Fleiri fréttir

Albert skoraði og lagði upp í mikil­vægum sigri

Albert Guðmundsson skoraði og lagði upp tvö mörk í 4-0 stórsigri Genoa á Cosenza í ítölsku B-deildinni í knattspyrnu í kvöld. Kristian Nökkvi Hlynsson skoraði fyrir Jong Ajax í hollensku B-deildinni og Hörður Björgvin Magnússon sneri aftur í byrjunarlið Panathinaikos í grísku úrvalsdeildinni.

Fær rúmlega tíu milljarða frá Puma

Jack Grealish, leikmaður Englandsmeistara Manchester City og enska landsliðsins, hefur skrifað undir fimm ára skósamning við Puma. Samningurinn gefur honum rúmlega tíu milljarða íslenskra króna í vasann.

Neymar undir hnífinn og frá næstu þrjá til fjóra mánuðina

Vonir Frakklandsmeistara París Saint-Germain um að vinna Meistaradeild Evrópu minnkuðu til muna í dag þegar staðfest var að Brasilíumaðurinn Neymar þurfi að fara í aðgerð á hægri ökkla. Verður hann frá næstu þrjá til fjóra mánuðina.

Handtóku táninginn sem gerði Klopp brjálaðan

Lögreglan í Merseyside hefur handtekið 16 ára dreng fyrir að brjóta sér leið inn á völlinn á Anfield í gær þegar Liverpool vann 7-0 risasigurinn gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Fékk lóð í höfuðið á æfingu

Fyrirliði Stabæk í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta varð fyrir nokkuð óvenjulegum meiðslum á æfingu liðsins á dögunum.

Innlit í framtíðina hjá Liverpool

Útlitið var svart hjá Liverpool fyrir aðeins nokkrum vikum síðan en í dag svífa stuðningsmenn félagsins um á bleiku skýi eftir að Liverpool skaut erkifjendurna í Manchester United niður á jörðina með sjö núll stórsigri á Anfeld í gær.

Gary Neville: Leikmenn Manchester United voru étnir lifandi

Fyrrum fyrirliði Manchester United sparaði ekki stóru orðin þegar hann gagnrýndi liðið eftir 7-0 tap á móti Liverpool á Anfield í gær. Þetta er stærsta tap United í sögu ensku úrvalsdeildarinnar og það á móti erkifjendunum í Liverpool.

Reiði á meðal enskra úrvalsdeildarliða vegna nýrra gagna

Ensk úrvalsdeildarlið hafa brugðist ókvæða við og krefjast skýringa eftir að Yasir al-Rumayyan, stjórnarformanni Newcastle United, var lýst sem sitjandi ráðherra í ríkisstjórn Sádi-Arabíu í skjali fyrir bandarískum dómstólum. Mannréttindasamtökin Amnesty International kalla eftir endurskoðun á mati ensku úrvalsdeildar á eignarhaldi Newcastle.

Frammistaðan í kvöld sú versta á árinu: „Ég skammast mín“

Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, var vægast sagt súr eftir heimsókn liðsins á Anfield í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Manchester United mátti þola sitt stærsta tap frá því að enska úrvalsdeildin var sett á laggirnar, lokatölur 7-0 Liverpool í vil.

Spilaði sinn fyrsta leik í fimm mánuði og skoraði þrennu

Carlone Graham Hansen, leikmaður norska landsliðsins í knattspyrnu og Spánarmeistara Barcelona, sneri aftur í lið Barcelona eftir fimm mánaða fjarveru vegna hjartavandamála. Hún skoraði þrennu í 5-0 sigri Börsunga á Villareal.

Mourinho-lausir Rómverjar stukku upp í Meistaradeildarsæti

Roma lyfti sér upp í fjórða sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar er liðið vann mikilvægan 1-0 sigur gegn Juventus í kvöld. José Mourinho tók út leikbann í leiknum eftir að hafa fengið sitt þriðja rauða spjald á tímabilinu.

