Fleiri fréttir

Lengjudeild kvenna: Botnliðin töpuðu bæði

Tveir leikir fóru fram í Lengjudeild kvenna í dag og voru liðin sem verma botnsætin í eldlínunni. Skemmst er frá því að segja að þau töpuðu bæði og syrtir enn í álinn hjá þeim.

Umfjöllun,viðtöl og myndir: Þróttur - Valur 1-2| Fjórði sigur Vals í röð

Valur fór í Laugardalinn og vann 1-2 sigur á Þrótti. Ásdís Karen Halldórsdóttir kom Val yfir í fyrri hálfleik. Síðari hálfleikur byrjaði með látum þar sem Katla Tryggvadóttir jafnaði leikinn en tæplega tveimur mínútum síðar gerði Cyera Makenzie Hintzen annað mark Vals sem reyndist vera sigurmark leiksins. 

Berglind í byrjunarliðinu í sigri en Hallbera ekki í hóp

Berglin Rós Ágústsdóttir var í byrjunarliði Örebro í 1-2 útisigri liðsins á Vittsjo í sænsku úrvalsdeildinni en á sama tíma var Hallbera Guðný Gísladóttir ekki í leikmannahóp Kalmar sem tapaði á heimavelli gegn Djurgarden, 0-1.

Liverpool staðfestir komu Ramsay

Enska liðið Liverpool tilkynnti í dag komu Calvin Ramsay til liðsins á 6,5 milljónir punda frá Aberdeen í Skotlandi.

Barcelona náði sam­komu­lagi við Rap­hinha í febrúar

Spænska liðið Barcelona náði samkomulagi um kaup og kjör við Deco, umboðsmann Raphinha, í febrúar síðastliðnum. Fimm ára samningur bíður eftir að vera undirritaður. Barcelona er þó ekki tilbúið að borga Leeds það sem enska félagið vill fá fyrir leikmanninn.

Selma Sól skoraði í toppslag gegn Ingibjörgu

Selma Sól Magnúsdóttir skoraði seinna mark Rosenborgar þegar liðið sigraði Vålerenga 2-0 í leik liðanna í öðru og þriðja sæti norsku efstu deildarinnar í fótbolta kvenna í dag.  

Langar að spila fyrir Manchester United

Inigbjörg Sigurðardóttir, leikmaður Vålerenga, verður samningslaus eftir næsta tímabil. Henni langar að fá nýja áskorun utan Noregs og dreymir um að spila fyrir Manchester United.

Bale á leið til Englands

Velski framherjinn Gareth Bale er að leita af nýju félagi eftir að samningur hans við Real Madrid rann út.

Leeds staðfestir komu Marc Roca

Spænski miðjumaðurinn Marc Roca hefur skrifað undir fjögurra ára samning við Leeds United. Roca kemur til félagsins frá Bayern Münich.

Tottenham gengur frá kaupum á Bissouma

Tottenham hefur staðfest þriðju félagaskipti liðsins það sem af er sumri. Yves Bissouma kemur til liðsins frá Brighton á 35 milljónir punda.

Lög­reglan vill fram­lengja gæslu­varð­hald Greenwood

Í næstu viku mun lögreglan í Manchester fara fram á að gæsluvarðhald Mason Greenwood verði framlengt. Hann er grunaður um að beita þáverandi kærustu sína líkamlegu og andlegu ofbeldi. Greenwood ku hafa gengið í skrokk á henni, brotið á henni kynferðislega og hótað að drepa hana.

Ís­land upp um eitt sæti á heims­listanum

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er í 17. sæti á heimslista Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA. Listinn var uppfærður í dag og fer Ísland upp um eitt sæti.

Sadio Mané nálgast Bayern München

Knattspyrnumaðurinn Sadio Mané er við það að innsigla félagsskipti frá Liverpool til Bayern München, en þýsku meistararnir undirbúa nú betrumbætt tilboð í Senegalann.

Breiða­blik víxlar Evrópu­leikjum

Breiðablik hefur samþykkt beiðni Santa Coloma frá Andorra að víxla heimaleikjum liðanna í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta. Þetta staðfesti félagið á samfélagsmiðlum sínum í gær.

Sjá næstu 50 fréttir