðra þrennu í fjórum leikjum - sjáið mörkin Hin 17 ára gamla Elín Metta Jensen hefur farið mikinn í Pepsi-deild kvenna í sumar og skoraði í gær þrennu í 7-1 stórsigri á KR á Vodafonevellinum. Þetta var önnur þrenna Elínar Mettu í fjórum síðustu deildarleikjum Vals en hún er alls búin að skora 13 mörk í 14 leikjum í Pepsi-deildinni í sumar. 15.8.2012 15:45 Fimm lið án lykilmanna á mánudaginn Fimm lið í Pepsi-deild karla verða án lykilmanna í 16. umferð Pepsi-deildar karla sem hefst á mánudagskvöld. Leikmennirnir taka út leikbönn. 15.8.2012 09:30 Alfreð: Hef aldrei verið í betra formi Alfreð Finnbogason hefur farið á kostum með Helsingborg í sænsku úrvalsdeildinni. Skorar og leggur upp mörk í nánast hverjum leik. Þeir eru því margir sem vilja sjá hann í byrjunarliðinu gegn Færeyingum í kvöld. 15.8.2012 10:00 Gylfi: Viljum byggja upp jákvæðari stemningu fyrir landsliðinu Gylfi Þór Sigurðsson segir að það sé eitt af markmiðum landsliðsins að byggja upp betri stemningu í kringum landsliðið en umræðan um það hefur verið neikvæð í ansi langan tíma. 15.8.2012 09:00 Við verðum að fara að vinna leiki Íslenska karlalandsliðið leikur í kvöld sinn fyrsta heimaleik undir stjórn Svíans Lars Lagerbäck. Þá koma Færeyingar í heimsókn á Laugardalsvöllinn en þetta er vináttulandsleikur á milli þjóðanna. 15.8.2012 07:00 Dean Martin fagnaði með heljarstökki Dean Martin, leikmaður og aðstoðarþjálfari Skagamanna, fagnaði marki sínu í 3-2 sigrinum gegn Keflavík á dögunum með glæsilegu heljarstökki. Martin verður fertugur þann 31. ágúst. 14.8.2012 23:45 Pepsi-mörkin: Umfjöllun um 15. umferð karla í heild sinni á Vísi Hörður Magnússon og félagar hans í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 sport fóru yfir gang mála í leikjunum úr 15. umferð Pepsideildar karla. Það gekk mikið á í leikjunum sex og alls voru skoruð 28 mörk og höfðu sérfræðingar þáttarsins, Hjörvar Hafliðason og Tómas Ingi Tómasson, um nóg að ræða. Þátturinn er aðgengilegur í heild sinni á sjónvarpshluta Vísis. 14.8.2012 15:15 Jón Daði: Fagmennskan meiri en 2010 Jón Daði Böðvarsson, miðjumaður Selfyssinga, er leikmaður 15. umferðar að mati Fréttablaðsins. Jón Daði skoraði tvívegis í 4–2 sigri á Fram en sigurinn var lífsnauðsynlegur í baráttu Sunnlendinga á botni deildarinnar. 14.8.2012 06:00 Arnór Ingvi lánaður til Noregs Hinn stórefnilegi leikmaður Keflvíkinga, Arnór Ingvi Traustason, mun ekki spila fleiri leiki með Keflavík í sumar því búið er að lána hann til norska liðsins Sandnes Ulf. 13.8.2012 22:52 Heimir: Erum risaeðlur þegar kemur að bjórsölu á vellinum Heimir Hallgrímsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari í knattspyrnu, segir að mikið sé í það lagt að búa til góða umgjörð og stemningu í kringum íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu. 13.8.2012 21:15 Ellismellurinn: Arnar og Bjarki fyrir tuttugu árum Í Ellismellinum í Pepsi-mörkunum í gærkvöldi var farið tuttugu ár aftur í tímann þegar hús var tekið á Arnari og Bjarka Gunnlaugssonum. 13.8.2012 13:45 Mál Arnórs Ingva skýrast í vikunni Keflvíkingum hefur borist tilboð frá norska félaginu Sandnes Ulf í Arnór Ingva Traustason. Félagið leikur í efstu deild norsku knattspyrnunnar. 13.8.2012 11:45 Pepsi-mörkin: Markaregnið úr 15. umferð Það var mikið um að vera í leikjunum sex sem fram fóru í Pepsi-deild karla í fótbolta í gærkvöld. 