Fleiri fréttir

Stjörnukona á Ólympíuleikana í Tókýó

Kvennalið Stjörnunnar mun eiga leikmann í knattspyrnukeppni Ólympíuleikanna í Tókýó því Betsy Hassett var í morgun valin í Ólympíulið Nýja-Sjálands.

England sleppur við hin fimm bestu liðin

Ef England kemst í úrslitaleik EM mun liðið gera það án þess að þurfa að mæta neinu af hinum fimm bestu liðum Evrópu, samkvæmt styrkleikalista FIFA.

Úrvalslið riðlakeppninnar á EM

Riðlakeppninni á Evrópumótinu 2020 lauk í fyrradag en þá tryggðu síðustu liðin sér sæti í sextán liða úrslitum mótsins. Vísir fór yfir þá leikmenn sem stóðu upp úr í riðlakeppninni á EM og valdi úrvalslið þess.

Hefði aldrei gerst í efstu deild karla

Toppslagur Selfoss og Breiðabliks í Pepsi Max deild kvenna er færður milli leikvalla rétt fyrir leik, af aðalvellinum á Selfossi og yfir á gervigrasið.

Segir Klopp hafa dregið úr rígnum og sent broskall

Fornir fjendur mætast á Wembley á þriðjudagskvöld þegar England og Þýskaland eigast við á EM. Jordan Henderson segir knattspyrnustjórann Jürgen Klopp hafa dregið úr rígnum á milli þjóðanna.

Ekki óeðlilegt ef Sverrir hefði skorað þrennu

Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, var ekkert að missa sig af gleði yfir því að hafa komist áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins í fótbolta í kvöld. Hann sagði þó seinni hálfleik sinna manna gegn Leikni hafa verið fínan.

Al­fons og fé­lagar töpuðu á heima­velli

Það var heldur brösugt gengi hjá Íslendingunum í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Strømsgodset vann reyndar stórsigur en Íslendingarnir þar sátu allan tímann á varamannabekknum.

Mögulega heimskustu stuðningsmenn EM

Sex stuðningsmenn Frakklands hlupu heldur betur á sig þegar þeir hugðust mæta á leik liðsins í riðlakeppninni á EM, gegn Ungverjalandi í Búdapest um helgina.

„99% heimsins mun halda með Dönum“

Connor Roberts, varnarmaður velska landsliðsins, býst ekki við því að margir fyrir utan Wales eigi eftir að halda með liðinu í sextán liða úrslitum Evrópukeppninnar.

Birkir valdi bestu bakverði EM

Þegar Birkir Már Sævarsson horfir á leiki á EM fylgist hann sérstaklega vel með bakvörðum liðanna. Það var því við hæfi að „Vindurinn“ tæki að sér að velja bestu bakverði mótsins.

Reglan um mörk á útivelli afnumin

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur tilkynnt að búið sé að afnema regluna um útivallamörk í öllum keppnum á vegum sambandsins. Það þýðir að mörk á útivelli telja alveg jafnmikið og mörk á heimavelli í Meistaradeild Evrópu og öðrum Evrópukeppnum.

Sjáðu verstu klúðrin á EM

Robert Lewandowski klúðraði ótrúlegu færi þegar Pólland tapaði fyrir Svíþjóð, 3-2, í E-riðli Evrópumótsins í gær. Þetta er þó langt því frá eina klúðrið á mótinu en farið var yfir þau verstu í EM í dag.

Gæti verið „fjölskyldumynd“ ársins í íslenska fótboltanum

Gróttustrákurinn Orri Steinn Óskarsson varð í gær Danmerkurmeistari með sautján ára liði FC Kaupmannahafnar. Reyndar getur liðið stærðfræðilega misst titilinn í lokaumferðinni en þá þarf næsta lið að vinna upp 32 mörk í síðasta leiknum.

Sigurður Ragnar: Stórkostleg úrslit hjá strákunum

„Þetta var frábært, ég er virkilega stoltur af strákunum. Við höldum hreinu og spilum frábæran varnarleik,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari Keflavíkur eftir að hans menn tryggðu sig áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins með sigri á Breiðablik.

Svona líta 16-liða úrslitin út

Síðustu leikirnir í riðlakeppni Evrópumóts karla í knattspyrnu fóru fram í kvöld og því er ljóst hvaða lið mætast í sextán liða úrslitin.

Stórmeistarajafntefli og bæði lið áfram

Bæði Frakkland og Portúgal eru komin áfram í 16-liða úrslitin á Evrópumótinu í knattspyrnu en þetta varð ljóst eftir 2-2 jafntefli liðanna í lokaumferð F-riðilsins.

Sjá næstu 50 fréttir