Algjör niðurlæging United gegn erkifjendunum

Liverpool vann sannkallaðan risasigur er liðið tók á móti erkifjendum sínum í Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Eftir fjörugan fyrri hálfleik þar sem aðeins eitt mark leit dagsins ljós lék Liverpool á alls oddi í síðari hálfleik og vann að lokum 7-0 sigur.

Tíu Börsungar náðu tíu stiga forskoti

Barcelona náði tíu stiga forskoti á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta er liðið vann 1-0 sigur gegn Valencia í dag, en Börsungar þurftu að spila seinasta hálftímann manni færri.

Nafnarnir skoruðu þrjú í stórsigri Norrköping

Nafnarnir Arnór Sigurðsson og Arnór Ingvi Traustason skoruðu þrjú af fjórum mörkum Norrköping er liðið vann öruggan 4-0 útisigur gegn IFK Gautaborg í sænsku bikarkeppninni í fótbolta í dag.

Forest og Everton skiptu stigunum á milli sín

Nýliðar Nottingham Forest og Everton skiptu stigunum á milli sín er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lokatölur 2-2, en bæði lið þurfa sárlega á stigum að halda í fallbaráttunni.

Man United áfram á toppnum

Manchester United styrkti stöðu sína á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með 5-1 sigri á Leicester City í dag. María Þórisdóttir var ekki í leikmannahóp Man United. Sömu sögu er að segja af Dagnýju Brynjarsdóttir, fyrirliða West Ham United, en Hamrarnir töpuðu fyrir Reading á útivelli.

Hildur og María lögðu topp­liðið

Hildur Antonsdóttir og María Catharina Ólafsdóttir Gros voru í byrjunarliði Fortuna Sittard sem vann 2-1 sigur á toppliði FC Twente.

Arsenal skorað flest sigur­mörk í upp­bótar­tíma á leik­tíðinni

Topplið ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, Arsenal, er það lið deildarinnar sem hefur skorað flest sigurmörk á yfirstandandi tímabili eftir að venjulegum leiktíma er lokið. Arsenal hefur alls skorað þrjú slík og eitt þeirra kom í gær þegar Skytturnar komu til baka gegn Bournemouth.

Guð­mann leggur skóna á hilluna

Hinn 36 ára gamli Guðmann Þórisson hefur ákveðið að leggja knattspyrnuskóna á hilluna. Hann tilkynnti það á sinn einstaka hátt á Instagram-síðu sinni.

Mbappé marka­hæstur í sögu PSG

Franska stórstjarnan Kylian Mbappé varð í gærkvöld, laugardag, markahæsti leikmaður í sögu franska knattspyrnuliðsins París Saint-Germain. Hann hefur nú skorað 201 mark í aðeins 247 leikjum fyrir félagið.

Íhugar að fara í mál vegna um­mæla í hlað­varps­þætti

Dómarinn fyrrverandi Mark Clattenburg íhugar nú hvort hann eigi að fara í mál við Danny Simspon vegna ummæla sem sá síðarnefndi lét falla í hlaðvarpsþætti á dögunum. Þar sagði hann að Clattenburg hefði sleppt því að reka leikmann af velli því hann vildi að Leicester City yrði Englandsmeistari.

Fiorentina stöðvaði sigurgöngu ítölsku meistaranna

Fiorentina vann góðan 2-1 sigur er liðið tók á móti Ítalíumeisturum AC Milan í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Fyrir leikinn höfðu meistararnir unnið þrjá deildarleiki í röð.

Bayern endurheimti toppsætið

Þýskalandsmeistarar Bayern München lyftu sér aftur á topp þýsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta er liðið vann 2-1 útisigur gegn Stuttgart í kvöld. Þá virðist Union Berlin vera að stimpla sig út úr toppbaráttunni, en liðið þurfti að sætta sig við markalaust jafntefli gegn Köln á sama tíma.

Hlín skoraði í endurkomusigri Kristianstad

Hlín Eiríksdóttir skoraði fyrra mark Íslendingaliðs Kristianstad er liðið vann 2-1 endurkomusigur gegn Linkoping í sænsku bikarkeppninni í fótbolta í dag.

Sjá næstu 50 fréttir