Fleiri fréttir

Man City í undan­úr­slit eftir stór­sigur á Sout­hampton

Manchester City vann 4-1 sigur á Southampton í átta liða úrslitum FA bikarsins í knattspyrnu. Man City er þar með komið í undanúrslit ásamt Chelsea og Crystal Palace. Síðar í kvöld kemur í ljós hvort Liverpool eða Nottingham Forest verði síðasta liðið inn í undanúrslit.

Vandræði PSG halda áfram

Seinustu vikur hafa ekki verið góðar fyrir franska stórveldið Paris Saint-Germain, en liðið mátti þola 3-0 tap gegn Monaco í frönsku úrvalsdeildinni í dag.

Hörður Björgvin og félagar unnu stórsigur

Hörður Björgvin Magnússon lék síðari hálfleikinn fyrir CSKA Moskvu er liðið vann 6-1 stórsigur gegn Rubin Kazan í rússnesku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Full­yrða að Rüdiger sé á leið til Juventus

Ítalski fjölmiðillinn La Gazzetta Dello Sport fullyrðir að þýski miðvörðurinn Antonio Rüdiger muni ganga í raðir Juventus í sumar. Þjóðverjinn er í dag leikmaður Chelsea en verður samningslaus er yfirstandandi tímabil rennur sitt skeið.

Meistararnir með nauman sigur

Spánarmeistarar Atlético Madríd unnu nauman eins marks sigur á Rayo Vallecano í síðasta leik dagsins í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Óvæntur Bennacer hetja AC Milan

AC Milan vann nauman eins marks útisigur á Cagliari í síðasta leik dagsins í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Sigurinn þýðir að Milan er með þriggja stiga forystu á toppi deildarinnar.

Mjög sáttur með frammistöðu sinna manna

Thomas Tuchel var mjög ánægður með sína menn er Chelsea vann 2-0 útisigur á Middlesbrough í átta liða úrslitum FA bikarsins í knattspyrnu. Þjálfarinn var hvað ánægðastur með einbeitingu sinna manna en mikið hefur gengið á hjá Chelsea að undanförnu.

Svekkjandi jafntefli hjá Inter

Inter Milan þurfti að sætta sig við 1-1 jafntefli á heimavelli gegn Fiorentina í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Fyrr í dag vann Napoli 2-1 sigur á Udinese.

Patrik Sigurður og Samúel Kári í undanúrslit

Íslendinglið Viking í Noregi komst í dag í undanúrslit norsku bikarkeppninnar með 5-0 útisigri á KFUM Oslo. Markvörðurinn Patrik Sigurður Gunnarsson og miðjumaðurinn Samúel Kári Friðjónsson leika með Viking.

Ramsdale frá í nokkrar vikur

Markvörðurinn Aaron Ramsdale lék ekki með Arsenal sem vann 1-0 útisigur á Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Ramsdale er meiddur og verður frá keppni næstu vikur.

Arsenal aftur á sigurbraut

Arsenal lét tapið gegn Liverpool í miðri viku ekki slá sig út af laginu og vann mikilvægan 1-0 útisigur gegn Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Blikar fá úkraínska landsliðskonu

Úkraínska landsliðskonan Anna Petryk hefur samið við knattspyrnudeild Breiðabliks um að spila með liðinu í Bestu deildinni í sumar.

Dóra María leggur skóna á hilluna

Knattspyrnukonan Dóra María Lárusdóttir er búin að leggja skóna á hilluna. Hennar seinasti leikur á ferlinum var gegn Selfyssingum í lokaumferð Íslandsmótsins í fyrra þar sem Valskonur tóku á móti Íslandsmeistaratitlinum.

Dramatískur endurkomusigur Leeds gegn tíu Úlfum

Leeds United vann afar mikilvægan sigur gegn Wolves í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Úlfarnir skoruðu fyrstu tvö mörk leiksins, en Leeds snéri taflinu við eftir að Raúl Jiménez fékk að líta rauða spjaldið.

Ísak sá rautt en Sævar skoraði í Íslendingaslag

Sævar Atli Magnússon og félagar hans í Lyngby undir stjórn Freys Alexandersonar unnu öruggan 3-0 útisigur gegn Ísaki Óla Ólafssyni og félögum hans í Lyngby í dönsku b-deildinni í fótbolta í kvöld. Sævar Atli skoraði fyrir Lyngby, en Ísak fékk að fara snemma af velli í liði Esbjerg.

Sjá næstu 50 fréttir