13.8.2012 10:45 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Valur 2-3 Titilvonir KR-inga minnkuðu til muna þegar liðið tapaði 3-2 gegn Valsmönnum í 15. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Kristinn Freyr Sigurðsson skoraði sigurmark Valsmanna í síðari hálfleik. 12.8.2012 00:01 Fimmti sigur Valsmanna á KR-velli á sex árum - myndir Valsmenn kunna einstaklega vel við sig á KR-vellinum og það breyttist ekki í kvöld þegar þeir unnu 3-2 sigur á Íslands- og bikarmeisturnum. Kristinn Freyr Sigurðsson skoraði sigurmarkið eftir að KR-ingar höfðu unnið upp tveggja marka forystu nágranna sinna af Hlíðarenda. 12.8.2012 22:35 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Keflavík - ÍA 2-3 Skagamenn unnu sinn annan sigur í röð í Pepsi-deild karla í kvöld þegar þeir sóttu þrjú stig til Keflavíkur í 15. umferð deildarinnar. Skagamenn voru jafnframt að vinna sinn fyrsta útisigur í deildinni síðan að þeir unnu Fylkismenn um miðjan maí. 12.8.2012 18:30 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - ÍBV 0-4 ÍBV vann í kvöld auðveldan 4-0 útisigur á hörmulegu Fylkisliði í fimmtándu umferð Pepsi-deildarinnar. Eyjamenn náðu forystunni strax á fyrstu mínútu leiksins og litu aldrei til baka eftir það, en þeir hreinlega völtuðu yfir heimamenn í leiknum. 12.8.2012 17:15 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - FH 0-1 FH vann sannkallaðan vinnusigur gegn Breiðablik á Kópavogskvöldi en leiknum lauk 1-0. FH skoruðu á fyrstu mínútu og héldu svo örugglega í forystuna næstu 90. mínútur. 12.8.2012 00:01 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Grindavík 3-4 Grindvíkingar unnu frábæran sigur, 4-3, á Stjörnunni í Garðabæ í kvöld. Stjörnumenn komust í 2-0 en Grindvíkingar svöruðu með ótrúlegum síðari hálfleik og unnu flottan sigur. 12.8.2012 00:01 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Selfoss - Fram 4-2 Selfyssingar komu með mikla spennu inn í fallbaráttuna með því að vinna Framara, 4-2, á Selfossi í kvöld í leik liðanna í 15. umferð Pepsi-deildar karla. Selfyssingar voru ekki búnir að vinna leik síðan í maí eða síðan að þeir spiluðu síðast við Framliðið. 12.8.2012 00:01 Hver er þessi Chukwudi Chijindu sem er að slá í gegn hjá Þór? Chukwudi Chijindu skoraði bæði mörk Þórsara í 2-1 sigri á Víkingum í toppslag 1. deildar karla í Ólafsvík í gær. Chijindu hefur skorað fjögur mörk í fyrstu þremur leikjum sínum með Þór og er þegar orðinn markahæsti leikmaður liðsins í sumar. 12.8.2012 15:45 Miðstöð Boltavaktarinnar | Allir leikirnir á einum stað Íþróttavefur Vísis býður lesendum sínum upp á að fylgjast með öllum leikjum dagsins í Pepsi-deild karla samtímis en þá fer fram öll fimmtánda umferðin. 12.8.2012 19:00 Þórsarar upp í annað sætið - Chijindu með bæði mörkin Þórsarar eru komnir upp í annað sætið í 1. deild karla í fótbolta eftir 2-1 sigur á Víkingum í Ólafsvík í dag en Ólafvíkur-Víkingar eru engu að síður með tveggja stiga forskot á toppnum. Þórsarar eiga leik inni og eru í góðum málum í baráttu sinni fyrir að endurheimta sæti sitt í Pepsi-deildinni. 11.8.2012 17:58 Hallgrímur þriðji leikmaðurinn sem boðar forföll í Færeyjaleikinn Hallgrímur Jónasson varð í dag þriðji leikmaður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta sem dregur sig út úr landsliðshóp Lars Lagerbäck fyrir vináttulandsleik á móti Færeyjum á Laugardalsvellinum á miðvikudaginn kemur. 