Fleiri fréttir

Verður fjórða ævintýrið íslenskt?

Þrisvar í síðustu sjö skipti hefur lægsta umspilsliðið á FIFA-listanum komist á stórmót. Íslensku strákarnir reyna að leika eftir afrek Slóvena og Letta.

Þorvaldur og Gunnlaugur skipta um starf

Þorvaldur Örlygsson, fyrrum þjálfari ÍA og Fram í Pepsi-deildinni síðasta sumar, var í kvöld ráðinn þjálfari 1. deildarliðs HK en þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Leikurinn verður aldrei fluttur úr landi

Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, fylgist með veðurspánni nær allan daginn en hann var í viðtali við Valtýr Björn Valtýsson í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Veðurspáin er ekki góð fyrir leik Íslands og Króatíu á föstudaginn í umspili um sæti á HM í Brasilíu.

Rooney: Æfðum föst leikatriði í vikunni

"Við vissum að við þyrftum að vinna í dag sama hvað það tæki. Við gætum ekki tapað þessu og leyft Arsenal að ná 11 stiga forskoti á okkur. Við vissum að Arsenal er með mikil af lágvöxnum leikmönnum svo við æfðum föst leikatriði og það borgaði sig í dag," sagði Wayne Rooney, framherji Manchester United í viðtölum eftir leikinn.

Rúrik skoraði í jafntefli

Rúrik Gíslason skoraði jöfnunarmark FCK í 1-1 jafntefli gegn Esjberg á útivelli. Rúrik og Ragnar Sigurðsson voru báðir í byrjunarliði FCK og spiluðu allan leikinn.

Aron enn og aftur á skotskónum

Afmælisbarn dagsins, Aron Jóhannsson skoraði bæði mörk AZ Alkmaar í 2-2 jafntefli gegn Feyenoord í hollensku úrvalsdeildinni í dag.

Halmstad heldur sæti sínu í Allsvenskan

Íslendingaliðið Halmstad tryggði sæti sitt í Allsvenskan með 2-1 sigri á GIF Sundsvall í umspilsleik upp á sæti í efstu deild á næsta ári.

Negredo útilokar ekki að Messi spili í ensku deildinni

Alvaro Negredo, framherji Manchester City er ekki tilbúinn að útiloka að Lionel Messi, framherji Barcelona og argentínska landsliðsins spili einn daginn í Englandi. Messi sem margir telja einn besta knattspyrnumann í heimi hefur spilað allan sinn feril hjá Barcelona og þyrfti eflaust að greiða háa upphæð fyrir þjónustu hans.

Charlie Adam jafnaði úr víti á fimmtu mínútu í uppbótartíma

Wilfried Bony skoraði tvö mörk fyrir Swansea í kvöld en það dugði þó ekki Swansea til sigurs því Charlie Adam tryggði Stoke 3-3 jafntefli með marki úr vítaspyrnu á fimmtu mínútu ú uppbótartíma. Swansea komst yfir í 3-2 eftir að Stoke hafi komið í 2-0 í fyrri hálfleik.

Van Persie sá um Arsenal

Manchester United stöðvaði gott gengi Arsenal með 1-0 sigri á Old Trafford í dag.Robin Van Persie skoraði sigurmark Manchester United gegn sínum gömlu félögum en þetta er þriðji leikurinn í röð gegn Arsenal sem Van Persie skorar í.

Kolbeinn hafði betur í Íslendingaslag

Kolbeinn Sigþórsson og félagar í Ajax unnu öruggan 3-0 sigur á NEC Nijmegen í hollensku úrvalsdeildinni í dag. Guðlaugur Victor Pálsson var að vanda í byrjunarliði NEC og spilaði allan leikinn.

Emil Hallfreðsson fór meiddur af velli

Emil Hallfreðsson var að vanda í byrjunarliði Verona í leik gegn Genoa í ítalska boltanum í dag. Emil byrjaði leikinn á miðri miðjunni en fór meiddur af velli eftir tæplega hálftíma leik.

Vonast eftir eigin gullkynslóð

Arsene Wenger vonar að ungir leikmenn Arsenal geti náð að leika eftir árangur gullárgangs Manchester United.

Tim Krul hetja Newcastle á White Hart Lane

Tim Krul var maður leiksins í 1-0 sigri Newcastle á Tottenham á White Hart Lane í ensku úrvalsdeildinni í dag. Krul átti margar stórbrotnar markvörslur frá leikmönnum Tottenham.

Ronaldo með sína fjórðu þrennu á tímabilinu

Cristiano Ronaldo skoraði þrjú mörk fyrir Real Madrid í 5-1 sigri á Real Sociedad í spænsku úrvalsdeildinni í gær og hefur þar með náð átta marka forskoti á Lionel Messi í baráttunni um markakóngstitilinn á Spáni.

