Fleiri fréttir

Lewandowski fer til FC Bayern í janúar

Knattspyrnumaðurinn Robert Lewandowski, leikmaður Borussia Dortmund, hefur nú staðfest við fjölmiðla að hann muni ganga til liðs við Bayern Munchen í byrjun næsta árs en þá rennur samningur hans út við Dortmund.

Gummi Ben lýsir frá Old Trafford í kvöld

Leikur Manchester United og Liverpool í 32-liða úrslitum enska deildarbikarsins fer fram á Old Trafford í kvöld og verður hann í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og Sport 2.

Mikið undir hjá David Moyes

Það er við hæfi að Luis Suarez snúi aftur að loknu tíu leikja banni sínu í stærsta leik 3. umferðar deildarbikarsins gegn Manchester United.

Villa án Benteke út október

Christian Benteke þarf að gangast undir uppskurð á mjöðm. Aston Villa verður án krafta Belgans í fjórar til sex vikur.

Vandræðalegt fyrir Celtic

Skosku meistararnir í Celtic féllu út úr deildabikarnum í gærkvöldi eftir tap gegn b-deildarliði Morton í framlengdum leik á heimavelli í Glasgow.

Kynþáttafordómar í Keflavík?

Svo virðist sem áhorfandi á viðureign Keflavíkur og ÍBV í Pepsi-deild karla um liðna helgi hafi látið ófögur orð falla í garð leikmanns Eyjamanna.

Ný og skemmtileg orka í hópnum

Íslenska kvennalandsliðið mætir Sviss á Laugardalsvellinum á sunnudaginn í fyrsta leiknum í undankeppni HM 2015 og í fyrsta leiknum undir stjórn Freys Alexanderssonar. Sara Björk Gunnarsdóttir þekkir vel til frægasta leikmanns svissneska liðsins.

Afslappað andrúmsloft á æfingu stelpnanna - myndir

Íslenska kvennalandsliðið æfði í kvöld fyrir opnum dyrum og fengu íslenskir blaðamenn að fylgjast með hluta af æfingum liðsins sem er nú í sínu fyrsta verkefni undir stjórn Freys Alexanderssonar.

Kristianstad áfram í bikarnum án íslensku stelpnanna

Margrét Lára Viðarsdóttir og Sif Atladóttir voru ekki með Kristianstad í dag þegar liðið sló Eskilsminne út úr sænsku bikarkeppninni. Margrét Lára og Sif eru komnar til Íslands til að undirbúa sig fyrir landsleik á móti Sviss á fimmtudagskvöldið.

Máni sendi Gaupa með sokkinn sinn til Tómasar Inga

"Það eru fáar stjörnur í liði Keflvíkinga í Pepsi-deild karla í fótbolta en þar er hinsvegar bara einn Máni," byrjaði Guðjón Guðmundsson frétt sína um Þorkell Mána Pétursson, aðstoðarþjálfara Keflavíkur, í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Balotelli gekk of langt

Mario Balotelli var í gær dæmdur í þriggja leikja bann fyrir hegðun sína í leiknum gegn Napoli um helgina. AC Milan ætlar ekki að áfrýja banninu.

Juventus á eftir Januzaj

Það gæti orðið erfitt fyrir Man. Utd að halda Belganum efnilega, Adnan Januzaj, hjá félaginu. Leikmaðurinn er ekki sáttur við fá tækifæri og Juventus er nú á eftir honum.

Neymar og Messi skoruðu báðir í sigri Barcelona

Barcelona hélt áfram sigurgöngu sinni í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld þegar liðið vann 4-1 heimasigur á Real Sociedad í sjöttu umferð tímabilsins. Barca er með fullt hús og 22 mörk í fyrstu sex leikjum sínum. Neymar skoraði sitt fyrsta deildarmark í kvöld og þetta var ennfremur fyrsti leikur liðsins þar sem hann og Lionel Messi skora báðir.

Leikmenn fá að reyna sig í nýjum stöðum á móti Sviss

Freyr Alexandersson, nýr þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var ekki tilbúinn að gefa mikið upp um leikkerfi eða skipulag íslenska liðsins í fyrsta leiknum undir hans stjórn sem verður á móti Sviss á Laugardalsvellinum á fimmtudaginn.