11.8.2012 16:57 Sölvi Geir missir af leiknum gegn Færeyjum Sölvi Geir Ottesen, leikmaður danska liðsins FC Kaupmannahafnar, verður ekki með íslenska landsliðinu í vináttuleiknum gegn Færeyingum á Laugardalsvellinum á miðvikudag. Sölvi Geir á við meiðsli að stríða en hann missti líka af leikjunum við Svía og Frakka í maí. 11.8.2012 15:27 Eyjakonur upp í þriðja sætið eftir stórsigur ÍBV er komið upp í 3. sæti í Pepsi-deild kvenna í fótbolta eftir 6-1 stórsigur á Aftureldingu á Hásteinsvelli í Eyjum í kvöld í lokaleik þrettándu umferðar. ÍBV fór upp fyrir Val og Breiðablik með þessum sigri og er nú aðeins einu stigi á eftir Íslandsmeisturum Stjörnunnar sem sitja í öðru sætinu. 10.8.2012 20:03 Sá fyrsti í sjö ár til að skora tvær þrennur á einu tímabili FH-ingurinn Atli Guðnason hefur verið á skotskónum í Pepsi-deild karla í sumar og er nú með tveggja marka forskot á listanum yfir markahæstu leikmenn deildarinnar. 10.8.2012 06:00 Guðlaug búin að taka aftur fram skóna á 41. aldursári Guðlaug Jónsdóttir, snéri aftur í úrvalsdeild kvenna í kvöld, þegar þessi fyrrum landsliðsmaður og margfaldur meistari með KR, kom inn á sem varamaður þegar KR vann 3-2 sigur á Fylki. Guðlaug hafði góð áhrif á Vesturbæjarliðið sem vann sinn fyrsta sigur í sumar. 9.8.2012 22:31 Langþráður sigur á hjá KR-konum | Blikar töpuðu stigum á Selfossi Botnliðin í Pepsi-deild kvenna bitu frá sér í 13. umferðinni í kvöld. KR vann 3-2 heimasigur á Fylki og Selfoss gerði 3-3 jafntefli við Blikakonur sem eru í 3. sæti deildarinnar. 9.8.2012 21:26 Þór/KA gefur ekkert eftir og vann stórsigur á FH Þór/KA-konur gefa ekkert eftir á toppi Pepsi-deildar kvenna en þær náðu sex stiga forskoti eftir 6-0 sigur á FH í fyrsta leik 13. umferðar á Akureyri í kvöld. Stjörnukonur geta minnkað forskotið aftur niður í þrjú stig seinna í kvöld. 9.8.2012 20:29 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Valur 2-3 | Elín Metta hetja Valskvenna Elín Metta Jensen skoraði sigurmark Valskvenna í viðbótartíma er liðið vann 3-2 útisigur á Stjörnunni í 13. umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld. Stjarnan tapaði dýrmætum sigur í titilbaráttunni en Valur stimplaði sig inn í toppbaráttuna á nýjan leik. 9.8.2012 17:06 Pepsi-mörkin: Allur þátturinn um 14. umferð aðgengilegur á Vísi Farið var yfir gang mála í öllum leikjunum í 14. umferð í Pepsideild karla í þættinum Pepsi-mörkin á Stöð 2 sport í gær. Þátturinn er aðgengilegur á Vísi í heild sinni. Í þættinum fóru þeir Hörður Magnússon, Reynir Leósson og Hjörvar Hafliðason yfir helstu atvikin í leikjunum sex og það var mikið fjör í leikjunum þar sem að 27 mörk voru skoruð og nokkur rauð spjöld fóru á loft. 9.8.2012 19:00 Þórður fékk áminningu og 25 þúsund króna sekt Þórður Þórðarson, þjálfari ÍA í Pepsi-deild karla, fékk í dag áminningu frá aga- og úrskurðarnefnd KSÍ fyrir viðbrögð sín í fjölmiðlum eftir tap á móti KR á KR-vellinum á dögunum. 9.8.2012 15:45 Freyr leikjahæstur hjá FH-sló met Harðar í gær Freyr Bjarnason varð í gærkvöld leikjahæsti leikmaður FH í efstu deild frá upphafi. Freyr lék sinn 175. leik fyrir FH í úrvalsdeildinni í gærkvöld þegar liðið burstaði Selfoss, 5-2. Metið átti markaskorarinn, Hörður Magnússon en hann lék á sínum tíma 174 leiki fyrir FH í efstu deild. 9.8.2012 14:09 Sjá næstu 50 fréttir
