Fleiri fréttir

Jósef búinn að skrifa undir þriggja ára samning

Jósef Kristinn Jósefsson skrifaði í dag undir þriggja ára samning við búlgarska liðið PSFC Chernomorets Burgas en hann var á reynslu hjá liðinu í síðasta mánuði. Þetat kemur fram á heimasíðu Grindavíkur.

Hver einasta snerting landsliðsmanna Íslands verður skoðuð

Knattspyrnusamband Íslands hefur gert samning við Prozone um leikgreiningu á landsleikjum Íslands næstu tvö árin en landsliðsþjálfarar Íslands hafa þá aðgang að mjög ítarlegum upplýsingum um frammistöðu leikmanna í landsleikjum. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ.

Jósef á leið til Búlgaríu

Bakvörðurinn sterki Jósef Kristinn Jósefsson mun ekki spila með Grindavík í Pepsi-deildinni í sumar því hann er farinn til Búlgaríu þar sem hann mun skrifa undir samning við PSFC Chernomorets Burgas.

Pétur Markan: Menn eru ekki náttúrulausir í Víkingi

Pétur Georg Markan leikmaður Víkings segir í viðtali við Stöð 2 að andrúmsloftið í herbúðum liðsins hafi aldrei verið betra þrátt fyrir að trúnaðarupplýsingar frá þjálfaranum hafi fyrir slysni verið sendar á alla leikmenn liðsins.

Leynilisti Leifs þjálfara lak út

Stjórnarmaður Víkings gerði þau skelfilegu mistök að senda leikmannalista Leifs Garðarssonar þjálfara á alla leikmenn liðsins. Á þessum leynilista Leifs eru leikmenn liðsins flokkaðir frá A og niður í D. Einnig eru umsagnir um flesta leikmenn liðsins á li

Pétur Georg Markan vantar leikskilning

Í excel-skjali sem Vísir hefur undir höndum má finna stöðumat leikmanna Víkings í Pepsi-deildinni. Matið er gert af þjálfaranum, Leifi Garðarssyni, og var fyrir slysni sent á alla leikmenn liðsins.

Ingólfur Sigurðsson fer aftur í KR

Ingólfur Sigurðsson hefur ákveðið að ganga til liðs við KR að nýju en hann var leystur undan samningi við hollenska félagið Heerenveen á dögunum og var í kjölfarið orðaður við æskufélag sitt Val. Ingólfur mun hinsvegar spila með KR-ingum í Pepsi-deild karla í sumar. Þetta kemur fram á heimasíðu KR-inga.

Magnús Már aftur í KR

Magnús Már Lúðvíksson er genginn í raðir KR á nýjan leik. Að þessu sinni kemur hann til KR frá norska félaginu Hödd. Þetta kemur fram á heimasíðu KR í dag.

Hilmar Geir til Keflavíkur

Keflavík hefur fengið góðan liðsstyrk fyrir átök sumarsins í Pepsi-deild karla en Hilmar Geir Eiðsson hefur gert tveggja ára samning við félagið.

Höfum verið tvístrað afl

FH-ingurinn Jón Rúnar Halldórsson er formaður Íslensks toppfótbolta sem er ný samtök félaga í efstu deild karla í knattspyrnu.

Valsmenn mæta KR í úrslitaleiknum - unnu Fylki í vítakeppni

Haraldur Björnsson, markvörður Vals, varði þrjár vítaspyrnur Fylkismanna í vítkeppni í undanúrslitaleik liðanna í Reykjavíkurmóti karla í fótbolta í Egilshöllinni í kvöld. Það var síðan Halldór Kristinn Halldórsson sem tryggði Val sæti í úrslitaleiknum með því að skora úr síðustu spyrnu Valsliðsins. Leiknum sjálfum lauk með 1-1 jafntefli en það var ekki framlengt heldur farið beint í vítakeppni.

