Íslenski boltinn

Samningi Ingólfs við Heerenveen sagt upp - fer hann í Val?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ingólfur Sigurðsson.
Ingólfur Sigurðsson.
Ingólfur Sigurðsson er hættur hjá Heerenveen í Hollandi en það kemur fram á vef hollenska félagsins að samningi hans hafi verið sagt upp. Fótbolti.net skrifar um það í dag að Ingólfur sé hugsanlega á leiðinni í Val.

Samvæmt heimildum fótbolta.net þá hafði Valur sent Heerenveen fyrirspurn um að fá Ingólf á láni fyrir komandi tímabil en henni var hafnað.

Ingólfur heldur upp á 18 ára afmælið sitt á laugardaginn kemur en hann samdi við Heerenveen til tveggja ára þegar hann kom þangað frá KR í júlí í fyrra.

Ingólfur var í yngri flokkum Vals þar til að hann fór fyrst til Heerenveen í eitt ár þegar hann var fjórtán ára eða tímabilið 2007-2008. Hann fór síðan í KR og var í kringum meistaraflokkshóp KR-liðsins bæði haustið 2009 sem og síðasta sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×