Weston hefur leikið sinn síðasta leik fyrir KR KR hefur gengið frá starfslokasamningi við varnarmanninn Rhys Weston en hann hefur þar með leikið sinn síðasta leik fyrir KR. 16.8.2012 14:17
Lars Lagerbäck: Gunnleifur og Hannes eru mjög jafnir Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska landsliðsins, hrósaði markvörðunum Gunnleifi Gunnleifssyni og Hannesi Þór Halldórssyni á blaðamannafundi eftir sigurinn á Færeyjum í gær. Hannes hefur byrjað leikina að undanförnu en Gunnleifur fékk tækifærið í gærkvöldi og hélt hreinu. 16.8.2012 07:30
Nær Þór/KA sex stiga forskoti? Þór/KA getur stigið stórt skref í átt að fyrsta Íslandsmeistaratitli sínum í kvöld þegar liðið sækir Breiðablik heim á Kópavogsvöllinn. Þór/KA, sem er búið að vinna fimm af síðustu sex leikjum sínum, nær sex stiga forskoti á Íslandsmeistara Stjörnunnar með sigri en aðeins fjórar umferðir eru eftir. 16.8.2012 06:00
Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Færeyjar 2-0 | Fyrsti sigur Lagerbäck í höfn Íslenska landsliðið í fótbolta vann sinn fyrsta leik undir stjórn Lars Lagerbäck þegar liðið lagði Færeyinga að velli, 2-0, á Laugardalsvellinum í kvöld. Eftir töp í fjórum fyrstu leikjunum á útivelli móti sterkum þjóðum tókst íslensku strákunum að landa sigri í frumraun Svíans í Laugardalnum. Sigurinn var fyrir öllu því frammistaðan var ekki alltof sannfærandi sérstaklega í seinni hálfleiknum. 15.8.2012 14:37
Fyrsti sigurinn undir stjórn Lars - myndir Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann í kvöld sinn fyrsta sigur undir stjórn Svíans Lars Lagerbäck. Íslandi lagði þá Færeyjar, 2-0. 15.8.2012 23:30
Kolbeinn: Er ekki kominn í toppform "Við erum ánægðir með sigurinn, það er jákvæði punkturinn í leiknum að við náðum loksins að sigra en eins og flestir sáu þá var þetta ekki nógu góður leikur hjá okkur og tempóið ekki nógu hátt. Við verðum að taka jákvæðu punktana úr leiknum og vinna í þeim neikvæðu, þá er ég nokkuð bartsýnn fyrir Noregs leikinn," sagði Kolbeinn Sigþórsson framherji Íslands sem skoraði bæði mörk liðsins. 15.8.2012 23:07
Gylfi Þór: Alveg sama hvar ég spila "Þetta var hægur leikur en það er alltaf gott að ná að sigra Færeyinga. Við héldum hreinu og það var fín stemning á leiknum. Það voru margir sem sungu allan leikinn og vonandi heldur það áfram,“ sagði Gylfi Sigurðsson en það vakti athygli að hann tók ekki horn- og aukaspyrnur Íslands í leiknum. 15.8.2012 23:05
Eiður: Gott að sigra án þess að leika vel "Ég held við séum sáttir við sigurinn en það hefði hæglega getað verið meiri hraði í leiknum,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen eftir sigurinn á Færeyjum í kvöld. 15.8.2012 23:02
Lagerbäck þurfti ekki að skoða Alfreð í kvöld - þarf að koma sínu á hreint Alfreð Finnbogason fékk ekki tækifæri hjá Lars Lagerbäck í 2-0 sigrinum á Færeyjum í kvöld og vakti það nokkra athygli enda hefur Alfreð verið að raða inn mörkum í sænsku deildinni í sumar. 15.8.2012 23:04
Byrjunarlið Íslands á móti Færeyjum KSÍ hefur tilkynnt byrjunarlið íslenska landsliðsins fyrir vináttulandsleikinn á móti Færeyjum á Laugardalsvelli í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19.45 og er síðasti undirbúningsleikur Íslands fyrir undankeppni HM 2014. 15.8.2012 18:39
Allir Íslandsvinirnir í byrjunarliði Færeyja - markvörður Man. City á bekknum Lars Olsen, þjálfari færeyska landsliðsins, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt á móti Íslandi á Laugardalsvelli í í kvöld en leikurinn hefst klukkan 19.45. 15.8.2012 15:50
