

Thomas Tuchel er nýr þjálfari Þýskalandsmeistara Bayern München. Hann skrifar undir samning til sumarsins 2025.
Kanadíska-íslenska knattspyrnukonan Cloé Eyja Lacasse hefur átt frábært tímabil með Benfica í Portúgal.
Arsenal framherjinn Folarin Balogun er upptekinn í landsleikjahléinu við að reyna að skipta yfir í bandaríska landsliðið.
Julian Nagelsmann fékk fregnirnar að Bayern München hefði sagt honum upp störfum þegar hann var í skíðaferð.
Aðra undankeppnina í röð byrjar íslenska karlalandsliðið í fótbolta á því að steinliggja í fyrsta leik sínum.
Þorsteinn H. Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta, tilkynnti í dag hvaða leikmenn hann fer með í tvo vináttulandsleiki í næsta mánuði.
Samskiptastjóri KSÍ ákvað að víkja sæti úr krísustjórnunarteymi sambandsins vegna óánægju sinnar með það hvernig tekist var á við það þegar upp komst um ásakanir á hendur landsliðsmönnum um kynferðislegt ofbeldi. Framkvæmdastjóri KSÍ segir sambandið hafa markvisst reynt að forðast fréttir í kjölfar málsins.
Albert Ingason hefur mestar áhyggjur af framlínu Fylkis. Liðinu er spáð 11. sæti Bestu deildar karla í spá íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports.
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fylki 11. sæti Bestu deildar karla í sumar.
Finnskur auðjöfur hefur blandað sér inn í kapphlaupið um að kaupa Manchester United af Glazer-fjölskyldunni.
Tæpur mánuður er þar til keppni í Bestu deild karla í fótbolta hefst á ný. En hvaða leikmenn eru líklegir til að vera valdir bestu leikmenn Bestu deildarinnar? Vísir fer yfir tíu kandítata til þeirra verðlauna.
Kollegi Vöndu Sigurgeirsdóttur hjá bosníska knattspyrnusambandinu, Vico Zeljkovic, var heldur betur sigurreifur eftir að Bosnía vann 3-0 sigurinn örugga gegn Íslandi í fyrsta leik í undankeppni EM í gærkvöld.
Lionel Messi náði einn einum áfanganum í gærkvöld þegar Argentína spilaði sinn fyrsta leik á heimavelli eftir að Messi leiddi liðið að heimsmeistaratitlinum í fótbolta í desember.
„Við mætum ekki til leiks í fyrri hálfleik. Það er erfitt að kyngja þessu,“ sagði Hákon Arnar Haraldsson í viðtali við Vísi eftir tapið gegn Bosníu í gærkvöld.
Það er erfitt að segja til um hvort erfiðara hafi verið að eiga við reykmökkinn sem stóð upp af keðjureykjandi stuðningsfólki Bosníu í fangelsisbænum Zenica í kvöld eða frammistöðu íslenska landsliðsins.
„Ég er hundfúll. Þetta var erfitt kvöld og við vorum ekki nógu góðir,“ sagði Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari eftir útreiðina sem hans menn fengu í Bosníu í kvöld.
„Þetta var ekki nógu gott. Það er ósköp einfalt,“ sagði súr og svekktur markvörður Íslands, Rúnar Alex Rúnarsson, eftir tapið í Bosníu í kvöld.
Arnór Ingvi Traustason sagði engin geimvísindi fólgin í því fyrir sig að spila í nýju hlutverki í landsliðinu sem aftasti miðjumaður, í 3-0 tapinu gegn Bosníu í kvöld. Hann segir enga taugaveiklun í liðinu vegna úrslitanna.
Harry Kane er orðinn markahæsti leikmaður í sögu Englands en hann skoraði annað marka liðsins í 2-1 sigri á Ítalíu í kvöld. Þá unnu Danir sigur á Finnum í Norðurlandaslag.
Skoðanir Íslendinga á Twitter voru á einn veg eftir og á meðan á leik Íslands og Bosníu stóð í undankeppni EM karla í fótbolta í kvöld. Kallað var ákaft eftir því að Arnar Þór Viðarsson hætti sem þjálfari íslenska liðsins.
Cristiano Ronaldo er orðinn landsleikjahæsti knattspyrnumaður sögunnar en hann skoraði tvö mörk í 4-0 sigri Portúgal gegn Lichtenstein í kvöld.
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta fór mikla sneypuför til Bosníu og einkunnir leikmanna endurspegla það. Niðurstaðan varð 3-0 tap og munurinn hefði getað orðið meiri.
