Íslenski boltinn

Helgi ekki meira með?

Helgi Sigurðsson fagnar marki.
Helgi Sigurðsson fagnar marki.

Óvíst er hvort Helgi Sigurðsson geti tekið þátt í lokaspretti Landsbankadeildarinnar en hann varð fyrir meiðslum í leik Víkings og Vals í gær. Helgi tognaði á læri og varð að fara af velli á 20. mínútu og er alls óvíst hversu lengi hann verður að jafna sig.

Það þarf ekki að fjölyrða um hversu mikið áfall það yrði fyrir Val að missa Helga á lokasprettinum enda hefur hann verið sjóðheitur og er markahæsti leikmaður Landsbankadeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×