Íslenski boltinn

Valsmenn gefa FH-ingum ekki þumlung eftir

Willum Þór Þórsson þjálfari Valsmanna.
Willum Þór Þórsson þjálfari Valsmanna.

Valsmenn unnu í kvöld 5-1 sigur á slökum Víkingum í Landsbankadeild karla. Þeir eru því komnir með betri markatölu en FH-ingar og aðeins þrem stigum á eftir Íslandsmeisturunum úr Hafnarfirði. Að sama skapi eru Víkingar í miklum vandræðum í botnbaráttunni því aðeins munar tveim stigum á þeim og KR-ingum sem eru í neðsta sætinu.

Valsmenn voru langt um sterkari aðilinn í í leiknum í dag. Víkingar áttu þá á köflum ágæta spretti og fengu fjölmörg tækifæri til að skora. Þeir virðast hins vegar vera með ólíkindum lánlausir og náðu því aðeins að skora eitt mark í kvöld gegn fimm frá Val.

Mörk Valsmanna skoruðu þeir Gunnar Einarsson, Guðmundur Benediktsson, Baldur Ingimar Aðalsteinsson, Dennis Bo Mortensen og Pálmi Rafn Pálmason. Mark Víkinga skoraði Egill Atlason.

Valsmenn eru með 31 stig en Víkingar með 13 stig. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×