Elín Metta með sína aðra þrennu í fjórum leikjum - sjáið mörkin Hin 17 ára gamla Elín Metta Jensen hefur farið mikinn í Pepsi-deild kvenna í sumar og skoraði í gær þrennu í 7-1 stórsigri á KR á Vodafonevellinum. Þetta var önnur þrenna Elínar Mettu í fjórum síðustu deildarleikjum Vals en hún er alls búin að skora 13 mörk í 14 leikjum í Pepsi-deildinni í sumar. 15.8.2012 15:45
Fimm lið án lykilmanna á mánudaginn Fimm lið í Pepsi-deild karla verða án lykilmanna í 16. umferð Pepsi-deildar karla sem hefst á mánudagskvöld. Leikmennirnir taka út leikbönn. 15.8.2012 09:30
Alfreð: Hef aldrei verið í betra formi Alfreð Finnbogason hefur farið á kostum með Helsingborg í sænsku úrvalsdeildinni. Skorar og leggur upp mörk í nánast hverjum leik. Þeir eru því margir sem vilja sjá hann í byrjunarliðinu gegn Færeyingum í kvöld. 15.8.2012 10:00
Gylfi: Viljum byggja upp jákvæðari stemningu fyrir landsliðinu Gylfi Þór Sigurðsson segir að það sé eitt af markmiðum landsliðsins að byggja upp betri stemningu í kringum landsliðið en umræðan um það hefur verið neikvæð í ansi langan tíma. 15.8.2012 09:00
Við verðum að fara að vinna leiki Íslenska karlalandsliðið leikur í kvöld sinn fyrsta heimaleik undir stjórn Svíans Lars Lagerbäck. Þá koma Færeyingar í heimsókn á Laugardalsvöllinn en þetta er vináttulandsleikur á milli þjóðanna. 15.8.2012 07:00
Dean Martin fagnaði með heljarstökki Dean Martin, leikmaður og aðstoðarþjálfari Skagamanna, fagnaði marki sínu í 3-2 sigrinum gegn Keflavík á dögunum með glæsilegu heljarstökki. Martin verður fertugur þann 31. ágúst. 14.8.2012 23:45
Pepsi-mörkin: Umfjöllun um 15. umferð karla í heild sinni á Vísi Hörður Magnússon og félagar hans í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 sport fóru yfir gang mála í leikjunum úr 15. umferð Pepsideildar karla. Það gekk mikið á í leikjunum sex og alls voru skoruð 28 mörk og höfðu sérfræðingar þáttarsins, Hjörvar Hafliðason og Tómas Ingi Tómasson, um nóg að ræða. Þátturinn er aðgengilegur í heild sinni á sjónvarpshluta Vísis. 14.8.2012 15:15
Jón Daði: Fagmennskan meiri en 2010 Jón Daði Böðvarsson, miðjumaður Selfyssinga, er leikmaður 15. umferðar að mati Fréttablaðsins. Jón Daði skoraði tvívegis í 4–2 sigri á Fram en sigurinn var lífsnauðsynlegur í baráttu Sunnlendinga á botni deildarinnar. 14.8.2012 06:00
Arnór Ingvi lánaður til Noregs Hinn stórefnilegi leikmaður Keflvíkinga, Arnór Ingvi Traustason, mun ekki spila fleiri leiki með Keflavík í sumar því búið er að lána hann til norska liðsins Sandnes Ulf. 13.8.2012 22:52
Heimir: Erum risaeðlur þegar kemur að bjórsölu á vellinum Heimir Hallgrímsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari í knattspyrnu, segir að mikið sé í það lagt að búa til góða umgjörð og stemningu í kringum íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu. 13.8.2012 21:15
Ellismellurinn: Arnar og Bjarki fyrir tuttugu árum Í Ellismellinum í Pepsi-mörkunum í gærkvöldi var farið tuttugu ár aftur í tímann þegar hús var tekið á Arnari og Bjarka Gunnlaugssonum. 13.8.2012 13:45
Mál Arnórs Ingva skýrast í vikunni Keflvíkingum hefur borist tilboð frá norska félaginu Sandnes Ulf í Arnór Ingva Traustason. Félagið leikur í efstu deild norsku knattspyrnunnar. 13.8.2012 11:45