Ísland byrjaði undankeppni EM 2024 á 3-0 tapi gegn Bosníu á Bilino Polje-vellinum. Varnarleikur Íslands var hreinasta hörmung sem skilaði Bosníu þremur mörkum.
Julian Nagelsmann verður ekki þjálfari Bayern Munchen mikið lengur ef marka má fréttir kvöldsins. Ýmsir miðlar greina frá því að Bayern hafi ákveðið að reka Nagelsmann og ráða Thomas Tuchel í staðinn.
Þór/KA er komið í úrslit Lengjubikars kvenna eftir 2-1 sigur á Breiðablik í undanúrslitum keppninnar í dag.
Edin Dzeko byrjar á varamannabekk Bosníumanna í kvöld en flestir áttu von á að þessi stærsta stjarna Bosníu yrði í fremstu víglínu í kvöld.
Byrjunarlið Íslands fyrir leikinn við Bosníu í undankeppni EM 2024 í kvöld liggur fyrir. Athygli vekur að Guðlaugur Victor Pálsson leikur í bakverði og Arnór Ingvi Traustason á miðsvæðinu.
Baldur Logi Guðlaugsson er genginn til liðs við Stjörnuna í Bestu deild karla en tilkynnt var um félagaskiptin á Instagramsíðu Stjörnunnar í dag.
Tveir af aðalmönnunum úr mögulega besta íslenska félagsliði sögunnar voru heiðraðir á síðasta aðalfundi Knattspyrnufélags ÍA.
Dele Alli er ekki að upplifa skemmtilega tíma hjá tyrkneska félaginu Besiktas en fullvissaði samt áhyggjufulla aðdáendur sínar að hann sé ekki týndur.
Veikindi herja á hollenska fótboltalandsliðið rétt fyrir fyrsta leik liðsins í undankeppni EM.
Um níu þúsund miðar hafa selst á leik Bosníu og Ísland sem fram fer í Zenica í Bosníu í kvöld. Bosníumenn virðast hafa sloppið við áhorfendabann sem greint var frá fyrr í mánuðinum.
Vico Zeljkovic, forseti bosníska knattspyrnusambandsins, heilsaði upp á leikmenn bosníska liðsins í gær, fyrir leik þeirra við Ísland í undankeppni EM 2024 í Zenica í kvöld.
Baldur Sigurðsson er hræddur um að HK gæti átt erfitt sumar í vændum. Liðinu er spáð 12. sæti Bestu deildar karla í spá íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports.
Hannes Þ. Sigurðsson heilsaði upp á gamla vini á æfingu íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í aðdraganda leiksins við Bosníu í kvöld. Hann segir Ísland klárlega eiga tækifæri á að komast á EM og fagnar endurkomu reynslubolta í liðið.
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 12. sæti Bestu deildar karla í sumar.
Aron Einar Gunnarsson sat fyrir svörum á blaðamannafundi Íslands í gær fyrir leik dagsins við Bosníu. Hann mun þó ekki taka þátt í leiknum.
Edin Dzeko er án efa skærasta stjarna bosníska landsliðsins sem mætir því íslenska á Bilino Polje-vellinum í Zenica klukkan 19:45 í kvöld. Hann hefur hins vegar oft verið á betra skriði en undanfarið.
Mennirnir tveir sem keppast um að kaupa Manchester United af Glazer-fjölskyldunni fengu frest til að skila inn betrumbættum tilboðum en fresturinn til að skila inn tilboðum átti að renna út í gærkvöld.
Liðin í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu hafa samtals þurft að greiða yfir 150 milljónir í sektir vegna framkomu leikmanna sinna og þjálfara á tímabilinu. Arsenal toppar listann.
Farið var um víðan völl á blaðamannafundi Íslands fyrir leik morgundagsins við Bosníu í undankeppni EM 2024. Arnar Þór Viðarsson og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum.
Breiðablik ver Íslandsmeistaratitil sinn í knattspyrnu karla ef spá Þungavigtarinnar gengur eftir. HK og Fylkir falla en Mikael Nikulásson, einn af sérfræðingum hlaðvarpsins, setur mikla pressu á Valsmenn.
Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, kveðst aldrei hafa verið með betri leikmannahóp í höndunum heldur en í yfirstandandi verkefni þar sem Ísland spilar fyrstu tvo leiki sína í undankeppni EM 2024.
Wolfsburg er í fínum málum í Meistaradeild kvenna í knattspyrnu eftir að liðið vann 1-0 útisigur á PSG í kvöld. Sveindís Jane Jónsdóttir var í liði Wolfsburg.
Selfoss vann 4-1 sigur á KR þegar liðin mættust í Lengjubikar kvenna á Selfossi í kvöld.