Fleiri fréttir

Þunga­vigtin: „Vanda frétti af valinu og fjandinn var laus“

Í nýjasta þætti Þungavigtarinnar fara þeir Kristján Óli Sigurðsson, Mikael Nikulásson og Ríkharð Óskar Guðnason yfir málefni Knattspyrnusambands Íslands. Fullyrt er að KSÍ hafi ráðið almannatengla til að fara yfir hvað landsliðsþjálfarinn ætti að segja á blaðamannafundi og að nýr formaður KSÍ hafi haft áhrif á landsliðsvalið.

KSÍ staðfestir að Jón Guðni missir af landsleikjunum

Miðvörðurinn Jón Guðni Fjóluson meiddist með félagsliði sínu Hammarby í dag og þarf því að draga sig úr íslenska landsliðshópnum sem mætir Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM 2022 nú á næstu dögum.

Bayern tapaði ó­vænt á heima­velli

Þýskalandsmeistarar Bayern München hafa spilað frábærlega það sem af er tímabili en liðið lenti á vegg þegar Eintracht Frankfurt mætti á Allianz-völlinn í dag, lokatölur 2-1 gestunum í vil.

Jón Guðni fór meiddur af velli í tapi gegn Norrköping

Landsliðsmiðvörðurinn Jón Guðni Fjóluson fór meiddur af velli er Hammarby tapaði 3-1 fyrir Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Miðvörðurinn gæti misst af landsleikjum Íslands gegn Armeníu og Liechtenstein.

Ó­vænt tap Real í Kata­lóníu

Real Madríd tókst ekki að slíta sig frá nágrönnum sínum í Atlético á toppi La Liga, spænsku úrvalsdeildarinnar, er liðið heimsótti Espanyol í Katalóníu. Fór það svo að heimamenn unnu óvæntan 2-1 sigur.

Berglind Björg og Hlín skiptu stigunum á milli sín

Berglind Björg Þrovaldsdóttir var í byrjunarliði Hammarby og Hlín Eiríksdóttir kom inn á sem varamaður fyrir Piteå þegar að liðin gerðu 1-1 jafntefli í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Stjörnuprýtt lið PSG tapaði sínum fyrsta leik

Paris Saint-Germaintapaði sínum fyrsta leik á tímabilinu þegar að liðið heimsótti Rennes í frönsku úrvalsdeildinni í dag. Lionel Messi, Neymar og Kylian Mbappé voru allir í byrjunarliði Parísarliðsins, en það kom ekki í veg fyrir 2-0 sigur heimamanna.

Xisco rekinn frá Watford

Enska knattspyrnufélagið Watford lét þjálfara liðsins, Xisco Muñoz, taka poka sinn í morgun etir rétt tæpa tíu mánuði í starfi.

Rakel og Jón Steindór taka við Fylki

Rakel Logadóttir og Jón Steindór Þorsteinsson sömdu í gær við knattspyrnudeild Fylkis og munu þau stýra kvennaliði félagsins saman næstu tvö árin.

Hetja Víkinga: „Hvernig get ég að­stoðað?“

Kristall Máni Ingason var frábær er Íslandsmeistaralið Víkings tryggði sér sæti í úrslitum Mjólkurbikarsins með 3-0 sigri á Vestra. Kristall skoraði öll þrjú mörk Víkinga í leiknum.

Ráku þjálfarann vegna á­sakana um kyn­ferðis­brot

North Carolina Courage hefur rekið þjálfara sinn vegna ásakana um kynferðisbrot. Hann er þriðji þjálfari NWSL-deildarinnar sem er rekinn vegna hegðunar sinnar síðan í ágúst. FIFA hefur hafið rannsókn á málinu.

Ég hafði alltaf góða til­finningu

„Mér fannst við byrja þennan leik frábærlega, fyrstu tuttugu mínúturnar. Ég er ógeðslega svekktur með fyrsta markið,“ sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari Vestra eftir súrt tap gegn Íslandsmeisturum Víkings í undanúrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta.

Dortmund aftur á sigurbraut

Borussia Dortmund kom sér aftur á sigurbraut þegar að liðið vann 2-1 sigur gegn Augsburg í þýsku úrvalsdeildinni í dag eftir að hafa tapað gegn Borussia Mönchengladbach í seinustu umferð. 

Ingibjörg og Amanda í bikarúrslit

Ingibjörg Sigurðardóttir og Amanda Andradóttir eru á lið í úrslit norsku bikarkeppninnar með liðið sínu, Vålerenga, eftir öruggan 4-0 sigur gegn Rosenborg í dag.

Berglind og Cecilia stálu stigi í Íslendingaslag

Í dag mættust Kristianstad og Örebro í Íslendingaslag í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Sveindís Jane Jónsdóttir og Sif Atladóttir, undir stjórn Elísabetu Gunnarsdóttir í Kristianstad, gerðu 2-2 jafntefli gegn Berglindi Rós Ágústsdóttir og Ceciliu Rúnarsdóttir í liði Örebro.

Sjá næstu 50 fréttir