Fleiri fréttir

Glímt við þunglyndi frá því að Mourinho var stjórinn

Paul Pogba, miðjumaður Manchester United, hefur glímt við þunglyndi frá því að hann lék undir stjórn José Mourinho fyrir nokkrum árum og segir sterkefnaða fótboltamenn eiga við erfiðleika að stríða eins og aðrir.

„Allt of snemma“ spáin fyrir Bestu-deild kvenna í sumar

Í nýjasta þættinum af Lengjubikarmörkum kvenna þá fékk Helena Ólafsdóttir sérfræðinga sína, þær Margréti Láru Viðarsdóttur og Sonnýju Láru Þráinsdóttur, til að spá fyrir um lokaröðina í Bestu-deild kvenna í sumar.

Pálmi varði víti í tapi fyrir Króötum

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta skipað leikmönnum nítján ára og yngri tapaði fyrir Króatíu, 2-1, í fyrsta leik sínum í milliriðli í undankeppni EM 2022.

„Þurfa að sýna strax að þeir séu í þessu af alvöru“

Þegar Arnar Þór Viðarsson, þjálfari karlalandsliðsins í fótbolta, valdi sinn fyrsta landsliðshóp fyrir ári síðan voru níu leikmenn í hópnum sem spilað höfðu fleiri, og flestir mun fleiri, landsleiki en Jón Daði Böðvarsson. Núna er hann annar reynslumesti leikmaður liðsins.

Axel fékk samningi sínum við Riga rift

Knattspyrnumaðurinn Axel Óskar Andrésson hefur fengið samningi sínum við Riga í Lettlandi rift og er líklega á leið til Noregs eða Svíþjóðar.

Barcelona með góða forystu eftir endurkomusigur

Evrópumeistarar Barcelona unnu góðan 3-1 útisigur gegn Real Madrid í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta kvenna í kvöld eftir að hafa lent undir.

Veiran stöðvar óheppinn Van Gaal

Áhrifa kórónuveirufaraldursins gætir enn í fótboltaheiminum líkt og annars staðar og í dag greindi hollenska knattspyrnusambandið frá því að landsliðsþjálfarinn Louis van Gaal væri kominn í einangrun eftir að hafa greinst með veiruna.

„Mjög fínt að hafa pabba sinn til að bakka sig upp“

„Það er öðruvísi en mjög gaman,“ segir Ísak Bergmann Jóhannesson um það hvernig það sé að vera nú kominn með pabba sinn, Jóhannes Karl Guðjónsson, í þjálfarateymi íslenska landsliðsins í fótbolta.

Landsliðsþjálfari Norðmanna á móti gervigrasi

Hæstráðandi í norska fótboltalandsliðinu og eftirmaður Lars Lagerbäck segir norskan fótbolta hafa tapað milljörðum íslenskra króna á því að spila svona mikið á gervigrasi.

Sveindís ferðast til Lundúna

Sveindís Jane Jónsdóttir hefur jafnað sig af meiðslum fyrir leik Wolfsburg við Arsenal á Emirates-leikvanginum í Lundúnum — einn af stórleikjum vikunnar í Meistaradeild Evrópu í fótbolta.

Robbie Fowler hlær að Gary Neville

Robbie Fowler, fyrrum framherji Liverpool, er pistla höfundur hjá breska miðlinum The Mirror. Fowler gerði ummæli Gary Neville, fyrrum leikmann Manchester United, að aðhlátursefni í sínum nýjasta pistli hjá miðlinum.

Daníel Finns kallaður inn í U21 landsliðið

Stefán Árni Geirsson, leikmaður KR, hefur þurft að draga sig úr U21 landsliðshópnum en KSÍ tilkynnti um breytingu á hópnum í kvöld. Í stað Stefáns kemur Daníel Finns Matthíasson, leikmaður Leiknis.

Courtois gagnrýnir aðferðir Ancelotti

Thibaut Courtois, markvörður Real Madrid, hefur gagnrýnt taktík knattspyrnustjóra liðsins, Carlo Ancelotti, eftir tap Madrid gegn erkifjendunum í Barcelona í gær.

Mike Dean leggur flautuna á hilluna

Enskir fjölmiðlar hafa greint frá því síðasta sólarhringinn að þeir hafi öruggar heimildir fyrir því að knattspyrnudómarinn Mike Dean muni leggja flautuna frægu á hilluna eftir yfirstandandi leiktímabil.

Stal treyjunni af hetju Ajax eftir leik

Brasilíumaðurinn Antony skoraði sigurmark Ajax í dramatískum sigri á erkifjendunum í Feyenoord, 3-2, í hollensku úrvalsdeildinni í gær. Einn stuðningsmaður Ajax nældi sér í treyju hetjunnar eftir leik.

„Gæti ekki gerst á verri tíma“

Elías Rafn Ólafsson fékk slæmar fréttir í gærkvöld þegar í ljós kom að hann hefði handleggsbrotnað. Um er að ræða fyrstu alvarlegu meiðslin hjá þessum 22 ára landsliðsmarkverði í fótbolta.

Xavi hefur breytt öllu hjá Barcelona á aðeins 134 dögum

Hver hefði trúað því að aðeins 134 dögum eftir að Xavi tók við skröltandi hálfhjólalausu Barcelona liði væri hann búinn að endurvekja stolt Börsunga og nú síðast vinna 4-0 stórsigur á erkifjendunum í Real Madrid og það á sjálfum Santiago Bernabéu leikvanginum.

„Við vorum óþekkjanlegir“

Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, tók sjálfur á sig sökina fyrir slakri frammistöðu Real Madrid í El Clasico í gærkvöldi þar sem Barcelona mætti á Santiago Bernabeu og vann 4-0 stórsigur.

Sjá næstu 50 fréttir