Fleiri fréttir

Ítalska liðið heldur í hefðirnar

Fótboltamenn og íþróttafólk almennt á það til að vera mjög vanafast og í raun hjátrúafullt. Þetta hefur ítalska landsliðið í knattspyrnu sannað það sem af er Evrópumótinu í fótbolta.

Segir Conor Coa­dy leik­mann mótsins

Val Steve Holland, aðstoðarþjálfara Englands, á besta leikmanni Evrópumótsins í fótbolta kom töluvert á óvart en að hans mati er Conor Coady, leikmaður Wolves, besti leikmaður Englands til þessa. Coady hefur ekkert spilað á mótinu.

Loksins vann Messi titil með Argentínu

Argentína vann Suður-Ameríkubikarinn í knattspyrnu með 1-0 sigri á Brasilíu í nótt. Er þetta fyrsti titill Lionel Messi með Argentínu.

Sagan ekki með Eng­lendingum

Það verður seint sagt að sagan sé Englendingum hliðholl fyrir úrslitaleik Evrópumótsins í fótbolta í kvöld. England hefur skotið sögunni ref fyrir rass til þessa á mótinu og þurfa að gera það enn eina ferðina í úrslitaleiknum gegn Ítalíu í kvöld.

Kane klár í að mæta „tveimur stríðsmönnum“

Giorgio Chiellini, varnarmaður ítalska landsliðsins, og Harry Kane, framherji enska landsliðsins, hlakka báðir til þess að mæta hvorum öðrum í úrslitum Evrópumóts karla í fótbolta í kvöld.

Bara síðasti sentímetrinn eftir

Giorgio Chiellini, varnarmaður ítalska karlalandsliðsins í fótbolta, kveðst bjartsýnn fyrir komandi leik liðsins við England í úrslitum Evrópumótsins í kvöld. Þetta kann að vera hans síðasti séns til að vinna titil á stórmóti.

Enginn staður betri en Wembley til að klára dæmið

Harry Kane, sóknarmaður og fyrirliði enska karlalandsliðsins í fótbolta, hlakkar til úrslitaleiks á heimavelli gegn Ítalíu á Wembley í Lundúnum. Úrslitaleikur Englands og Ítalíu er klukkan 19:00 annað kvöld.

Elísabet drottning sendi kveðju til landsliðsins

Elísabet önnur, Bretlandsdrottning, sendi hamingjuóskir og baráttukveðjur til Gareth Southgate, landsliðsþjálfara Englands, og enska liðsins í aðdraganda úrslitaleiks liðsins á EM við Ítalíu á Wembley annað kvöld.

Hlakkar til að styðja liðsfélagana til sigurs á Wembley

Leonardo Spinazzola, leikmaður Roma og ítalska landsliðsins í fótbolta, átti frábært Evrópumót með ítalska liðinu áður en hann meiddist illa í 8-liða úrslitum gegn Belgum. Hann kveðst spenntur fyrir úrslitaleik mótsins milli Englands og Ítalíu á morgun.

Viðar Ari á skotskónum annan leikinn í röð

Viðar Ari Jónsson skoraði annað mark Sandefjord í 2-0 sigri á Sarpsborg í Íslendingaslag í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Viðar skoraði þar með í öðrum leiknum í röð í deildinni.

Bræður framlengja við KA

Í dag framlengdu bræðurnir Hallgímur Mar og Hrannar Björn Steingrímssynir báðir samning sínum við KA. Þeir eru nú báðir samningsbundnir félaginu út sumarið 2023.

Ingibjörg og Amanda steinlágu í norska boltanum

Fjórum leikjum er nú lokið í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Ingibjörg Sigurðardóttir og Amanda Andradóttir komu báðar við sögu þegar að lið þeirra, Vålerenga tapaði 3-0 gegn Sandviken.

Ian Jeffs tekur við ÍBV

Ian Jeffs er nýr þjálfari meistaraflokks kvenna í knattspyrnu hjá ÍBV. Jeffs mun stýra liðinu út leiktíðina, ásamt því að vera aðstoðarþjálfari liðsins karlamegin.

Nuno Tavares til Arsenal

Arsenal staðfesti í morgun kaup á portúgalska bakverðinum Nuno Tavares. Tavares er 21 árs og á að veita Kieran Tierney samkeppni um vinsti bakvarðarstöðuna.

Leikurinn sem þær þurftu virkilega að vinna

Valur, topplið Pepsi Max deildar kvenna í knattspyrnu, vann góðan 2-1 útisigur á Selfossi í síðustu umferð. Selfyssingar hefðu þurft þrjú stig til að hleypa toppbaráttu deildarinnar í algjört uppnám en Valsliðið náði að sigla heim torsóttum sigri.

Þúsund Ítalir fá að fljúga til Lundúna á úrslitaleikinn

Þrátt fyrir varnaðarorð ferðamálaráðherra Bretlands þá munu þúsund Ítalir fá að fljúga til Lundúna og mæta á Wembley á sunnudagskvöld, í von um að sjá sína menn landa Evrópumeistaratitlinum með sigri á Englendingum.

Hún er svona ekta nía, sníkjudýr í teignum

Markadrottningin Margrét Lára Viðarsdóttir er mjög hrifin af Bryndísi Örnu Níelsdóttur, framherja Fylkis. Markið sem Bryndís Arna skoraði í 1-2 tapi Fylkis gegn ÍBV var til umræðu í Pepsi Max Mörkunum og þar fór Margrét Lára fögrum orðum um framherjann unga.

Þórdís Hrönn til Kýpur

Knattspyrnukonan Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir er á leið til Apollon Limassol á láni frá Breiðabliki ef marka má heimildir Fótbolta.net.

Sjá næstu 50 fréttir