Pepsi-mörkin: Markaregnið úr 15. umferð Það var mikið um að vera í leikjunum sex sem fram fóru í Pepsi-deild karla í fótbolta í gærkvöld. 13.8.2012 10:45
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Valur 2-3 Titilvonir KR-inga minnkuðu til muna þegar liðið tapaði 3-2 gegn Valsmönnum í 15. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Kristinn Freyr Sigurðsson skoraði sigurmark Valsmanna í síðari hálfleik. 12.8.2012 00:01
Fimmti sigur Valsmanna á KR-velli á sex árum - myndir Valsmenn kunna einstaklega vel við sig á KR-vellinum og það breyttist ekki í kvöld þegar þeir unnu 3-2 sigur á Íslands- og bikarmeisturnum. Kristinn Freyr Sigurðsson skoraði sigurmarkið eftir að KR-ingar höfðu unnið upp tveggja marka forystu nágranna sinna af Hlíðarenda. 12.8.2012 22:35
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Keflavík - ÍA 2-3 Skagamenn unnu sinn annan sigur í röð í Pepsi-deild karla í kvöld þegar þeir sóttu þrjú stig til Keflavíkur í 15. umferð deildarinnar. Skagamenn voru jafnframt að vinna sinn fyrsta útisigur í deildinni síðan að þeir unnu Fylkismenn um miðjan maí. 12.8.2012 18:30
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - ÍBV 0-4 ÍBV vann í kvöld auðveldan 4-0 útisigur á hörmulegu Fylkisliði í fimmtándu umferð Pepsi-deildarinnar. Eyjamenn náðu forystunni strax á fyrstu mínútu leiksins og litu aldrei til baka eftir það, en þeir hreinlega völtuðu yfir heimamenn í leiknum. 12.8.2012 17:15
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - FH 0-1 FH vann sannkallaðan vinnusigur gegn Breiðablik á Kópavogskvöldi en leiknum lauk 1-0. FH skoruðu á fyrstu mínútu og héldu svo örugglega í forystuna næstu 90. mínútur. 12.8.2012 00:01
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Grindavík 3-4 Grindvíkingar unnu frábæran sigur, 4-3, á Stjörnunni í Garðabæ í kvöld. Stjörnumenn komust í 2-0 en Grindvíkingar svöruðu með ótrúlegum síðari hálfleik og unnu flottan sigur. 12.8.2012 00:01
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Selfoss - Fram 4-2 Selfyssingar komu með mikla spennu inn í fallbaráttuna með því að vinna Framara, 4-2, á Selfossi í kvöld í leik liðanna í 15. umferð Pepsi-deildar karla. Selfyssingar voru ekki búnir að vinna leik síðan í maí eða síðan að þeir spiluðu síðast við Framliðið. 12.8.2012 00:01
Hver er þessi Chukwudi Chijindu sem er að slá í gegn hjá Þór? Chukwudi Chijindu skoraði bæði mörk Þórsara í 2-1 sigri á Víkingum í toppslag 1. deildar karla í Ólafsvík í gær. Chijindu hefur skorað fjögur mörk í fyrstu þremur leikjum sínum með Þór og er þegar orðinn markahæsti leikmaður liðsins í sumar. 12.8.2012 15:45
Miðstöð Boltavaktarinnar | Allir leikirnir á einum stað Íþróttavefur Vísis býður lesendum sínum upp á að fylgjast með öllum leikjum dagsins í Pepsi-deild karla samtímis en þá fer fram öll fimmtánda umferðin. 12.8.2012 19:00
Þórsarar upp í annað sætið - Chijindu með bæði mörkin Þórsarar eru komnir upp í annað sætið í 1. deild karla í fótbolta eftir 2-1 sigur á Víkingum í Ólafsvík í dag en Ólafvíkur-Víkingar eru engu að síður með tveggja stiga forskot á toppnum. Þórsarar eiga leik inni og eru í góðum málum í baráttu sinni fyrir að endurheimta sæti sitt í Pepsi-deildinni. 11.8.2012 17:58
Hallgrímur þriðji leikmaðurinn sem boðar forföll í Færeyjaleikinn Hallgrímur Jónasson varð í dag þriðji leikmaður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta sem dregur sig út úr landsliðshóp Lars Lagerbäck fyrir vináttulandsleik á móti Færeyjum á Laugardalsvellinum á miðvikudaginn kemur. 11.8.2012 16:57