Hannes varði víti frá Fram og KR fór í úrslitaleikinn

KR-ingar tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum á Reykjavíkurmóti karla í fótbolta með sigri á Fram í vítakeppni í undanúrslitaleik liðanna í Egilshöllinni í kvöld. Liðin höfðu gert markalaust jafntefli í venjulegum leiktíma en það var ekki framlengt heldur farið beint í vítakeppni..

Jón Rúnar: Ég á ekki von á öðru en að KSÍ-menn taki þessu vel

FH-ingurinn Jón Rúnar Halldórsson er formaður samtakanna Íslenskur Toppfótbolti sem eru ný samtök félaga í efstu deild karla í knattspyrnu. Jón kynnti nýju samtökin fyrir fjölmiðlum í dag. Félagið byggir á grunni Félags formanna í efstu deild karla sem hefur starfað síðan 1994 en þurfti að stofna ný samtök?

Íslenskur toppfótbolti - ný samtök félaga í efstu deild

Félögin tólf í efstu deild hafa stofnað félagið Íslenskur Toppfótbolti – samtök félaga í efstu deild karla í knattspyrnu. Þetta eru hagsmunasamtök þeirra félaga sem reka lið í Pepsideild karla í knattspyrnu. Félagið byggir á grunni Félags formanna í efstu deild karla sem hefur starfað síðan 1994.

Gunnar Heiðar búinn að semja við ÍBV

Gunnar Heiðar Þorvaldsson skrifað nú fyrir hádegi undir fjögurra ára samning við uppeldisfélag sitt, ÍBV. Gunnar mun leika í treyju númer tíu hjá félaginu.

Grindvíkingar sömdu við tékkneska framherjann Pospisil

Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur samið við tékkneska framherjann Michal Pospisil til næstu tveggja ára. Hann hefur verið til reynslu hjá félaginu að undanförnu og skoraði m.a. í tvígang í æfingaleik gegn Stjörnunni um helgina.

Samningi Ingólfs við Heerenveen sagt upp - fer hann í Val?

Ingólfur Sigurðsson er hættur hjá Heerenveen í Hollandi en það kemur fram á vef hollenska félagsins að samningi hans hafi verið sagt upp. Fótbolti.net skrifar um það í dag að Ingólfur sé hugsanlega á leiðinni í Val.

Keflavík vann fótbolti.net-mótið

Keflavík tryggði sér í gær sigur á fótbolta.net-mótinu sem haldið var í fyrsta skipti. Keflavík lagði ÍBV í úrslitaleik.

Myljandi hagnaður hjá KSÍ

Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, heldur áfram að gera það gott og enn eitt árið skilar sambandið myljandi hagnaði. Að þessu sinni skilaði sambandið hagnaði upp á 67 milljónir króna en áætlanir gerðu ráð fyrir 32 milljón króna hagnaði.

Keflvíkingar skiluðu sextán dögum of snemma og settu met

Keflavík hefur skilað fjárhagslegum leyfisgögnum sínum inn á KSÍ, fyrst félaga í Pepsi-deild. Fjárhagsleg gögn eru ársreikningur með áritun endurskoðanda ásamt öðrum viðeigandi gögnum og staðfestingum. Þetta kemur fram á heimasíðu Knattspyrnusambandsins.

Andri Júlíusson hættur hjá Skagamönnum

Andri Júlíusson og Knattspyrnufélag ÍA komust í dag að samkomulagi um að ljúka samningi Andra við félagið en þetta kemur fram á heimasíðu félagsins í kvöld.

Aðeins fjórar tillögur fyrir ársþing KSÍ

Knattspyrnusambandi Íslands bárust aðeins fjórar tillögur fyrir ársþing sambandsins sem fram fer laugardaginn 12. febrúar. Til samanburðar bárust 17 tillögur fyrir þingið 2010 og 8 tillögur árið áður.

Sjá næstu 50 fréttir