Fleiri fréttir

Ægir mun spila í Lengjudeildinni - Kæru KV vísað frá

Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur vísað frá kæru KV á hendur KSÍ vegna ákvörðunar stjórnar KSÍ frá 18. febrúar þar sem stjórnin staðfesti að þátttökutilkynning Kórdrengja í mótin 2023 yrði ekki tekin til greina.

Bayern á toppinn í Þýska­landi

Íslendingalið Bayern München er kominn á topp þýsku úrvalsdeildar kvenna í knattspyrnu eftir 4-0 sigur á Duisburg í kvöld. Tvær íslenskar landsliðskonur komu við sögu.

Lineker út í kuldann vegna um­­­mæla á sam­­fé­lags­­miðlum

Gary Lineker, fyrrverandi framherji enska landsliðsins, Barcelona, Leicester City og Tottenham Hotspur, hefur undanfarið ár stýrt Match of the Day, vinsælasta knattspyrnuþætti Bretlandseyja. Hann mun ekki stýra þætti morgundagsins þar sem hann hefur verið sendur í tímabundið leyfi vegna ummæla á samfélagsmiðlum.

Dreymdi um Ísland og mun spila fyrir Blika

Breiðablik hefur fengið til sín miðvörð með afar sannfærandi ferilskrá því hin 33 ára gamla Toni Pressley hefur fengið félagaskipti til félagsins. Samningur hennar gildir út leiktíðina 2023.

Rashford bestur og jafnaði met Salah

Marcus Rashford, sóknarmaður Manchester United, jafnaði met Liverpool-mannsins Mohamed Salah þegar hann var valinn besti leikmaður febrúarmánaðar í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Segir Messi ekkert hafa gert fyrir PSG

Lionel Messi hefur ekki gert neitt fyrir Paris Saint-Germain og leggur sig ekki nóg fram fyrir félagið. Þetta segir Jérome Rothen, fyrrverandi leikmaður PSG.

Naumur sigur Juve og öll einvígin galopin

Angel Di Maria tryggði Juventus 1-0 sigur á Freiburg í Evrópudeildinni í kvöld. Spenna er í nær öllum einvígjum í Evrópu- og Sambandsdeildunum eftir leiki kvöldsins.

Banna áfengi í nágrannaslagnum

Bjórinn fær vanalega að flæða á fótboltaleikjum í Þýskalandi og því vekur athygli áfengisbann á nágrannaslag Schalke og Borussia Dortmund um komandi helgi.

Góður sigur hjá Roma og markaveisla í Berlín

Roma vann góðan 2-0 sigur á Real Sociedad í Evrópudeildinni í kvöld. West Ham náði í sigur til Kýpur í Sambandsdeildinni og það var boðið upp á markaveislu í leik Union Berlin og Saint-Gilloise.

Allt galopið fyrir seinni leikinn í Lundúnum

Arsenal og Sporting skildu jöfn þegar liðin mættust í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Einvígið er galopið fyrir seinni leikinn í Lundúnum.

Tap hjá Ronaldo í toppslag

Cristiano Ronaldo og félagar hans í Al-Nassr máttu sætta sig við tap í toppslag gegn Al-Ittihad í kvöld. Al-Ittihad fer upp fyrir Al-Nassri með sigrinum og í toppsætið.

Pogba mætti of seint og er ekki í hóp í kvöld

Paul Pogba verður ekki í leikmannahópi Juventus gegn Freiburg í Evrópudeildinni í kvöld. Pogba er nýkominn aftur eftir langvarandi meiðsli en var tekinn úr leikmannahópnum vegna agabrots.

Dramað heldur áfram og Diacre látin fjúka

Nú þegar aðeins fjórir mánuðir eru í að HM kvenna í fótbolta hefjist í Eyjaálfu hefur Corinne Diacre verið rekin úr starfi landsliðsþjálfara Frakka, eftir mikla óánægju nokkurra leikmanna með hennar störf.

Milner hlaut MBE-orðuna

James Milner leikmaður Liverpool var sæmdur MBE-orðu breska konungsveldisins í gær. Orðuna hlýtur hann fyrir störf sín sem knattspyrnumaður og fyrir góðgerðastarf.

„Við keyptum aldrei dómara“

Joan Laporta, forseti Barcelona, segir ekkert til í þeim fréttum að félagið hafi keypt dómara eða reynt að hafa áhrif á þá.

Sjá næstu 50 fréttir