Stór dagur í enska boltanum

Ellefta umferð ensku úrvalsdeildarinnar klárast í dag með fjórum leikjum og stórleikurinn er án vafa leikur Manchester United og Arsenal á Old Trafford.

Messi meiddist í sigri Barcelona

Þrátt fyrir að Lionel Messi hafi farið meiddur af velli sigruðu Barcelona botnlið Real Betis örugglega 4-1 á útivelli. Messi fór meiddur af velli um miðbik fyrri hálfleiks en það kom ekki að sök.

Tvö sjálfsmörk í fyrsta jafntefli Atletico á tímabilinu

Atletico Madrid gerði fyrsta jafntefli sitt á tímabilinu þegar þeir mættu Villareal á Camp El Madrigal í Villareal í kvöld. Atletico náði forskotinu snemma leiks en Villareal jafnaði verðskuldað í seinni hálfleik.

Slæmt útivallar gengi Manchester City heldur áfram

Sunderland vann 1-0 seiglusigur á Manchester City á Stadium of Light í dag. Þetta er annar sigur Sunderland í síðustu þremur leikjum og virðast vera að taka við sér eftir að hafa aðeins fengið eitt stig úr fyrstu sjö leikjunum.

Þurfa að taka dúkinn aftur af Laugardalsvellinum

Það er spáð slæmu veðri í nótt og á morgun og því hefur verið ákveðið að taka hitadúkinn af Laugardalsvellinum til öryggis svo að hann fjúki ekki burt og skemmist. Þetta kemur fram á fésbókarsíðu Knattspyrnusambands Íslands.

Sela-körfubolti hjá Messi á æfingu

Körfuboltaboltastjörnurnar Kobe Bryant og Lebron James hafa báðir heimsótt Lionel Messi á æfingar hjá Barcelona en það virðist þó ekki vera ástæðan fyrir því að það er karfa á æfingavellinum hjá Börsungum.

Blatter vill að HM 2022 verði spilað í jólamánuðinum

Sett Blatter, forseti FIFA, er undir stöðugri pressu að komast að niðurstöðu um hvenær HM í fótbolta í Katar fari fram eftir níu ár en allir eru sammála því að það er ekki hægt að halda mótið í hitasvækjunni sem er í Katar yfir sumartímann.

Giggs: Manchester United er ekki litla liðið í þessum leik

Ryan Giggs, spilandi aðstoðarþjálfari Manchester United og sigursælasti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi, er ekki á því að United sé litla liðið í stórleiknum á móti Arsenal í ensku úrvalsdeildinni á morgun.

Aron Einar: Öxlin er í lagi

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, fór meiddur af velli í 0-2 tapi Cardiff City á móti Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Zlatan í Meistaradeildargírnum í frönsku deildinni

Sænski landsliðsframherjinn Zlatan Ibrahimović skoraði öll þrjú mörk Paris Saint-Germain í 3-1 sigri á Nice í frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. PSG er með fimm stiga forskot á toppnum eftir þennan góða heimasigur en Lille á leik inni seinna í kvöld.

Mourinho: Þetta var víti

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, var hársbreidd frá því að tapa sínum fyrsta deildarleik á Stamford Bridge í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Kári Árna og félagar áfram í enska bikarnum

Kári Árnason spilaði allan leikinn þegar Rotherham United sló Bradford City út úr ensku bikarkeppninni í dag en bæði liðin spila í ensku C-deildinni. Rotherham United var á heimavelli og vann leikinn 3-0.

Norwich skoraði þrjú mörk í seinni hálfleik

Norwich fagnaði langþráðum sigri í kvöld þegar liðið vann 3-1 heimasigur á West Ham í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Þetta var fyrsti deildarsigur Norwich-liðsins síðan í lok september.

Bayern með nýtt met - 37 leikir í röð án taps

Bayern München setti nýtt met í þýsku úrvalsdeildinni í dag þegar liðið vann 3-0 heimasigur á Augsburg í 12. umferð deildarinnar en auk þess náðu Bæjarar fjögurra stiga forskoti á toppnum því á sama tíma tapaði Dortmund sínum leik.

Southampton upp í þriðja sætið - úrslit dagsins í enska boltanum

Southampton ætlar ekki að gefa neitt eftir í ensku úrvalsdeildinni því liðið vann sannfærandi 4-1 sigur á Hull í ensku úrvalsdeildinni í dag. Southampton komst upp í þriðja sætið með þessum sigri þar sem að Chelsea tapaði stigum á heimavelli á móti WBA.

Cristiano Ronaldo með þrennu í stórsigri Real

Cristiano Ronaldo skoraði þrjú mörk og lagði upp eitt þegar Real Madrid vann 5-1 stórsigur á Real Sociedad í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Real er í þremur stigum á eftir toppliði Barcelona sem á leik inni á morgun.

Sjá næstu 50 fréttir