Sölvi Geir missir af leiknum gegn Færeyjum Sölvi Geir Ottesen, leikmaður danska liðsins FC Kaupmannahafnar, verður ekki með íslenska landsliðinu í vináttuleiknum gegn Færeyingum á Laugardalsvellinum á miðvikudag. Sölvi Geir á við meiðsli að stríða en hann missti líka af leikjunum við Svía og Frakka í maí. 11.8.2012 15:27
Eyjakonur upp í þriðja sætið eftir stórsigur ÍBV er komið upp í 3. sæti í Pepsi-deild kvenna í fótbolta eftir 6-1 stórsigur á Aftureldingu á Hásteinsvelli í Eyjum í kvöld í lokaleik þrettándu umferðar. ÍBV fór upp fyrir Val og Breiðablik með þessum sigri og er nú aðeins einu stigi á eftir Íslandsmeisturum Stjörnunnar sem sitja í öðru sætinu. 10.8.2012 20:03
Sá fyrsti í sjö ár til að skora tvær þrennur á einu tímabili FH-ingurinn Atli Guðnason hefur verið á skotskónum í Pepsi-deild karla í sumar og er nú með tveggja marka forskot á listanum yfir markahæstu leikmenn deildarinnar. 10.8.2012 06:00
Guðlaug búin að taka aftur fram skóna á 41. aldursári Guðlaug Jónsdóttir, snéri aftur í úrvalsdeild kvenna í kvöld, þegar þessi fyrrum landsliðsmaður og margfaldur meistari með KR, kom inn á sem varamaður þegar KR vann 3-2 sigur á Fylki. Guðlaug hafði góð áhrif á Vesturbæjarliðið sem vann sinn fyrsta sigur í sumar. 9.8.2012 22:31
Langþráður sigur á hjá KR-konum | Blikar töpuðu stigum á Selfossi Botnliðin í Pepsi-deild kvenna bitu frá sér í 13. umferðinni í kvöld. KR vann 3-2 heimasigur á Fylki og Selfoss gerði 3-3 jafntefli við Blikakonur sem eru í 3. sæti deildarinnar. 9.8.2012 21:26
Þór/KA gefur ekkert eftir og vann stórsigur á FH Þór/KA-konur gefa ekkert eftir á toppi Pepsi-deildar kvenna en þær náðu sex stiga forskoti eftir 6-0 sigur á FH í fyrsta leik 13. umferðar á Akureyri í kvöld. Stjörnukonur geta minnkað forskotið aftur niður í þrjú stig seinna í kvöld. 9.8.2012 20:29
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Valur 2-3 | Elín Metta hetja Valskvenna Elín Metta Jensen skoraði sigurmark Valskvenna í viðbótartíma er liðið vann 3-2 útisigur á Stjörnunni í 13. umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld. Stjarnan tapaði dýrmætum sigur í titilbaráttunni en Valur stimplaði sig inn í toppbaráttuna á nýjan leik. 9.8.2012 17:06
Pepsi-mörkin: Allur þátturinn um 14. umferð aðgengilegur á Vísi Farið var yfir gang mála í öllum leikjunum í 14. umferð í Pepsideild karla í þættinum Pepsi-mörkin á Stöð 2 sport í gær. Þátturinn er aðgengilegur á Vísi í heild sinni. Í þættinum fóru þeir Hörður Magnússon, Reynir Leósson og Hjörvar Hafliðason yfir helstu atvikin í leikjunum sex og það var mikið fjör í leikjunum þar sem að 27 mörk voru skoruð og nokkur rauð spjöld fóru á loft. 9.8.2012 19:00
Þórður fékk áminningu og 25 þúsund króna sekt Þórður Þórðarson, þjálfari ÍA í Pepsi-deild karla, fékk í dag áminningu frá aga- og úrskurðarnefnd KSÍ fyrir viðbrögð sín í fjölmiðlum eftir tap á móti KR á KR-vellinum á dögunum. 9.8.2012 15:45
Freyr leikjahæstur hjá FH-sló met Harðar í gær Freyr Bjarnason varð í gærkvöld leikjahæsti leikmaður FH í efstu deild frá upphafi. Freyr lék sinn 175. leik fyrir FH í úrvalsdeildinni í gærkvöld þegar liðið burstaði Selfoss, 5-2. Metið átti markaskorarinn, Hörður Magnússon en hann lék á sínum tíma 174 leiki fyrir FH í efstu deild. 9.8.2012 14:09