Fórnaði tönnunum til að stöðva skyndisókn | Myndband

Það verður ekki tekið af argentínska knattspyrnumanninum Gaspar Iniguez að hann fórnar sér fyrir liðið. Það sannaði hann í leik með liði sínu, Argentinos Juniors, gegn Boca Juniors um helgina. Þá fór hann með hausinn í tæklingu til þess að stöðva skyndisókn. Sú fórn var ekki lítil.

Enginn van Persie og óvíst um Suarez

Manchester United verður án Hollendingsins Robin van Persie þegar Liverpool kemur í heimsókn á Old Trafford í deildabikarnum annað kvöld.

Aganefnd tekur ummæli formanna FH fyrir

Knattspyrnudeild FH gæti átt yfir höfði sér refsingu vegna hegðunar formanna deildarinnar að loknu 3-3 jafnteflinu gegn Val í Pepsi-deild karla.

Mata verður að treysta Mourinho

Spænski landsliðsmaðurinn Juan Mata hefur mátt sætta sig við ansi mikla bekkjarsetu hjá Chelsea í vetur og það hefur komið mörgum á óvart. Hann fær þó að spila í kvöld er Chelsea leikur gegn Swindon í deildabikarnum.

Svona slátraði Sviss Serbíu

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir því svissneska í undankeppni HM í knattspyrnu á Laugardalsvelli á fimmtudagskvöldið.

Zola stoltur en hefur ekki áhuga

Sunderland er í knattspyrnustjóraleit. Margir hafa verið nefndir til sögunnar en óvíst er hversu margir hafi í raun áhuga á að stýra skútu félagsins.

„Ætlum upp næsta sumar“

Víkingar frá Ólafsvík segjast vera brotnir en ekki bugaðir eftir fall úr Pepsi-deildinni. Þeir hafa sett stefnuna beint upp aftur næsta sumar. Reksturinn stóð undir sér og Ejub Purisevic verður áfram þjálfari félagsins.

Magnaðar vörslur Mignolet

Simon Mignolet bauð upp á stórkostleg tilþrif í búrinu þegar Liverpool fékk Southampton í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu um helgina.

97 sigrar í 150 leikjum undir stjórn Rúnars

KR-ingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í gær í 150. leiknum undir stjórn Rúnars Kristinssonar en þetta er í annað skiptið sem Rúnar gerir KR að Íslandsmeisturum.

Wenger mun nota Bendtner á miðvikudaginn

Nicklas Bendtner hefur verið leikmaður Arsenal í meira en tvö ár án þess að ná því að spila fyrir félagið en það breytist væntanlega á miðvikudagskvöldið. BBC segir að Arsene Wenger ætli að spila danska framherjanum í enska deildabikarnum.

Skortur á unglingastarfi hamlar þátttöku KV í 1. deildinni

Knattspyrnufélag Vesturbæjar, KV, tryggði sér sæti í 1. deild karla í fótbolta um helgina þegar liðið varð í öðru sæti í 2. deildinni en KV og HK unnu sér þá sæti í 1. deildinni. Það eru talsverðar kröfur settar á félög sem spila í 1. deild og þurfa þau öll að standast leyfiskerfi KSÍ.

Ein sú besta í heimi dæmir hjá íslensku stelpunum

Þýski dómarinn Bibiana Steinhaus verður með flautuna þegar Ísland tekur á móti Sviss á fimmtudaginn í fyrsta leik sínum í undankeppni HM kvenna í fótbolta 2015. Leikurinn fer fram á Laugardalsvellinum og verður fyrsti leikur íslensku stelpnanna undir stjórn Freys Alexanderssonar.

Balotelli fékk þriggja leikja bann

Mario Balotelli, framherji AC Milan í ítalska fótboltanum, missir af næstu þremur leikjum liðsins en hann fékk þrjá leiki í bann fyrir framkomu sína í gærkvöldi.

Tvöfaldur sigur á Slóvökum

Íslensk ungmennalandslið voru á sigurbraut í dag. U-17 ára lið karla og U-19 ára lið kvenna unnu þá bæði góða sigra á Slóvökum.

Sjá næstu 50 fréttir